Vikan


Vikan - 15.03.1999, Page 52

Vikan - 15.03.1999, Page 52
■Eg var „Ég heiti Ása, ég er 43 ára, 1.64 m á hæð og veg u.þ.b. 100 kg. Það síðastnefna gefur tilefni til ýmissa at- hugasemda frá vinnu- félögum mínum. Ég man t.d. eftir því þeg- ar Inga sagði einn morgun fyrir nokkrum mánuðum síðan. „Nú þarna ertu, ég heyrði ekki vörulyftuna koma!“ Inga hélt áfram og sagði að það væri örugglega stórhættulegt að vera samtímis mér í venjulegri lyftu og það væri tími til kominn að fyrirtækið léti setja upp sérstaka lyftu fyrir mig og aðrar fitubollur sem ættu erindi á skrifstofuna. Eg sneri mér undan til þess að fela tárin. Út undan mér heyrði mér hlátur Ingu og Nínu starfsfélaga okkar sem hló henni til samlætis. Ég hafði oft velt því fyrir mér hvers vegna Inga þyrfti á því að halda að vera skemmtileg á minn kostnað. Eftir því sem ég best fékk séð lifði hún skemmtilegu lífi og hefði enga ástæðu til þess að vera andstyggileg við mig. Hún var 46 ára, vel vaxin og fallega klædd. Hún bjó ein og lífið virtist brosa við henni. Hún ferðaðist mikið og talaði oft um hversu gott það væri að vera frjáls og öllum óháð. Nína var 33 ára og gjöró- lík Ingu. Innst inni vissi ég að það var ekkert illt til í Nínu. En hún leit upp til Ingu; ef Ingu fannst eitt- hvað fyndið fannst Nínu það líka. Með jöfnu millibili gerði Inga vinnudaginn að kvöl og pínu fyrir mig. En stund- um lét hún eins og hún vildi lögð í einelti vegna offitu ekkert frekar en vera vinur minn. Af og til fórum við og fengum okkur kaffi saman eftir vinnu, fórum saman í búðarölt eða í bíó og það var alltaf að frumkvæði hennar. Ég átti erfitt með að átta mig á Ingu og ég var því fegin að hún stakk aldrei upp á því að við heimsæktum hvor aðra. Ég var feimin við að bjóða henni í íbúðina sem ég bjó í með mömmu minni, hátt á áttræðisaldri. Ég gat vel ímyndað mér hvernig það hefði getað orðið tilefni til andstyggilegra athugasemda á minn kostnað ef hún kæmist að því að mamma kæmi ennþá fram við mig eins og litlu stelpuna sína. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig líf mitt hefði orðið ef ég hefði ekki búið með mömmu. A.m.k. hefði mér gengið betur að halda þyngdinni niðri. En ég hef aldrei séð eftir því að verða eftir hjá henni eftir að pabbi varð bráðkvaddur fyrir 15 árum. Mamma var miður sín af sorg og þarfn- aðist mín sárlega fyrstu mánuðina. Ég var þá 28 ára, laus og liðug. Auðvitað hafði ég orðið hrifin af mönnum og nokkrum sinn- um verið í föstu sambandi. En ég hafði aldrei gifst og var barnlaus. Fljótlega kom- um við okkur upp kerfi. Ég sá um að halda íbúðinni hreinni, þvo þvottana og gera innkaupin. Mamma eldaði matinn. Hún var listakokkur og sparaði ekki rjómann og smjörið og smám saman hlóðust kílóin utan á mig. Ég hafði alla tíð verið búttuð og þegar ég komst á fertugsaldurinn þyngdist ég á methraða. Stundum tók ég mig saman í andlitinu og fór í megrun, en ég var ekki fyrr búin að léttast um fimm kíló þegar ég var búin að bæta á mig öðrum átta eða tíu. Líklega skorti mig sjálfsaga og mat- urinn var það sem ég sótti í ef mér ieið illa. Góður mat- ur var eins og góður vinur þegar ég sat og horfði á sjónvarpið eftir að mamma var farin að sofa. Oft leigði ég myndbönd, á leið minni heim úr vinnunni, og nær undantekningarlaust valdi ég rómantískar myndir sem enduðu vel. Ég sat og lifði mig inn í söguþráðinn. Ég gerði mér grein fyrir því að maturinn og kvikmyndirnar komu í staðinn fyrir allt það sem ég ekki upplifði í raun- veruleikanum. Ekki man ég hvort ég horfði á rómantíska mynd að kveldi dagsins sem Inga hafði sært mig með athuga- semd sinni um vörulyftuna. En ég man að ég virti sjálfa mig fyrir mér í speglinum áður en ég fór að sofa. Mitt- ið var löngu horfið og mjaðmirnar, lærin og rass- inn runnu saman í eitt. Það eina sem ég var ánægð með í útliti mínu var þykkt, dökkt hárið. Andlitið var að mestu laust við hrukkur og hefði verið fallegt ef undir- hökurnar hefðu ekki spillt fyrir. Ég grét þegar ég var komin undir sængina. En gætti þess að gráta í hljóði svo að mamma heyrði ekki til mín. Nokkrum dögum seinna bað Inga mig að koma með sér í bíó. Ég ákvað að fara með henni, þrátt fyrir að ég væri ennþá sár út í hana. Ég vildi svo gjarnan að við gæt- um verið vinir. Eftir myndina stakk hún upp á því að við settumst einhvers staðar inn og fengjum okk- ur kaffi. Hún talaði um það að nú væri tími til kominn að ég færi að lifa lífinu og stakk upp á því að ég færi í megrun, keypti mér ný föt og reyndi að eignast nýja vini. Ég fór undan í flæm- ingi og sagðist verða að flýta mér heim. Ég vissi að hún meinti vel en ég hafði reynsluna af því að megrun- arkúrar gerðu lítið gagn. En það leit ekki út fyrir að Inga ætlaði að gefast svo auð- veldlega upp. Viku seinna bauð hún mér í veislu heima hjá sér. Nínu var einnig boðið. Inga sagði að við hefðum gott að því að hitta vini sína og sagðist ætla að kynna mig fyrir manni sem ég ætti ýmislegt sameiginlegt með. Þetta hljómaði ekki illa. Hvað skyldum við eiga sam- eiginlega? Kannski hafði hann áhuga á kvikmyndum og sígildri tónlist. Ég keypti mér nýjan kjól í tilefni dagsins. Hann klæddi mig vel og þegar ég hringdi dyrabjöllunni hjá Ingu fannst mér aldrei þessu vant að ég liti bara nokkuð vel út. íbúðin var full af fólki og Inga kynnti mig fyrir þeim sem næst stóðu. Svo sagðist hún ætla að kynna mig fyrir Jóhanni, við myndum ef- laust hafa um margt að spjalla. Hún kallaði á Jó- hann sem kom gangandi í Hann spurði hvort Jhann mætti ekki bjóða mér í glas. Eg ákvað að fara með honum. Aðallega vegna þess að ég vildi ekki láta mömmu sjá mig koma útgrátna heim úr veislunni. 52 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.