Vikan


Vikan - 28.05.1998, Síða 50

Vikan - 28.05.1998, Síða 50
Viðtal: Anna Kristine Magnúsdóttir Ljósmynd: Bragi Þór Jósefsson Sextán ára stelpur eru yfir- leitt ekki mikiö að gjóa augunum á fjórtán ára ung- lingspilta. Enda gerði Guð- laug Konráðsdóttir ekki mikið afþvíþegar hún hitti Örnólf Örnólfsson í Mý- vatnssveitinni fyrir 38 árum. Þar voru þau á sama sveitabœnum, Álftagerði, en hjá sitthvorum bóndanum, enda fjórbýli í Álftagerði. En þótt hún hafi kannski ekki tekið mikið eftir Örnólfi á þessum tíma, þá mundi hún að minnsta kosti eftir honum og þegar hún var gift kona og móðir í Garðabæn- um oghann giftur maður ogfað- ir þar í nágrenninu, kinkuðu þau kolli hvort til annars. Fyrir tæpum níu árum varð Guðlaug ekkja, þá 46 ára. Dótt- ir hennar, Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, var þá 17 ára og móðirin hafði engan áhuga á að kynnast öðrum mönnum; hvað þá að sækja skemmtistaði. Það er eiginlega Siggu Bein- teins og Grétari Örvars að þakka að Guðlaug lenti á Ömmu Lú, kvöldið sem íslend- ingar lentu í 4. sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva: "Eg fór aldrei á svona staði," segir Guðlaug. "Ég hafði einhvern tíma reynt að fara út að skemmta mér, en tóm- leikinn var aldrei meiri. Þetta kvöld, í maí 1992, ætlaði ég ásamt vinkonu minni á Súgfirð- ingaball með gömlum frænda hennar. Rétt fyrir kvöldmat hringdi vinkona mín í mig og sagði forsendur hafa breyst, frændinn ætli í matarboð með konunnisinni.Égbauðvinkonu minni að koma til mín í mat og horfa á keppnina og svo ákváð- um við að fara á Ömmu Lú, þar sem við vorum á annað borð komnar í sparifötin. Við mætt- um þangað klukkan ellefu - auðvitað í galtómt hús, því mér skilst að fólk mæti almennt ekki svo snemma á skemmtistaði! Við höfðum ekki setið þar lengi þegar þessi líka huggulegi mað- ur birtist. Var þar mættur strák- urinn úr Álftagerði, nú fráskil- inn maður." Það þarf ekkert að orðlengja það frekar, að frá þessu vor- kvöldi fyrir sex árum hafa þau verið saman og voru gefin sam- aníhjónabandíLágafellskirkju 9. maí. "Athöfnin var látlaus og róm- antísk," segir Guðlaug. "Við- staddir voru börnin okkar, barnabarnið, tilvonandi tengdadóttir og rúsínurnar í lífi okkar: Móðir Örnólfs, Stefanía Svaramennirnir með blómin í barminum eru rúsínurnar í lífi Guðlaug- ar og Örnólfs, faðir Guðlaugar, Konráð Gíslason, og móðir Örnólfs, Stefanía Ó.Guðmundsdóttir. Örnólfur Örnólfsson yngri, unnusta hans Bryndís, Ruth Örnólfsdóttir, Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir og dótt- ir hennar, Katrín Isbjörg. Ó. Guðmundsdóttir, sem er að verða 83 ára og pabbi minn, Konráð Gíslason, sem verður 95 ára í haust. Við fengum draumasöngvarann okkar, Ein- ar Júlíusson úr Keflavík, til að syngja fyrir okkur, sólin skein inn um gluggana allan tímann og þetta var yndisleg stund." Þegar Guðlaug er spurð hvort hana hafi órað fyrir því að hún ætti eftir að finna hamingjuna aftur segir hún: "Nei, þegar ég varð ekkja hvarflaði ekki að mér að ég yrði hamingjusöm á nýjan leik." Enhamingjanhefurheldurbet- ur f undið Guðlaugu. Hún geisl- ar af gleði og fram undan var brúðkaupsferðin, gjöf frá börn- unum þeirra: Flug til Akureyr- ar, gisting á hótel KEA, morg- un- og kvöldverður og miðar á Söngvaseið, sem Leikfélag Ak- ureyrar sýnir. Og það stendur ekki á svarinu þegar spurt er hvernig dóttir hennar hafi tek- ið því að mamma giftist á nýj- an leik, 55 ára að aldri: "Hún segir að þetta hafi verið einhver besti dagurinn í lífi sínu..." Lausn á krossgátu síðustu Viku LAUSN A SAKAMALASOGU A BLS. 16 Ég heiti Ben. Það var ég sem kom með eitrið frá Suð- ur-Ameríku. Og nú hef ég gert það sem vinnuveitandi minn skipaði mér að gera. Ég er búinn að prófa eitrið á lifandi fólki. Munið smásagnasamkeppni Vikunnar. Skilafrestur til 17. júní. Glœsileg verðlaun. Sjá nánar bls. 18

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.