Vikan - 14.06.1999, Blaðsíða 37
Uppskrift Vikunnar kemur að
þessu sinni úr fórum Unnar
Þorsteinsdóttur á Akureyri.
Að hennar sögn bjargaði
þetta brauð lífi hennar en
fyrir nokkrum árum var Unn-
ur illa haldin af sveppasýk-
ingu (candida albicans) eftir
alvarleg veikindi og mikla
lyfjanotkun. Endurskipu-
lagning mataræðis reyndist
grundvöllur bata og leiddi
tilraunastarfsemi í eldhúsi
hennar meðal annars af sér
þetta brauð. Margir hafa
hrifist af heilsubrauðinu og
hvatt Unni til að koma því á
framfæri. Þaðerokkur
ánægja að kynna hér upp-
skriftina.
Heilsubrauð
3 bollar haframjöl
3 bollar hveitiklíð
5 bollar heilhveiti
ii tsk. lyftiduft
2 msk. púðursykur eða
hunang
1I2 bolli grœn óiívuolía
Vökvi til að bleyta deigið
eftir þörfum
Vökvinn þarf að vera í
hæfilegu magni til að deigið
sé mátulega þykkt. Betra er
að hafa það frekar blautt því
annars hættir brauðinu til að
molna. Vökvinn má vera
blanda af mjólk eða súr-
mjólk fyrir þá sem það þola,
vatni, grænmetissoði, kjöt-
soði eða afgangi af góðri
súpu. Mjög gott er að nota
kjötsúpu.
Öllu er blandað saman í
skál og hært vel saman með
sleif. Magnið passar í þrjú
meðalstór form. Bakist í
tæpa klukkustund við 190-
200 gráðu hita. Að bakstri
loknum er heitum brauðun-
um hvolft á rist eða skurðar-
bretti og diskaþurrka lögð
yfir þau, til þess að brauðin
verði ekki hörð er þau
kólna. Þetta er nokkuð stór
uppskrift en brauðið geym-
ist vel í frysti og er nánast
eins og nýtt eftir nokkrar
vikur í frosti.
Þetta er grunnuppskrift en
tilvalið er að breyta stund-
um um mjöl og hlutföll milli
mjöltegundanna til að fá
meiri fjölbreytni og vera
ekki alltaf með sama brauð-
ið. Þess verður þó að gæta
að alltaf sé ein teskeið af
lyftidufti á móti hverjum
bolla af mjöli.
áfN
is' 4 VV, ,
VV f
V