Vikan


Vikan - 28.05.1998, Side 42

Vikan - 28.05.1998, Side 42
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Fimmtudagurinn 14. maí verður lengi í minnum hafð- ur hjá hjónunum í Holti i Önundarfirði, þeim séra Gunnari Bjömssyni og Ágústu Ágústsdóttur söng- konu. Þá fengu þau tigna gesti í heimsókn; þau Mar- gréti Þórhildi Danadrottn- ingu og eiginmann hennar, Hinrik prins, forsetahjón- in, Ólaf Ragnar Gíms- son og Frú Guðrúnu Katrínu, ásamtföru- neyti. “Ég hef alltaf fundið á mér síðan ég var lítil stelpa að einhvern tímann ætti það eftir að gerast að ég fengi að taka á móti þjóðhöfðingja á heimili mínu. Það er ekki langt síðan ég talaði um það við Gunnar að mér þætti ekkert eðlilegra en að ég ætti eftir að standa fyrir framan þjóðhöfðingja, t.d. Margréti Danadrottningu. Þegar ég frétti af fyrirhugaðri för kon- ungshjónanna hingað vestur skrifaði ég Forsætisráðuneyt- inu og bauðst til að bjóða þeim í kaffi. Það var ekki álitið mögulegt að koma því fyrir í dagskránni, tíminn væri of knappur. En seinna hringdi Kornelíus forsetarit- ari og sagði þau mundu þiggja boðið. Það gafst ekki langur tími til undirbúnings, aðeins ein vika. Hingað komu í kaffi um 20 manns, 14 tignir gestir og fjölmiðla- fólk.” Ágústa segir daginn hafa verið skemmtilegan og eftir- minnilegan. “Danadrottning er ættgöfugasti þjóðhöfð- inginn í heiminum í dag, en Margrét Þórhildur Danadrottning, Ágústa í Holti og frú Guðrún Katrín skoða kirkjumuni. Ágústa á hlaðinu heima að Holti. “Blómaskreyting- una settum við í gamla skolpfötu, sem einnig kemur úr gömlu eyðibýli. Skreytingin er eftir Ásdísi Helgu Ólafsdóttur sem býr á Flateyri og rekur Blómabúð ísafjarðar.” hún er mjög blátt áfram. Ég er búin að kaupa dönsku blöðin í mörg ár, hef fylgst með ferli hennar og veit að hún er fyrst og fremst sannur listamaður. Sannur listamaður lítur ekki stórt á sig. Enda kom það vel fram hvað hún er í raun alþýðleg, og þau hjónin bæði.” Það fór fátt fram hjá listamannsaugum drottning- arinnar. “Hún dáðist að gömlu hökklunum tveimur sem eru í kirkjunni að Holti, annar er síðan 1931 en hinn mikið eldri. Einnig var hún hrifin af altarisklæði Heidi Kristiansen, sem við héldum að væri eina bútasaumsaltar- isklæði í heimi, en drottning- in sagði okkur frá kirkju í Danmörku sem ætti slíkt alt- arisklæði.” Eins og myndirnar bera með sér eiga þau Gunnar og Ágústa sérstaklega fallegt heimili. “Það sem ekki er komið frá fjölskyldum okkar Gunnars hef ég fundið á eyðibýlum. En hér er margt sérkennilegra muna sem gestirnir höfðu áhuga á að skoða.” En um hvað talar tigið fólk í kaffiboði í íslenskri sveit? “Konungshjónin hafa mikinn áhuga á náttúrunni. Við erum með æðarvarp hér í Holti. Hér í ganginum er skápur en ofan á honum kennir margra grasa, þar á meðal er þrastarhreiður með þremur skrítnum æðareggj- um, tveimur örverpum og einu sem er mjög sérkenni- legt á litinn. Konungshjónin virtu hreiðrið fyrir sér og vildu vita hvað þetta væri. í framhaldi af því töluðu þau um æðardún, hvernig æðar- varpið gengi fyrir sig og prinsinn vildi vita hvað feng- ist fyrir kílóið af dúninum. Drottningin hafði orð á því hvað það væru mikil vand- ræði þegar refirnir slyppu úr búrunum. Henni hefur sennilega verið sagt að engin villidýr væru á íslandi; hélt greinilega að hér væru engir villtir refir, þeir væru aðeins í búrum. Prinsinn ráðlagði okkur að nota fræin úr hvönninni, sem hér vex villt, í brauðbakstur. Fræin sagði hann besta C-vítamíngjafa sem völ væri á. Annars var þetta bara svona indælt “Feminu-snakk”, segir Ágústa hlæjandi. Heimsókn- in varði í um það bil hálfa klukkustund og við áttum öll saman yndislega stund.” 42

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.