Vikan


Vikan - 15.03.1999, Síða 20

Vikan - 15.03.1999, Síða 20
I FYRIR BREYTINGU 20 Vikaii Hafdís Hannesdóttir er kona á besta aldri. Hún er heimavinnandi og situr í stjórn ýmissa félaga. Hún hugsar lítið um útlit sitt og fer ekki troðnar slóðir varðandi fataval. Hér er Hafdís í blússu með stroffi að neðan. Þar sem vöxtur hennar er sporöskjulagaður myndar blússan kúlu framan á maganum og fyrir bragðið virkar Hafdís meiri um sig. Hún ætti að velja síðari yf- irflík með beinum línum. Buxurnar eru niðurmjóar en þar sem Hafdís er með frekar sver hné ætti hún að velja beinna snið. Bolur- inn sem hún klæðist er ljós- grár og með rúnnað hálsmál en betra væri að hún veldi sér flegn- ara hálsmál, þar sem hún er hálsstutt. Kona sem er með sporöskjulagaðan vöxt á að klæðast beinum línum og nýta sér axlapúða til þess að hækka sjónlínuna og draga athyglina frá breiðu mitti. Einnig þurfa konur sem eru þannig vaxnar, og auk þess með stór brjóst, að nota flegin hálsmál til þess að létta á efri hluta líkamans. Gleraugun eru í of hlýjum litatónum og aðeins of stór og köntuð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.