Vikan


Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 47

Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 47
■ k v' r ,V\\ v v— ’ Hverju svarar lækniririu? Spurningar má senda til “Hverju svarar læknirinn?” Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykja- vík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál. Vinsamlegast látið nafn og heimilisfang fylgja með en bréf eru birt undir dulnefn- um. Þorsteinn Ég hef aldrei haft ofnæmi fyrir nokkrum sköpuðum hlut, en allt í einu núna er ég farin að fyllast af kvefí og fæ sviða í augun þegar gróðurinn fer að springa út. Ég hnerra þurrum hnerra óteljandi sinnum á dag og er með mikinn þrýsting í enni og í kringum nefíð. Ég er mjög slöpp með þessu, en er samt ekki með neinn liita. Mér leið líka svona í haust, en þess á milli fæ ég aldrei kvef. Getur þetta verið nýtilkomið ofnæmi og þá fyrir hverju? Anna Saga þín, Anna mín, er dæmigerð fyrir heymæði og er ofnæmi fyrir gróðri. Nú er frjótíminn byrjaður og margir að fá ofnæmisein- kenni, kláða, nefrennsli, rauðþrútin og fljótandi augu og kláða í hálsi og stökum sinnum asma. Ofnæmi fer vaxandi á höfuðborgar- svæðinu og stafar það líkast til af því að hér er orðin stærsta og fjölbreyttasta gróðurþekja á landinu. í apótekum er hægt að fá ofnæmislyf til inntöku sem slá á einkennin. Einkenni eru mismunandi eftir frjókornamagni í andrúm- slofti, en veðurstofan gefur upp frjótölur á sumrin, sem gerir fólki kleift að gera ráðstafanir, t.d. halda sig innandyra þegar frjómagn er hátt í andrúmslofti. Rigning er nokkuð öruggt veður að vera úti í því þá er frjómagn ekki mikið. í flestum til- vikum er engin ástæða að fara í ofnæmispróf, en sé maður með mikil einkenni er alltaf rétt að leita til heimilis- læknis sem vísar þér þá áfram til sérfræðings ef ástæða er fyrir hendi. Þorsteinn Kæri heimilislæknir Undanfarið hef ég átt mjög erfítt með svefn og bylti mér í rúminu langt fram eftir nóttu. Ég sef í tiltölulega nýju rúmi með mjúkri dýnu, en oftast hef ég sofið á hörð- um dýnum og ekki þótt þær betri. Ég vil ekki taka svefn- lyf en hef reynt að drekka heita drykki eins og soðið vatn eða fíóaða mjólk fyrir svefninn án árangurs. Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að fara í gönguferðir, en mér er sagt að þær geti mögulega hjálpað mér til að ná dýpri svefni. Neyðist ég til að fara alltaf út að ganga á kvöldin eða er til önnur og einfaldari lausn? Sigga. Sigga mín þú þarft að læra að slaka á og það hið allra fyrsta. Getur verið að þú sért alltaf að flýta þér. Göngu- ferðir eru góðar fyrir nótt- ina, en það er vonlaust að ráðleggja fólki eitthvað sem það nennir ekki að gera. Þú ættir að læra slökun, en ef þú nennir því ekki, gætir þú keypt slökunarspólur. Þær er hægt að fá víða, m.a. í Skip- holtsapóteki. Róandi tónlist er líka góð og veistu að það er frábært að slökkva bara á sjónvarpinu og fá sér góða bók, spil eða spjalla bara á kvöldin. Fréttir og spennu- myndir á kvöldin fara illa með svefninn hjá mörgum. Þorsteinn Kæri læknir Ég er 22 ára og leigi her- bergi í Reykjavík. Eftir að ég flutti hingað suður hef ég yf- irleitt borðað á vinnustaðn- um mfnum, sem er skyndi- bitastaður, eða kaupi mér pakkasúpur og slíkt. Þar sem ég þekki fáa í Reykjavík og nenni ekki að elda handa mér einni eru liðnir nokkrir mánuðir frá því ég borðaði síðast heitan “heimilismat”. Nýlega var mér boðið í mat til konu sem ég vinn með og varð illt í maganum um leið og ég var hálfnuð með diskinn mínum. Getur verið að maginn í mér þoli ekki Iengur heitan mat? Elín Dís. Það eru mikil hlaup greini- lega á þér, Elín Dís mín. Ekki veit ég hvort þú sért hætt að þola heitan mat. En margir sem draga úr eða hætta að borða kjöt kvarta um svipuð vandamál og þú. Vertu bara dugleg að borða ávexti og farðu og borðaðu öðru hvoru heila máltíð, t.d. kjöt, fisk eða grænmetisrétt sem innihalda nú öll nauð- synleg næringarefni. Veistu, að það er töluvert til af ódýr- um veitingastöðum sem bjóða upp á góðan mat, taktu vinnufélaga með út í hádeginu, eða sestu hjá ein- hverjum öðrum sem er stak- ur á veitingastað og spjall- aðu um leið. Þótt maður sé aldrei einn með sjálfum sér, er alltaf gott að blanda geði við aðra. Þorsteinn Kæri heimilislæknir Upp á síðkastið hef ég tek- ið eftir því að ég verð fárveik í maganum þegar ég borða mat af ýmsu tagi. Þá er ég ekki bara að meina feitt kjöt og sósur, heldur líka ef ég borða salöt sem eru með núðlum og fersku grænmeti. Mér verður illt um leið og ég hef kyngt sfðasta bitanum og held matnum ekki lengi niðri. Ég hef reynt að þreifa mig áfram með mat, en það virðist skipta litlu hvað ég borða, nema þá soðinn físk og soðnar kartöilur. Ér einhvers staðar hægt að ganga úr skugga um hvort maður sé haldinn mataróþoli og þá gagnvart hvaða fæðu- tegundum? Dóra Veistu Dóra, þú ættir að láta lækni líta á þig, svona einkenni geta bent til sjúk- dóms í maga og ætti að greina nákvæmlega. Þorsteinn Kæri heimilislæknir Ég er með miklar áhyggjur af vinkonu minni, sem léttist og léttist þótt hún borði vel. Hún er frekar hraust og aldrei þreytt en er stöðugt þyrst. Hún hefur farið í rann- sóknir, en ekkert fínnst að henni. Hún stundar enga lfk- amsrækt og hreyfir sig ekki mikið. Er eitthvert sérstakt fæði sem hún ætti að borða til að þyngjast? Sigrún Þetta hljómar líkt og efna- skiptin, skjaldkirtillinn, séu eitthvað úr lagi hjá vinkonu þinni, Sigrún mín. Spurning hvort hún ætti ekki að fara til síns læknis aftur og jafnvel leita að öðru áliti hjá öðrum lækni. Skynsamlegast er að biðja sinn lækni að benda á einhvern annan, því betur sjá augu en auga og engin lækn- ir er svo fullkominn að hann greini allt. Næringarráðgjaf- ar (gulu síðurnar) og nátt- úrulæknar (Kolbrún Björns- dóttir og Arnbjörg Linda Jó- hannesdóttir) geta leiðbeint um mataræði, en ekki fyrr en búið er að rannsaka hana vinkonu þína vel. Þorsteinn

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.