Vikan


Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 53

Vikan - 15.03.1999, Qupperneq 53
ík'ftHm 32 % áttina til okkar. Ég kom ekki upp einu orði. Vissu- lega var ég feit, en hann var eins og gangandi kjötfjall. I gegnum þoku sá é| tröllkarl koma á móti mér. I því sagði Inga eitthvað um kven- og karlkynsfíla. Ég heyrði einhverja hlæja og nokkrum mínútum seinna var ég komin út á götu. Ég grét og ég gat ekki ímyndað mér hvernig nokkur mann- eskja gæti verið svona grimm. Þá heyrði ég ein- hvern kalla nafnið mitt og sá Jóhann koma hlaupandi á eftir mér. Ég stansaði, ég vildi ekki vekja óþarfa at- hygli annarra vegfarenda á þessum tveimur fitubollum. Hann sagði mér að Inga væri ekki þess virði að eyða á hana tárum. Hann sagðist ekki ætla að fara aftur í veisluna, hann hefði fengið meira en nóg. Þegar ég hljóp út sagðist hann hafa sagt við hina gestina að hann óskaði þess að geta sokkið niður úr gólfinu. Inga hafði þá sagt að til þess þyrfti hann nú ekki annað en að stappa hraust- lega niður fótunum, hún gæti ekki ímyndað sér að gólfið þyldi annað eins. Það kom mér á óvart, að hann skellihló þegar hann sagði þetta. Hann spurði hvort hann mætti ekki bjóða mér í glas. Ég ákvað að fara með honum. Aðallega vegna þess að ég vildi ekki láta mömmu sjá mig koma út- grátna heim úr veislunni. Þegar við vorum sest nið- ur sagði Jóhann mér ástæð- una fyrir framkomu Ingu. Hann hafi þekkt hana í mörg ár og fylgst með hjónaskilnaði hennar. Mað- urinn hennar hafði alla tíð komið illa fram við hana og talað niðrandi um hana í vinahópnum. Hann hafði gaman að því að básúna það um allar jarðir að Inga væri kynköld og léleg í rúm- inu. „Biturleikinn situr enn- þá í henni og því miður læt- ur hún það bitna á umhverf- inu. Við erum samt nokkur sem höfum haldið vinskapn- um við hana en með þessu áframhaldi er óhjákvæmi- legt að vinahópurinn fari að minnka.“ Jóhann sagði mér líka ástæðuna fyrir því að hann væri svona feitur. Hann var um fimmtugt og hafði verið í hamingjusömu hjónabandi í mörg ár þegar konan hans dó úr krabba- meini. Sorgin og söknuður- inn urðu til þess að hann leitaði á náðir ísskápsins. Ég fann að við Jóhann skildum hvort annað og mér leið vel í návist hans. Við ræddum um viðhorf fólks til okkar sem erum feit. Við vorum sammála því að það ætti að vera pláss fyrir alla í þessum heimi, hvort heldur væri fyrir þá sem væru grannir eða okkur hin sem þurfum tvö sæti í strætis- vagninum! Aldrei áður hafði ég getað gert grín að líkama mínum en Jóhann fékk mig til þess að sjá spaugilegu hliðina á því vandamáli. Jóhann fylgdi mér heim og spurði hvort ég vildi koma með honum í göngutúr næsta dag. Ég ját- aði því án þess að hugsa mig tvisvar um. Þegar ég var komin upp í rúm uppgötv- aði ég að ég var alls ekkert svöng jafnvel þótt ég hefði ekki borðað kvöldmat! Næsta mánudag vorum við Nína mættar í vinnuna á undan Ingu. Nína sagði mér að flestir gestirnir höfðu farið snemma úr veislunni. Þeim hafi ofboðið fram- koma gestgjafans. Upp frá þessu var Nína alltaf vin- gjarnleg við mig og hló ekki að athugasemdum Ingu um þyngd mína. Aður kyngdi ég öllu sem hún sagði því ég var háð brauðmolum vin- skapar sem féllu af borðum hennar. Nú er ég ófeimin við að sýna henni að ég forðast félagsskap hennar. Vissulega er hún óham- ingjusöm en það gefur henni ekki rétt til þess að vera andstyggileg við fólk. Við Jóhann tölum stund- um um að það sé samt Ingu að þakka að við kynntumst. Við erum sammála um það að það muni ekki standa á okkur að koma til móts við hana ef hún einhvern tíma nær þeim þroska að geta þegið og gefið vináttu, því auðvitað á hún sínar góðu hliðar. Þær eigum við öll, meðal annars þann hæfi- leika að geta séð það já- kvæða í sjálfum okkur og umheiminum í stað þess að einblína á veikar hliðar okkar og annarra. Jóhann hefur kennt mér þetta og gert líf mitt betra en ég hefði nokkru sinni þorað að vona. Við Jóhann förum daglega saman í göngutúra og höfum sett okkur það markmið að grenna okkur því báðum þykir okkur það slæm tilhugsun að verða að burðast með öll aukakílóin ævina á enda. ' lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Heiniilisfangið er: Vikan - „Lílsrt‘ynsliisaga‘\ Seljavegnr 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@fr«di.is Mynd: Myndasafn Fróða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.