Vikan - 15.03.1999, Side 28
Konur og FuU'íl ŒPTÍW'
_________o o_________
KANN$KI ER>J KARLMENN AFBRÝÐISAMIR
ut i raoTulmœfnnp'u kvennai
Ragnheiður Ei-
ríksdóttir
hjúkrunar-
fræðingur segir
að undramátt-
ur snípsins sé alls engin ný
vísindi. „Árið 1943 skrifað
Alfred Kinsey bók sem olli
miklu uppnámi. I bókinni er
fjallað um konuna sem kyn-
veru og í rauninni var Kins-
ey sá fyrsti sem talaði um
konuna sem slíka. Hann var
mikill brautryðjandi og varð
fyrstur til þess að benda á
að snípurinn væri mikilvæg-
asta líffærið og kenning
Freud um að konan væri
fyrst búin að ná kynferðis-
legum þroska þegar hún
gæti fengið leggangafull-
nægingu væri í raun bull og
vitleysa.
Síðustu tuttugu árin hefur
mikið verið ritað og rætt um
snípinn og svo hinn dular-
fulla G-blett. Rannsóknir
leiddu í Ijós að sumar konur
hafa sérlega kynnæman
blett á framanverðum vegg
legganganna og vísinda-
menn vildu jafnvel halda
því fram að það væri algjör-
lega nauðsynlegt að finna
blettinn til þess að geta not-
ið kynlífsins til fullnustu.
Síðan hafa margir streðað
við að finna blettinn dular-
fulla með misjöfnum ár-
angri. Nýrri rannsóknir sýna
að í raun liggja taugaendar
á miklu stærra svæði á fram-
vegg legganganna en áður
var talið, ekki bara á ein-
hverjum litlum töfrabletti.
Þetta tengist nýlegri um-
ræðu um að snípurinn sé í
rauninni miklu stærra og
jafnvel tíu sinnum næmara
líffæri en áður var talið. Það
má segja að litli hnappurinn
sem sést og liggur ofan við
þvagrásarop konunnar sé
aðeins toppurinn á ísjakan-
um því hann er í raun
tengdur mun stærra svæði
sem liggur lárétt inn á við í
grindarholið og niður og út
í skapabarmana. Það er líka
skemmtilegt að skoða fóst-
urfræðilegan skyldleika
kynfæra kvenna og karla.
Það má segja að snípurinn
sé samsvarandi kónginum á
karlmannslimnum, sá hluti
snípsins sem liggur inn á við
í grindarholið samsvari
skafti limsins og innri
skapabarmarnir pungnum.
Skapaopið er þá þar sem
röndin liggur upp eftir
miðju pungsins."
Ert þú í raun og veru
að segja með þessu að
leggangafullnæging sé
ekki til?
„Við konur vitum nú
flestar að leggöngin
eru að minnsta kosti
ekki nauðsynleg til að
fá góða fullnægingu. Ef
við gefum okkur að
snípurinn sé jafn stór
og næmur eins og ég
var að tala um áðan er
erfitt að ímynda sér þá
stellingu sem gefur
eingöngu örvun í
leggöngunt. Reyndar
eru til sérstakar stell-
ingar og aðferðir til
þess að ákveðinn núningur
komi til og örvi snípinn við
samfarir og sum pör hafa
lagt mikið á sig við að stilla
lífbeinin nákvæmlega af og
hreyfa mjaðmagrind eftir
nákvæmu ferli til að ná tak-
markinu. Þetta er bara svo
mikið vesen allt saman! í
rauninni finnst mér skyn-
samlegast að tala ekki um
þessa einangruðu legganga-
fullnægingu. Þegar kona
örvast kynferðislega eykst
blóðflæðið til kynfæranna,
þar með talið snípsins og
hann stækkar og verður
næmari. Ef konan fær ekki
fullnægingu við munngælur
eða annað fyrir sjálfar sam-
farirnar eru kynfæri hennar
samt orðin næm og örvuð
þegar kemur að samförun-
um og þess vegna finnst
mér skynsamlegast að tala
um kynfærafullnægingu í
samförum.“
Hvað vilt þú segja um
mismunandi viðbrögð karla
og kvenna eftir fullnæg-
ingu?
„Karlmaðurinn sem snýr
sér á hina hliðina er vel
þekkt fyrirbæri. En auðvit-
að er til fullt af karlmönn-
um sem vilja kela heilmikið
við ástkonu sína eftir sam-
farir. Mér leiðist eiginlega
svona alhæfing. Það er líka
til fullt af konum sem hálf-
partinn lamast eftir öfluga
fullnægingu og verða ósköp
latar. En það er líffræðileg
staðreynd að eftir fullnæg-
ingu losnar um boðefni í
heila karla sem valda þess-
ari syfju. Það er hinsvegar
algegnara meðal kvenna að
þær fái fleiri en eina full-
nægingu í ástarleiknum.“
Talandi um raðfullnæg-
ingu, eru margar konur sem
ná því takmarki?
„Já, vissulega, og þær sem
ekki hafa upplifað það geta
oft þjálfað upp þennan eig-
inleika. Og ekki skyldi
gleyma því að sumir karla
fá raðfullnægingu þó að það
sé frekar óalgengt."
Er fullnæging ekki bara
spurning um réttan maka?
Á fólk ekki misjafnlega vel
saman kynferðislega?
„Kynlífsrannsóknir sýna
að kynhegðun mannsins er
eitt það flóknasta sem hægt
er að rannsaka í fari manns-
ins. Þar kemur til flók-
ið samspil lífeðlis-
fræðilegra, líkamlegra,
andlegra og félags-
legra þátta. Þú getur
verið með sama
manninum lengi og
aldrei fengið fullnæg-
ingu og svo getur þú
verið með öðrum
manni og upplifað
raðfullnægingu.
Spurningin er auðvit-
að hvað orsakar þetta.
Er limur hins manns-
ins betur fallinn til
þess að örva næm
svæði í kynfærum þín-
um eða er það nýjung-
in sem örvar þig? Það
er mjög flókið að átta
sig á ástæðunum sem geta
verið bæði líffræðilegar og
tilfinningalegar.
Annars frétti ég um dag-
inn af merkilegu fyrirbæri.
Það kemur nefnilega í ljós
að þriðjungur kvenna hefur
gert sér upp fullnægingu.
Þegar þessi hópur er rann-
sakaður kemur í ljós að
þessar konur hafa fyrr byrj-
að að stunda sjálfsfróun,
þær hafa sterka kynferðis-
lega sjálfsmynd, eru virkari
kynferðislega og eiga fleiri
rekkjunauta. Þetta finnst
mér mjög merkilegt og það
er skemmtilegt að velta
þessu fyrir sér.“
28 Vikan