Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 2

Vikan - 19.10.1999, Page 2
Hulda Sóllilja er ung listakona sem sannaði sig svo um munaði þegar café Ozio var opnað fyrir stuttu. Hún hannaði, ásamt skólasystur sinni, matarstell staðarins sem hefur vakið mikla at- hygli. Það upplýsist hér með að hún er dóttir Ara Trausta Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings og komin af miklum listamönnum. Hulda Sóllilja Aradóttir útskrifaðist úr leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1998. Eigin- maður hennar og foreldrar aðstoðuðu hana við að koma upp vinnuaðstöðu og Hulda hefur unnið hörð- um höndum við að búa til fallega muni allar götur síðan. Pað er óhætt að fullyrða að listamannablóð renni í æðum Huldu. Afi hennar var Guðmundur frá Miðdal sem var mikill listamaður. Hulda er gift Rúnari Þór Guðbrandssyni og á einn tveggja ára son. Varstu alltaf ákveðin í að verða leirlistarmaður? „Nei, ég hafði ekki farið á neitt námskeið áður en ég hóf námið. Ég lauk þremur árum í Menntaskólanum við Sund en ákvað þá að prófa að sækja um í fornáminu í Myndlista- og handíðaskólan- um. Mér til mikillar furðu komst ég strax inn þótt margir væru búnir að hrella mig með þvf að erfitt væri að komast inn í skólann. Ég hætti í MS og dreif mig í fornámið en frétti síðar að ég hefði getað klárað stúdentsprófið og fengið að fresta náminu. Æsingur- inn var svo mikill en ég sé ekkert eftir því, ég get alltaf lokið stúd- entsprófinu seinna. í upphafi var ég ákveðin í að mála en þegar kom að þeim hluta í fornáminu sá ég að það átti alls ekki við mig. Ég ákvað að drífa mig í leirinn, fyrstu tvö árin var ég ekki alveg viss hvort þetta væri mín grein en á lokaárinu var ég ákveðin í að sýna hvað í mér býr. Samkeppnin meðal leirlistarmanna er mikil og því tekur það sinn tíma að markaðssetja sig. Við erum bæði í samkeppni við þá sem eru skólagengnir leirlistarmenn og hina sem eru sjálfmenntað- ir. Mér finnst það jákvætt að fólk skuli vera að mennta sig sjálft svo framarlega sem hlutirnir eru vel gerðir. Ég er sjálf að kenna í Leir- krúsinni sem Steinunn Helgadóttir rekur að Brautarholti 16. Þar kennum við allan grunninn, stig af stigi og helstu aðferðir." Ertu búin að koma mununum þínum í gailerí? „Ég er að vinna hluti sem munu verða seldir í listmunasölunni Smíðar og Skart. Eigendurnir eru svo opnir fyrir öllum nýjungum og mjög jákvæðir. Megináherslan hjá þeim er líka leir og málverk þannig að mínar vörur passa vel þar inni. Fyrir síðustu jól var ég komin með muni sem ég var reyndar ekki farin að fjöldaframleiða því ég var frekar sein fyrir. Ég ætlaði mér alltaf að vinna meira með þá en rétt eftir jólin fékk ég stórt verkefni fyrir kaffihúsið Ozio. Þannig var að vinur mannsins míns er eigandinn og bað mig að framleiða stell fyrir sig. Tímamörkin voru mjög þröng og því ógjörningur fyrir einn að vinna verkið. Ég fékk skólasystur mína, Erlu Huld Sigurðardóttur, til að vinna það með mér. Við vorum miklu lengur að búa til stellið en við ætluðum okkur enda var þetta mikið verk. Það er óhætt að segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. Ég fékk upphringingar frá fjöida fólks, meðal annars útlendingum sem vildu fara með svona steli með sér heim! Það er einfaldlega ekki hægt því þetta matarstell var bara hannað fyrir Ozio. Mig langar ekki að taka þátt í fjöldaframleiðslu sem við hefðum hæglega getað farið út í miðað við viðtökurnar. Núna er ég meðal annars á fullu að búa til huldufólk sem eru litlir kertastjakar með andlit. Blundaði aldrei í þér að leggja náttúrufræðina fyrir þig eins og pabbi? „Nei, ég gat aldrei neitt í raunvísindum. I eina skiptið sem ég skildi eitthvað í þeim þá kenndi pabbi mér eðlisfræði í MS. Það var því snemma ljóst að ég myndi ekki leggja raunvísindin fyrir mig." 2 Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.