Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 4
Kceri lesandi...
„Þvígleymi ég aldrei“
- 50.000 króna
verolaun
fyrir bestu frásögnina
Y Yefurðu ekki lent' einhveríu ótrúlegu? Einhverju svo sérstöku að
l—■# þú gleymir því aldrei en gœtir hugsað þér að segja frá? Ef svo er
M J.. þá er samkeppnin „Því gleymi ég aldrei“ kannski rétti vettvangur-
inn fyrir frásögn þína. Og það eru vegleg verðlaun i boði!
Eins og ég greindi frá í síðasta ritstjórapistli verða ýmsar nýjungar í
blaðinu nú á vordögum þar sem Vikan hefur stœkkað og blaðið mun
koma út íhverri viku frá og með maímánuði. Ein þessara nýjunga er samkeppnin um ótrúlega lífsreynslusögu. Vikan
greiðir 50.000 krónur fyrir mögnuðustu frásögnina.
Þið sem lumið á ótrúlegri frásögn ættuð ekki að hika við að senda hana til Vikunnar fyrir 15. apid. Æskileg lengd ei
tvær vélritaðar síður og munið að láta nafn, heimilisfang og simanúmer fylgja með. Utanáskriftin er. Samkeppnin „Þvi
gleymi ég aldrei", Vikan - Seljavegi 2, 101 Reykjavík.
Nánar verður greint frá þessu í nœstu Viku.
En hugum að þessari Viku þvíafnógu er að taka. Systur giftust brœðrum, fertug kona á von á sínu tuttugasta barni,
kaldir karlar fá útrás í kajakklúbbnum, Marentza Poulsen kennir okkur að töfra fram veislumat á páskaborðið og Mar-
grét Hallgrímsson útbýr persónuleg og skemmtileg páskaegg með börnum sínum. Þetta og margt fleira athyglisvert er að
finna í Vikunni. ,
En ég vek sérstaka athygli á greininni um „móralinn“ á kvennavinnustöðum (bls. 16). Þar er rætt við Þoikötlu Aðal-
steinsdóttur sálfræðing sem m.a. hefur haldið fjölda námskeiða um vinnustaðasálfræði. Upphaf málsins vai þannig að
lesandi Vikunnar hringdi ímig og óskaði eftir umfjöllun um samskipti kvenna á vinnustöðum. „Oft er okkur konum lýst
sem mjúkum og skilningsríkum, en mín reynsla er sú að konur geta verið andstyggilegar hver við aðra i vinnunni , sagði
lesandi blaðsins. Þórkatla var spurð út íþessi mál og íþessari áhugaverðu grein segir hún m.a.:
„ Vinkonuhlutverkið verður stundum alltof stór hluti af myndinni á vinnustaðnum. Við bókstaflega „sukkum t diama-
tíkinni". Við viljum vera allt í öllu og leika öll hlutverkin; við viljum vera húsmæður og mœður, vinkonur og konur á
framabraut og svo blöndum við þessu öllu saman í einn hrœrigraut. “
Þórkatla kemur inn á margt fleira en gaman væri að fá ykkar viðbrögð við þessu málefni. Sendið Vikunni Unu eða slá-
ið á þráðinn til mín efþið viljið tjá ykkur á síðum blaðsins um andrúmsloftið á kvennavinnustöðum.
En um fram allt:
Njótið Vikunnar. . .
Sigríður Arnardóttir ritstjóri
Jóhanna
Harðardóttir
ritstjóra-
fulltrúi
Þórunn Steingerður
Stefánsdóttir Steinars-
blaðamaður dóttir
blaðamaður
w
Kristín
Guðmunds-
dóttir
auglýsinga-
stjóri
Guðmundur
Ragnar
Steingrímsson
Grafískur
hönnuður
Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður Magnús Flreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J.
Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra
Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Sími:
515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir
Sími: 515 5637 Blaðamenn Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 «
5653 Thorunn@frodi.is og Steingerður Steinarsdóttir Sími:515 '
5569 Auglýsingastjóri Kristín Guðmundsdóttir Sími: 515 5628
Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli
Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar
Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískur hönnuður Guðmundur
Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift
ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Þr eintak . Ef greitt er
með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið í Prentsmiðjunni Odda
hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Áskriftarsími:
515 5555