Vikan


Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 10

Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 10
Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Gunnar Gunnarsson Systurnar Dagný og Gréta eru giftar bræðrunum Friðrik og Ingólfi „Við bræðurnir vorum bara úti að keyra á rúntinum þegar þær birtust og flekuðu okkur!“ segir Friðrik og það verður almennur hlátur í stof- unni. Það er einstaklega stutt í kátínuna hjá þessu hjónapari, tveim systrum og tveim bræðrum sem eru gift innbyrðis. Nei, þetta var sko ekki svona,“ segir Gréta, konan hans, og Ingólfur, mágur hennar, tekur undir það og segir okkur sannleikann um það hvernig þau kynntust. „ Við vorum nokkrir strákar, meðal annars við bræðurnir, á rúntinum á okkar bíl og þær í öðrum. Við keyrðum lengi á eftir þeim og þegar þær stopp- uðu stökk Arni, kunningi okkar, út úr bílnum teygði sig inn um hliðargluggann og tók lyklana úr svissinum hjá þeim. Við vorum að safna mannskap í rútu á sveitaball austur að Hvoli og þær fengu ekki lyklana aftur fyrr en þær voru búnar að lofa að koma með okk- ur.“ „ Og við fórum með þeim og meira að segja fórum við nokkra hringi á rúntinum með þeim líka,“ segir Dag- ný. „ Við sögðum þeim að við værum af dönskum kon- ungsættum og þær féllu al- veg fyrir því“ segir Friðrik. „Já, en svikin komust upp og við erum enn í sárum systurnar," segir önnur þeirra og enn er hlegið tröllahlátri. í sama brúðar- kjólnum Þannig byrjaði ævintýrið um systurnar tvær sem giftust bræðrunum tveim. Gréta og Dagný Guðmundsdætur voru aldar upp í hópi sex systkina við Rauðhóla, rétt austan Reykjavíkur. Það er þriggja ára aldursmunur á þeim systrunum og þær hafa verið mjög samrýndar allt frá því þær voru smábörn. Bræðurnir Friðrik og Ingólfur Jónssynir voru ald- ir upp í Bústaðahverfinu sem var eiginlega uppi í sveit líka á þessum tíma. Það er líka þriggja ára ald- ursmunur á þeim og þeir hafa líka alltaf verið vinir síðan í bernsku. „ Við fjögur þekktumst ekkert á þessum árum. Það var ekki fyrr en þarna á unglingsárunum að við kynntumst öll á rúntinum sama kvöldið en ástin kviknaði ekki strax hjá neinu okkar. Það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna sem Dagný og Ingólfur byrjuðu að vera saman. Og svo liðu enn nokkrir mánuðir þangað til Gréta og Friðrik fóru að vera saman. Dagný og Ingólfur giftu sig líka á und- an sem var mjög heppilegt því þá gátum við systurnar notað sama brúðarkjólinn," Þroskuðust saman „Það eru fordæmi fyrir svona systkinabrúðkaupum í ættinni því móðursystur okkar Frikka voru giftar bræðrum,“ segir Ingólfur. „Tengdamömmu fannst það alveg frábær tilhögun þegar við tókum saman, þetta er allt mjög einfalt og þægi- legt.“ Dagný og Ingólfur fóru að búa og giftu sig árið 1970 en Gréta og Friðrik árið 1971. Systurnar voru góðar vinkonur fyrir og sama mátti segja um bræðurna og vináttuböndin milli þeirra styrktust enn frekar við tengslin. „ Við höfum alltaf verið að færast nær og nær hvert öðru gegnum tíðina og meira að segja núna síð- ustu árin finnum við hvað við erum alltaf að verða betri og betri vinir“. Fjórmenningarnir hafa verið samferða allt frá ung- lingsárunum og hafa haldið hópinn gegnum þykkt og þunnt. Þau hafa búið í ná- grenni hvert við annað og samgangurinn varð strax mikill. Þau byrjuðu að eign- ast börnin um svipað leiti og eiga tvö börn hvor hjón (eldri börn beggja hjónanna eru fædd í ágúst og yngri í mai!) Meðan börnin voru lítil var t.d. farið í sameigin- legar útilegur á sumrin og börnin kynntust mjög vel því þau voru nánast alin upp saman. Nú eru þau jafn samrýnd og foreldrarnir. Þrátt fyrir þennan mikla skyldleika eru þau ekkert líkari en önnur systkina- börn, en foreldrarnir segja að þau hafi þó mjög lfkt skapferli og það séu viss ættareinkenni sem skili sér mjög sterkt bæði í börnun- um og barnabörnunum. Samheldnin í fjölskyld- unni er auðvitað mikil því skyldleikinn er svo sterkur og fjölskylduboðin eru mörg og stór. Slettist aldrei upp á vinskapinn „Við rífumst aldrei“ segir Dagný.„Það er í mesta lagi að við systurnar setjum stundum upp ættarsvipinn," bætir Gréta við og enn er hlegið. „ Okkur kemur alveg ótrúlega vel saman. Það er alveg sama hvort við erum að vinna við eitthvað eða skemmta okkur það slettist aldrei upp á vinskapinn. Það er auðvitað skiljanlegt, þetta er orðin svo löng sam- vera og við þekkjumst öll svo vel. Þetta byggist allt á því að þekkja hvert annað og virða persónuleika hvers annars. Stundum þegjum við saman og það er líka mjög góð nærvera. Það kemur oft fyrir þegar við erum að vinna saman í hest- húsinu eða bústaðnum að við byrjum allt í einu að tala um sama hlutinn upp úr eins manns hljóði. Þetta er eins og hugsanaflutningur, við erum orðin svo andlega skyld.“ „ Manstu í Valencia!?“ segir Dagný og það kemur bros yfir allan hópinn. 10 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.