Vikan


Vikan - 28.05.1998, Side 44

Vikan - 28.05.1998, Side 44
f/ilCJHt f/(({íc/tt... Eiginmaðurinn og claður Kæri félagsráögjafi Hulda Gudmundsdóítir félagsráðgjafi svarar bréfum lesenda. Fvllsta trúnaðar er gætt og bréf birl undir dulefni. Sendið bréfin til: „Kæra Hulda“ Vikan, Seljavegi 2 101 Reykjavík. Hægt er að hringja í símsvara Vikunnar sími: 515-5690 IVf ér er sagt aö ég sé sjúklega af- brýöisöm. Maöurinn minn er myndarlegur, opinn »g skemmti- legur og hefur gaman af aö dansa. Viö förum stundum út meö vina- fólki okkar og þá enda kviildin alltaf meö hávaöarifrildi. Sjálfri finnst mér best aö sitja viö borð og spjalla á skcmmtistööum, en maöurinn minn vill sífcllt vera úti á dansgólfinu. Þaö þýöir auövit- aö að þegar hann er ekki að dansa viövinkonurokkar,þábýöurhann bara einhverri og cinhverri upp. Eg skil vel aö hann vilji dansa eitt- hvaö á biillum, en mér tinnst hann of glaölegur þegar hann er að dansa viö bláókunnugar stúikur og tala viö þær. Hann fullyröir aö hann myndi aldrei halda fram hjá mér en ég er ekki viss. Er það ekki merki um daöur og aö hann sé til í slaginn aö geta ekki setiö kyrr hjá konunni sinni og vinunum sem hann fer með út á ball? Ekki segja inér aö fara í dansskóla svo ég geti dansaö viö hann, ég hef engan áhuga á slíku. liestu kveðjur, ein 46 ára Kæra „46 ára” Þakka þér kærlega l'yrir bréfið. Einn ai' þínum möguleikum er að gleðjast yl'ir og vera slolt af því hve maðurinn þinn er flinkur og limur í danslistinni og skemmti- legurog vinsæll. Þú kýsl frekarað sitja við borð og ræða málin sem gelurlíka veriðágættogskemmli- legt og þú hefur fullan rétt á þínu sjónarmiði. Fólk er ólíkt og það þarf að læra að sætta sig við það og forðast ölund og afbrýðisemi sem eiga rætur í vanmetakennd og vantrausli sem olt vindur upp á sig. Þú þarfl að huga að og meta þína sterku þætti og byggja upp aukið traust á ntanninum þínum. Þið þyrl'tuð að þróa og rækta l'leiri áhugamál í sameiningu þar sem þið gelið gert margt sameiginlegt sem gefur lífinu aukinn tilgangog lyllingu. Foreldrarnir vilja ráða hvað ég lœri Kæra Hulda Mér fannst mjög gaman að lesa svörin frá þér í síðasta blaði og vona að þú getir hjálpað mér. Eg er tvítug og eraðljúkastúdentsprófi.Mig dreymir um að læra hár- greiðslu, en foreldrar mínir taka það ekki í mál. Pabbi er lögfræðingur og mamma hjúkrunarfræðingur og þau segja að ég VERÐI að fara í Háskólann. Eg er orðin hundleið á bóklegum fögum eftir öll þessi ár og mér er sagt að ég hafi allt til að bera til að verða góð hárgreiðslu- kona. Ef ég hlýði ekki for- eldrum mínum segja þau að ég verði að sjá um mig sjálf. Þau vilja ekki styðja mig í iðnnámi en segja að ég geti búið áfram heima í fríu fæði og húsnæði fari ég í Háskól- ann. Hvort á ég að hlýða þeim eða fylgja sannfæringu minni með öllu því basli sem því mögulega getur fylgt? Finnst þér rétt af foreldrum að ákveða fyrir börn sín hvað þau eigi að verða? Eg vona að ég þurfi ekki að bíða eftir svari þangað til í sumar! Kœrar kveðjur Halla Kæra Halla Þakka þér kærlega fyrir bréfið. Það gerist oft að for- eldrar vilja að börn sín feti í fótspor þeirra í námi og starfi eða nái jafnvel enn lengra en þeim sjálfum finnst þeir hafa náð. Og enginn vafi er á því aðforeldrarþínirviljaþérvel. En nú ert þú fullorðin og mikilvægt er til lengri tíma lit- ið að þú leggir út á starfsbraut sem þér líður vel með og án þess að liafa sektarkennd. Hárgreiðsla er mjög merki- leg starfsgrein. Hún er í senn iðngrein og listgrein sem gengur út á það að framkalla persónuleikaeinkenni manneskjunnar, velja og hanna klippingu og stíl sem á best við í hverju tilviki. Ég hygg þú eigir að láta þína eig- in löngun ráða í þessu vali þrátt fyrir andstöðu foreldr- anna. Fari svo að þú skiptir um skoðun geturðu alltaf síð- ar söðlað um og þá e.t.v. val- ið annað nám. Bestu kveðjur, Hulda Mér leiðist! Agæti félaysráðgjafi Fyrst vil ég fá að þakka Vik- unni fyrir það framtak að bjóða upp á þjónustu sem þína. Mér hefur lengi þótt vanta eitthvað þessu líkt í ís- lensk tímarit, en les gjarnan svona greinar í erlendum blöðum. Eg stend á erfiðum tíma- mótum og er að velta fyrir mér hvort þú getir ráðlagt mér hvað ég á að gera. Eg er að verða sjötug og hætti að vinna úti fyrir hálfu ári. Fyrst í stað naut ég þess að eiga tíma fyrir mig. Þá fór ég í heimsóknir og í leikhús, en nú finnst mér ég hafa allt of mikinn tíma og veit ekki hvernig ég á að verja honum. Mér býðst að taka að mér sjálfboöaliðastarf en finnst þrúgandi að binda mig aftur. Eg stend á algjörum kross- götum og held jafnvel að ég verði alveg eins óánægð ef ég bind mig aftur til að mæta á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Eg hef ekki mörg áhugamál og finnst efc nándar eins skemmtilegt núna að heimsækja vini mína og mér fannst fyrst eftir að ég hætti að vinna úti. Helduröu að ég hafi gott af að fara út á vinnumarkaðinn aftur, þótt í ólaunað starf sé, eða á ég að leita annarra leiða? fíestu kveðjur, ein sem vann úti í 50 ár Kæra „ein sem vann úti í 50 ár” Þakka þér fyrir áhugavert bréf. Þetta er algengt vanda- mál, sem þú kemur inn á, og það að þú skulir skrifa og að þig langar til að breyta lífi þínu sýnir að í þér býr lífs- orka og áhugi. Þetta eru erf- ið tímamót, en geta þó gef ýmsa möguleika ef vel er haldið. Eg mæli eindreg' með því að þú rifjir upp gör ul hugðarefni eins ogað sækja leikhús og óperu. Slíkt aut ar andann. Einnig að þú reyn- ir fyrir þér á sviði góðgerðar- starfsemi og líknarmála. Þac er síður en svo neitt að ]rví ac vera bundin við eitthvað aé hæfilegu marki. Slíkt skapa fasta punkta og stuðlar að li 1- gangi og öryggistilfinningu. Enn einn möguleiki er að sækja námskeið, fara e.t.v. í Tómstundaskólann, spila bridge. Ég legg samt hvað mesta áherslu á ofan- greind sjálfboðaliðastörf. Það er gefandi fyrir þig sjálfa að geta stutt og örvað aðra og margt bendir til að þú haf- ir miklu að miðla. Bestu kveðjur, Hulda Bestu kveðjur, Hulda

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.