Vikan


Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 51

Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 51
„Illugi stcndur sig vel!“ segir Inga Þóra sem hvetur stelpur til að taka þátt í keppninni r “qfí. "?!< ri rriTfcr i Inga Þóra Ingvarsdóttir, sem ásamt félögum sínum keppir fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur, á ekki í vandræðum með að svara spurningum llluga Jökulssonar í keppninni. Sjónvarpsáhorfendur halda niðri í sér andanum meðan Inga Þóra svarar viðstöðulaust hverri spurningunni á fætur annarri. Hvernig er það, Inga Þóra, ertu með al- gjöran límheila? „Ekki vil ég nú segja það en ég er haldin mikilli fróð- leiksfýsn og les mikið. Ég les eiginlega allt sem á vegi mínum verður; fræðibækur, skáldsögur og tímarit. Ég hef mikinn áhuga á bók- menntum og listum. Ég hlusta líka mikið á tónlist og eiginlega má kalla mig algjöra alætu á tónlist. Mest hlusta ég á klassíska tónlist og eldri dægurtónlist.“ Inga Þóra gerir ekki mik- ið úr áhuga sínum á íþrótt- um þótt það vefjist ekki fyr- ir henni að svara spurning- um þeim tengdum. „Ég gef mig nú ekki út fyrir að vera áhugamanneskja um íþrótt- ir. Það sem ég veit um þær er svona eitthvað sem hefur síast inn. Ég var ekki í íþróttum sem stelpa, aftur á móti var ég í myndlistar- skóla.“ Inga Þóra er dóttir þeirra Ingvars Christiansens, birgðavarðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Gíslínu Björnsdóttur gjaldkera. Hún á eina hálfsystur. Hún segir að stundum hafi verið spilað Trivial Persuit á heimilinu en áhuginn á spurningakeppnum sé nú ekkert endilega þaðan runninn. „Ég tók nú bara þátt í keppninni upp á mitt einsdæmi.'1 Þetta er fjórða árið sem hún tekur þátt í keppninni en hún hefur keppt fyrir hönd MH frá því hún var á fyrsta námsári. „Fyrsta árið var ég voðalega stressuð en það hefur minnkað með hverju ár- inu. Annars verður að vera svolítið stress í gangi, ekki gengur að sofna yfir spurningun- um! Én þarna verður að finna hárrétt jafnvægi því of mik- ið stress getur skaðað.“ Nú er það staðreynd að fáar stelpur taka þátt í keppninni og Inga Þóra seg- ir ástæðuna líklega vera þá að ennþá hafi stelpur ekki nógu mikla trú á sér. „En ég skora á þær að verða virk- ari. Það er mjög skemmti- legt að taka þátt í keppni sem þessari og þetta er frá- bær félagsskapur. Það verð- ur að viðurkennast að þetta er mikil vinna, við byrjum í ströngum æfingum upp úr áramótum en undirbúnings- vinnan hefst strax að hausti til. Ég viðurkenni að þetta tekur mikinn tíma frá nám- inu og maður verður að gæta þess að láta ekki nám- ið líða fyrir þetta. Þarna er aftur spurning um rétta jafnvægið.“ Því hefur verið haldið fram að spurningarnar séu óvenju erfiðar í ár en Inga Þóra tekur ekki undir það. „Ég heyrði talað um það í fyrstu keppninni í átta liða úrslitunum en að mínu mati eru spurningarnar skemmti- legar og mjög vel skrifaðar. Illugi stendur sig vel!“ Þegar Inga Þóra á frí- stundir frá náminu og keppninni fer hún út á lífið með vinum sínum en oftar en ekki slappar hún af yfir góðri bók eða góðri tónlist. Hún er ólofuð og seg- ist eiga fáa en mjög góða vini. Hún segist ekki hafa mikinn áhuga á tískunni og klæðist ein- göngu því sem henni líður vel í. Inga Þóra tekur stúdentspróf í vor og er ekki alveg viss um hvað þá tekur við. „Ég stefni á háskóla- nám og það er ýmislegt sem kemur til greina. Nám í listfræði er mér ofarlega í huga.“ Það verður spennandi að fylgjast með úrslitum keppninnar, en henni lýkur í lok mars. Vinningsliðið hlýtur að launum ferð til Barcelona. „Auðvitað stefnum við að sigri og það væri ekkert að því að spóka sig um í Barcelona í sumar!“ Vikan 51 Texti: Þórunn Stefánsdóttir Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.