Vikan


Vikan - 16.02.1999, Page 55

Vikan - 16.02.1999, Page 55
Kona Vikunnar ...fallegu bókinni „Ljóð í lykkjum. Flíkur til að prjóna“ eftir Solveigu Hisdal. PP Forlag, Ármúla, gefur bókina út en hún á eftir að gefa öllu hannyrðafólki og hönnuðum innblástur. Fallegar flíkur, einstakir litir og góð myndataka gerir bókina eigulega. Ekki missa af...The Alienist eftir Caleb Carr. Þetta er frábærlega spennandi sakamálasaga sem gerist í New York t fyrir aldamótin síðustu. Nútímarannsóknartækni er ryðja sér til rúms hægt og hægt og mönnum er að nast ný þekking á sálarlífi mannsins. Fjöldamorðingi tgur laus og nokkrar ákaflega ólíkar manneskjur ma saman og leysa málið. Öll eiga þau það þó sam- eiginlegt að fara ekki troðnar slóðir í viðhorfum sínum og lífsmáta. ... Að fara í sparifötin og mála þig einhvern tíma þótt þú ætlir bara að skreppa í búðir eða heimsækja einhvern sem þú þekkir vel. Kannski færðu óvænt hrós sem gleður þig mikið og jafn- vel þótt það gerist ekki þá mun þér líða vel. Þóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri flugfélagsins Atlanta, er einhver mesta kjarnorkukona landsins. Hún og eiginmaður hennar Arngrímur Jónsson hafa byggt fyrirtækið upp frá grunni og reka það í sameiningu. I mars fer Þora utan og tekur við titlinum “framsæknasti frumkvöðull meðal evrópskra kvenna”. 1. Hvað gerir þig glaða? Það þarf lítið til að gera mig glaða. Það sem gerir mig mest glaða er að fjölskylda mín er heilbrigð og hamingjusöm, þá er svo stutt í brosið og jákvæðnina. 2. Hvað gerir þig leiða? Ofriður og valdatafl sem ríkir víða í heiminum og bitnar á saklausu fólki. 3. Hvar líður þér best? Tvímælalaust heima hjá mér. 4. Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Ég á mann og börn og get síst verið án þeirra. 5. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvætt fólk. 6. Hvað líkar þér best í fari fólks? Að fólk sé heiðarlegt og jákvætt. 7. Hverju vildir þú helst breyta í lífi þínu ef þú ættir þess kost? Engu. Lífið er til að takast á við það. Vikan R|

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.