Vikan


Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 43

Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 43
í þessum sófa sátu konungshjónin meðan þau gæddu sér á veitingunum.”Sófann keypti ég í Kaupmanna- höfn, á Vesterbro. Aklæðið fann ég í versluninni Fríðu frænku í Reykjavík og bólstraði sófann sjálf. Bólstrun- in stenst nú engan veginn vinnubrögð fagmanna, en sófinn þykir mjög fallegur, sérstaklega vegna áklæðis- ins. Það er úr dúkum sem voru algengir á hinu svo- kallaða “klúnku-tímabili,” eða “blúndutímabili,” og voru á öðru hverju borði landsmanna.” "Dúkinn á borðinu saumaði ég þegar ég var 12 ára. Hér er bollinn sem drottningin, Margrét Þórhildur, drakk kaffið úr.” Ágústa með framleiðslukonunum í veislunni, þeim Eddu Hafdísi Ársælsdóttur og Jósefínu Gísladóttur. Með kaffinu bauð Ágústa upp á pönnukökur, kleinur, laxaskonsur og Bessastaðakökur. “Drottningin hafði orð á því hvað pönnukök- urnar væru góðar. Eg nota alltaf sömu upp- skriftina, ég bakaði þær í þrennu lagi og það var yfirnáttúrulegt hvað baksturinn hcppnaðist óvenju vel. Laxinn á skonsunum veiddi spari- sjóðsstjórinn á Þingeyri, Angantýr Valur Jónas- son, í Langadalsá í Isafjarðardjúpi. Sultan var búin til úr rabbarbaranum í garðinum í Holti. Vestfirskari gátu veitingarnar ekki orðið! Kon- ungshjónin og forsetahjónin sátu við þetta borð, sem er úr fínu stofunni hennar ömmu minnar í Brekku í Dýrafirði.” ”Mér gafst ekki tími til að undirbúa sýningu sem ég hafði ætlað að hafa í anddyri kirkjunn- ar. Ég hafði hugsað mér að sýna gestunum þessa muni sem ég hef verið að hekla í vetur. Eg hef heklað, prjónað og saumað alla ævi. Mynstrið á hempuermunum hannaði ég sjálf en skemillinn og altarisdúkurinn eru upp úr sænskri kirkjutextilbók, sem ég keypti fyrir löngu síðan.” Það var hugsað fyrir öllu, stóru og smáu, fyrir heimsókn hinna tignu gesta. “Handklæðin sem gestunum stóðu til boða voru eitt sinn í eigu Ingveldar Rósinkrans, ömmu Gunnars, sem hann kallaði alltaf “amma kona.” Hún var móð- ir Björns R. Einarssonar hljóðfæraleikara, föður Gunnars.” Gunnar er góður sellóleikari. Þegar gestirnir skoðuðu kirkjuna í Holti spilaði hann úr ein- leiksverki eftir Bach, við mikla hrifningu gest- anna. “Við gáfum öjlum gestunum litlar gjafir og auðvitað fékk Ólafur Ragnar afmælisgjöf, hann var að halda upp á 55 ára afmælið sitt á ísafirði. Þegar Gunnar var búinn að afhenda for- setanum afmælisgjöfina ætlaði hann að spila af- mælissöngin. En forsetinn bað hann að vera svo vænan að sleppa því, hann væri búinn að heyra hann svo oft þennan daginn.” Þorbjörg Sigfús- dóttir (Tobba) vann listmuni sem voru til sýnis í kirkjunni. Hún gerði einnig saltfiskkerlinguna sem er bundin við pakkann. Á henni stendur “Kveðja frá Flateyri”.” A: gúsla gal' lcsenduin Víkunn- ir goða og einfalda uppskrift ið Bcssastaöakökunum, sem hún hakaði fyrir hejmsóknina, Hún segir að reyndar sé þetla alveg maka- laus uppskrilt, því hún sé í raun og veru engin. , I uppskriftina þarf smjör, magninu ræður maöur sjálfur og fer það eftir þvfr hvað upskriliin á að vera stór. Smörið er látiö kólna alveg í gegn. Kalda smjör- iö er stðan vigtað, jaírnikið aí’ hveiti og florsykri er sigtað santan við og allt hnoðað saman. Deigið er flatt út, kökur stungnar út, t.d. meö glasi. Súkkulaöi- baun sett ofan á hverja kttku. ,

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.