Vikan


Vikan - 15.03.1999, Síða 54

Vikan - 15.03.1999, Síða 54
Páskaskrautið í ár: Greinar úr garðinum VikaiT Grœnt og vœnt Fríða Björnsdóttir Það er undarlegt hvað litirnir hafa mikil áhrif á okkur og hvernig við tengjum ákveðna liti ákveðnum hátíðum. Það er eng- inn í vafa um það hvort verið sé að skreyta fyrir jól eða páska ef liturinn á skrautinu er athugaður. Eitthvað rautt nægir til þess að koma okkur í jólaskap alveg eins og gulir hlutir minna okkur ævinlega á páskana. A jólunum berum við grenigrein- ar inn í stofu, ef við höfum tök á, en um páskana verða annars konar greinar fyrir valinu og ég er viss um að engum dytti í hug að setja greni í vasa á þeim árstíma. Þess í stað get um við klippt greinar af birki, víði og rifsi eða hvaða öðrum runnum sem við höfum tök á að klippa oi notað þær í páskaskreyting- una, lauðsynlegt er að klippa greinarnar og setja í vatn að minnsta kosti viku fyrir páska og jafnvel fyrr ef þær [eiga að vera farnar að laufgast að einhverju ráði á réttum tíma. Ef ekki er búið að ákveða hvar greinarnar eiga að standa yfir pásk- ana er hægt að setja þær í vatnsfötu til að byrja með og láta þær standa á hlýjum og björtum stað þangað til tími er kominn til að klippa þær og snyrta og stinga í blómavasa. Víðigreinarnar fara betur í fínleg- um vösum heldur en bæði rifsið og birkið, þar sem þær eru beinvaxnari. Birki og rifs henta vel í grófari vasa eða ker. Ál^allar þessar greinar má svo hengja skraut, ámáluð egg af ýmsum gerðum, páskaunga, ' sem gætu jafnvel verið samansafn unganna af páskaeggjum fjölskyldunna undanfariri ár, eða ein-, hvers *■ A konar annað páskaskraut sem við höfum safnað að okkur. Gular slauf- ur gætu meira að segja sett páska- svip á hvaða grein sem er rétt eins og margir láta sér nægja að binda rauðar slaufur á jólatréð til þess að fá rétta blæinn. Gulir túlípanar og páskaliljur eru líka ómissandi í vasa um páskana og svo má líka kaupa sér gular rósir, því það er guli liturinn sem við erum að sækjast eftir og nokkuð sama hvaðan hann kemur. Páskaegg og ungar úr steinleir Páskaeggin og páskaungarnir, sem hanga hér á greinunum, eru svolítið óvenjulegt páskaskraut og sannköll- uð listaverk. Sú, sem eggin og ung- ana^jpefur skapað, heitir Ragnhildur Gunnlaugsdóttir. Eggin eru úr steinleir og ekki nema tveir til þrír sentímetrar á hæð. Fyrst eru þau mótuð úr leirnum og látin þorna áður en þau eru sett í ofn og brennd við 1200° hita. Séu eggin ekki full- komleg^rurr áður en farið er að brenna þau er hætt við að þau springi og eyðilegg- ist. Að brennslu lok- inni eru þau glerjuð og brennd í annað sinn en^fan á þennan glerung hefur Ragnhildur teiknað fíngerðar skreytingar. Sumum finnst eflaust óþarfi að skreyta páskagrein- arnar og vissulega skreyta þær sig sjálfar með sínum örsmáu og fín- gerðu laufblöðum sem spretta fram hvert af öðru. Óhætt er að leyfa greinunum að njóta sín í stofunni eitthvað fram yfir páska en síðan hverfa páskaskreytingarnar á braut rétt eins og jólaskreytingarnar gerðu eftir jólin og við bíðum eftir næsta tækifæri til að skreyta heimilið. Vikan OÁq

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.