Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 21
? Plifei
L
Umsjón: Anna F. Gunnarsdóttir, Anna og útlitið Myndir: Bragi Þ. Jósefsson Förðun: Eva Arna Ragnarsdóttir förðunar- og
snyrtifræðingur, Snyrtistofan Helena fagra Hár: Marý hárgreiðslunemi, Hár- og snyrtihús Ónix
Fatnaður: Ceres, Nýbýlavegi 12 Gleraugu: Ég C gleraugnaverslun, Hamraborg 10
1 Hafdís er förðuð með mildum en
köldum litatónum. Varaliturinn er
hafður dökkur til þess að ná fram
skörpum andstæðum í andlitinu.
Einnig eru augabrúnirnar dekktar til
þess að skerpa augnsvæðið. Hafdís er
ekki vön að mála sig og þess vegna
var förðunin höfð í mildum litum.
Hafdís gránar mjög fallega og
þess vegna er háraliturinn
látinn njóta sín. Stutt hárið
var blásið til þess að gefa
því fyllingu og samtímis
lengir það andlitsfallið.
2 Hafdís klæðist hér einlitri, blárri
buxnadrakt. Draktin er með löngum
línum og góða axlabyggingu sem
hækkar sjónlínuna frá miðjum líkam-
anum. Langar línurnar fá konuna til
þess að virka lengri og grennri. Klauf-
arnar í hliðum jakkans lengja fótalín-
una, eða neðri hluta líkamans. Ég
valdi bláa litinn vegna þess að Hafdís
er köld í litgreiningu. Skyrtan er höfð
utanáliggjandi til þess að létta á háls-
inum og hækka sjónlínuna frá miðjum
líkamanum. Titaniumgleraugun eru
mjög létt. Áherslan er á efra augns-
væðið til þess að draga athyglina frá
þreytubaugum undir augum.
3 Skyrtan og pilsið er upplagður
klæðnaður fyrir sumarið. Mynstr-
ið í efninu myndar langlínur sem
lengja og grenna. Hafdís er stór-
beinótt og hana klæðir best stór-
mynstraður fatnaður. Pilsið er
sítt og lengir fótalínuna. Gleraug-
un, sem eru úr titanium, eru
sportleg, með umgjörð allan
hringinn.
Þennan fatnað er hægt
að setja saman á marga
vegu. Hægt er að nota
ljósbláu skyrtuna við pils-
ið, þar sem Ijósblár litur
er í blómunum, og nota
draktarjakkann með pils-
inu. Einnig er hægt að
nota rósóttu skyrtuna
með buxnadraktinni og
hægt er að vera í dressinu
einu sér eða með jakkan-
um utan yfír.