Vikan


Vikan - 28.05.1998, Page 55

Vikan - 28.05.1998, Page 55
ekki missa ••• Bjarna Ara og Elvis Presley. Nei, nei, við bara segjum svona, en hitt er annað mál að þáttur Bjarna Ara milli klukkan eitt og fjögur á daginn á Aðalstöðinni er frábær fyrir þá sem vilja hlusta á fallegar og rómantískar ballöður. Elvis bregður stund- um fyrir en flest lögin, sem Bjarni spilar fyrir hlustendur, eru þess eðlis að það er ekki hægt annað en syngja með. Það er til dæm- is gleðilegt að bíða syngjandi á rauðu ljósi... ...því að upplifa sumarstemmningu í Lysti- garðínum 1 BorgameSÍ, sem kvenfélagskonur hönnuðu svo listilega. Það er miklu skemmtilegra að sitja þar í dýrðinni og fá sér nesti t.d. kaffibolla og brauðsneið, heldur en að sitja inni í sjoppu og borða skyndimat... ...því að líta við í Kántríbæ hjá Hallbirni ef þú átt leið um Skagaströnd. Nýi Kántríbærinn opnar í júlí og það gerir ekkert til þótt þú sért fyrr á ferðinni; það hefur aldrei neinn tapað á því að fylgjast með framkvæmdum... ...einni virtustu dansmey Indlands, Archana Joglekar, sem kemur á hingað á listahátíð í tilefni 50 ára lýðveldis Indlands, en hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir glæsilega túlkun sína. Archana kemurekkieinhingaðtillands því með henni er “gúrúinn” hennar: Mamma hennar, sem sér um að klæða hana í glæsilegan, indverskan klæðnað. Archana fer ekkert án mömmu sinnar... Þið getið séð Archana í Iðnó dagana 6. og7. júní kl. 20:00... 03 591 124 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.