Vikan


Vikan - 15.03.1999, Side 2

Vikan - 15.03.1999, Side 2
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Björn Blöndal Forsíðustúlkan Nær fram Íví besta í verri konu Það er Helga Sæunn Árnadóttir, förðun- arfræðingur og sölumaður No Name snyrtivara sem skreytir forsíðu Vikunnar í gervi Marilyn Monroe. Helga er 27 ára og lauk prófi frá förðunarskóla Línu Rut- ar fyrir sjö árum og hefur starfað fyrir No Name í tvö ár. Hún er einnig nýbyrj- uð að kenna Ijósmyndaförðun við förð- unarskóla No Name. Hún segir alla förð- unarfræðinga skoða mikið förðun fyrri tíma. Við leitum mikið í fortíðina, líkt og tíðkast í tískuiðnað- inum almennt. Förðunarstfll kemur upp aftur og aftur, við tileinkum okkur það gamla og útfærum það á ný- stárlegan hátt.“ En hefur Helga Sœunn alltaf haft áhuga áförðun? „Já, alveg frá því að ég var barn. Þegar ég var ung- lingur málaði ég mig mjög mikið en fjórtán, fimmtán ára ákvað ég að læra hvern- ig ætti að fara með snyrti- vörur. Ég fór utan og var í eitt ár en þegar ég kom til baka ákvað ég að hella mér út í námið. Áhuginn hefur síst minnkað eftir að ég fór að vinna við þetta og nú er að fara af stað kennsla í leikhús- og kvikmyndaförð- un í No Name skólanum og ég mun aðstoða Birtu Björnsdóttur við kennslu í tímabilaförðun. Ég hlakka mikið til að taka þátt í þessu verkefni því þar verð- ur farið í hvernig eigi að skapa persónur, týpur og búa til „special effects“ sem kannski má bara kalla brögð á íslensku.“ Helga segir hugmyndina að gervi hennar á forsíð- unni hafa fæðst þegar verið var að taka myndir fyrir almanak No Name. Venju- lega hafi almanakið eitt- hvert þema og að þessu sinni hafi verið ákveðið að sýna förðun eins og hún tíðkaðist á mismunandi tímabilum. „Marilyn er frá sjötta ára- tugnum, önnur stúlka var I förðuð eins og algengt var á I millistríðsárunum og enn I ein var frönsk maddama frá I í kringum 1770,“ segir I Helga Sæunn. I En hvers vegna valdi liún Marilyn Monroe, er hún í sérstöku uppáhaldx? „Þetta var auðvitað mjög falleg og einstaklega kyn- þokkafull kona. Kannski svolítið væmin en fyrst og fremst var skemmtileet að prófa að bregða sér í gervi annarrar manneskju.“ Eru aðrar konur sarn- mála, biðja þœr Helgu Sœ- unni ef til vill um að gera þœr í útliti eins og ein- hverja tiltekna kvikmynda- stjörnu? „Nei, þær biðja ekki um það í dag. Fyrst og fremst biðja þær um hefðbundna förðun. Flestar konur, sem ekki eru vanar að mála sig mikið, yrðu bara hræddar ef við förðuðum þær líkt og gert er fyrir myndatökur eins og þessa. Við reynum fyrst og fremst að draga fram það besta í útliti hverrar konu.“ En hvað er það semfyrst ogfremst einkennir förðun eins og Marilyn Monroe notaði? „Það eru fölsku augna- hárin, ekki þessi þéttu held- ur svona smávængir út til hliðanna. Lítil augnmálning, augnlokið er málað ljóst og svokölluð sökkullína, sem er línan alveg upp við augn- beinið, er skyggð með ljós- brúnum litum. Eyeliner er dregin langt út fyrir augn- lokið til að skapa þetta seiðandi augnaráð og svo auðvitað rauði varaliturinn sem hún notaði og fer aldrei úr tísku.“ Hvað er þá helst í tísku núna? „Það sem kallað er „smokie look“ Fyrst er dreg- in lína með svörtum blýanti yfir augnhvarmana og síðan er dökkur augnskuggi settur yfir allt augnlokið og undir augun. Þá er notaður svartur augnblýantur og hann „maskaður út“ við gagnaug- að. Bleikt er líka vinsælt núna og það er mjög smart sé það ekki of mikið. Margar konur hafa reynt að líkja eftir útliti gyðjunn- ar Marilyn Monroe og það verður að viðurkenna að þeim hefur tekist misjafn- lega vel upp. Helga Sæunn er glæsileg og sómir sér vel í hlutverkinu. 2

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.