Vikan


Vikan - 15.03.1999, Side 40

Vikan - 15.03.1999, Side 40
Föndur Skrautleg egg sem setja vorlcgan svip á heimilið. Það má einnig nota hug- myndir að mynstrum hér fyrir neðan við málunina. Máluð egg Máluð egg setja páska- stemmningu í húsið. Maður þarf ekki að vera listamaður til mála falleg og skrautleg egg. Það er nóg að verða sér úti um hænuegg eða tréegg, pensla og fallega liti. Hægt er að fá lítil tréegg með lykkju sem má mála og hengja á páskagreinar (sjá: Vænt og grænt bls. 56). Annars er það bara hug- myndaflugið sem gildir! Sprungið egg Sprungna eggið lítur út eins og það sé ævagamalt en það er ekki mikill vandi að ná fram þessari áferð. Það sem þú þarft: Tréegg (fœst í föndurbúðum) 2 akrýllitir (t.d. FolkArt) Crackle Medium frá Folk Art Pensill E.t.v. föndurlakk Aðferð: Fyrst er tréeggið málað með öðrum litnum (hér not- aður dökkgrænn) og látið þorna vel. Þá er Crackle Medium borið á með pensli og látið þorna. Farið aðeins eina urnferð svo efnið hlaupi ekki í kekki. Því næst er litur númer tvö borinn á (hér gulur) og því þykkari sem hann er hafður, þeim mun grófari verða sprungurnar. Og sjá - eftir aðeins nokkrar mínútur byrja sprungurnar að koma í ljós! Að lokum má lakka eggið þannig að það glansi og hægt sé að strjúka af því rykk og óhrein- indi seinna meir. Að tæma hænuegg Það vex mörgum í augum að tæma hænuegg eða „blása“ þau, eins og það er oft kallað. En þetta er ekki eins mikill vandi og það sýnist í fljótu bragði. Stingið með grófri nál í báða enda eggsins og blásið eða sjúgið úr því.Ti! að létta verkið má stinga nálinni í gatið öðru hverju meðan blásið er til að auka rennslið. Fyrir þá sem ekki nenna eða vilja „blása“ má benda á að í apótekum fást fíngerðar sprautur sem soga má með úr eggjunum. 40 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.