Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 46

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 46
 Á LÆKNASTOFUNNI ÞORSTEINN NJÁLSSON HEIMILISLÆKNIR Mig langar til aö segja ykkurfrá vikunni minni á stofunni. Það er mikil fjölbreytni á stofu hjá heim- ilislœkni get ég sagt ykkur. En byrjum ná. Mánudagur Það var venju fremur mikið að gera hjá mér, því ritarinn minn var veikur og þurfti ég því að taka niður lyfjapant- anir og annað í síma sem hún hefur gert fyrir mig. Ég opn- aði stofuna því heldur seint og ég varð að biðja mitt góða fólk afsökunar á að vera seinn fyrir. Jóhannes var fyrstur á stofunni. Hann er á sjötugsaldri. Við hittumst fyrst fyrir 8 mánuðum, hann var slappur og þreyttur, ekk- ert hrifinn af því að koma til læknis. Náðum þó fljótt sam- an. Hann greindist með hækkaðan sykur, þ.e. sykur- sýki. Það sem hentaði hon- um var að fá skýrar upplýs- ingar og geta stjórnað þessu sjálfur. Við gengumst í málið og gengur allt vel í dag. Hann mælir blóðsykurinn reglulega sjálfur, passar mataræðið og blóðsykurinn. Hann sýndi mér mælingarn- ar. Við vorum báðir ánægðir með árangurinn. Þriðjudaqur Árný kom eftir hádegið. Henni líður ekki alltaf vel. Skildi við manninn fyrir nokkrum árum og kynntist nýjum. Sjálfsálit hennar er ekki gott. Nýi maðurinn er gull af manni og henni finnst hún ekki eiga svo gott skilið. Síðan flækir málið að hann er lítillega eldri og á börn af fyrra hjónabandi með til- heyrandi flækju. Við ræðum málin, hún er í reglulegri dá- leiðslumeðferð, sem hefur gjörbreytt sjálfsálitinu. Ætlar að skipta um umhverfi í sumar. Miðvikudaaur Magnea er rétt rúmlega fimmtug, en lítur út eins og 35 ára. Utitekin og hress. Hún haltrar, greinilega með verki í hægra hné. Við skoð- un kemur í ljós vökvi í hnénu og verkir á hnénu. Líkast til liðþófinn í hnénu sem er að láta í ljós einkenni. Lið- þófaráverkar eru algengir hjá íþróttafólki, sérstaklega skíða- og boltafólki. Hún var í handboltanum hér á árum áður og rifjaði upp að hnéð hefði valdið henni erfiðleik- um þá. Oftast þarf bara að tappa vökvanum af hnénu og gefa bólgueyðandi lyf í stuttan tíma til að þetta lag- ist, en stundum eru einkenni þrálát og er þá mælt með því að hnjáliðurinn verði spegl- aður. Dreg 15 ml af liðvökva úr hnénu og henni líður strax betur. Fær með sér lyfseðil á bólgueyðandi og verkjastill- andi lyf. Fimmtudaaur Bjarni er 18 mánaða, hann fékk eyrnabólgu fyrir viku síðan. Settur á lyf af barna- lækni í Reykjavík. Við skoð- un í dag er engin sýking en vökvi í báðum eyrum. Sigga, mamma hans segir hann ekki vera pirraðan lengur. Nú er rétt að bíða í 3-4 vikur og líta síðan á hann aftur og sjá hvað mikið er eftir af vökv- anum. Ég vara Siggu við því að hann geti fengið eyrna- bólgu aftur ofan í þennan vökva og því sé rétt að eiga verkjastíla heima. Flest börn jafna sig á nokkrum vikum eftir eyrnabólgur og aðeins fá þurfa rör og aðrar aðgerð- ir. Föstudagur Síminn hringir, helgin framundan og fólk að leggj- ast í ferðalög og þá þurfa all- ir að vera með lyfin sín. Ung- barnaskoðun er í dag, það er alltaf skemmtilegur tími. Börn eru mjög sérstakt fólk. Margt ber á góma í svona tímum og miklum upplýsing- um miðlað. Sérstaklega þægilegt að hafa samspil læknis, hjúkrunarfræðings og foreldra. Mér verður oft hugsað til þess hvar maður stæði ef maður ætti ekki börn sjálfur, því ekki er nú allt í bókum sem spurt er um í ungbarnaeftirlitinu. Eftir- miðdagurinn fór síðan í for- varnarstörf, tóbaksvarnar- nefnd, sem ég er í fyrirsvari fyrir og ræddi árangur af síð- asta ári. Sölutölur tóbaks hafa aldrei verið lægri á ís- landi. Húrra fyrir íslending- um!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.