Vikan


Vikan - 19.10.1999, Qupperneq 6

Vikan - 19.10.1999, Qupperneq 6
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir úr einkasafni (Margrét Hr lætur hjartað Sumt fólk virðist finna lífsfyllingu og hamingju í því að sinna um aðra og hjálpa þeim. Margrét Hróbjartsdóttir er siík manneskja. Hún hefur árum saman stutt við börn sem hún kynntist í starfi sínu sem hjúkrun- arkona og trúboði í Afr- íku. Hjá henni og manni hennar búa um þessar mundir ung eþíópísk hjón sem þau eru að styðja til mennta og auk þess eiga þau fljótlega von á dreng sem er um það bil tíu ára og þau tóku að sér þegar hans eigin faðir yfirgaf hann. Margrét og maður hennar Benedikt Jasonarson fóru fyrst sem trúboðar til Konsó í Eþíópíu fyrir fjörutíu og tveimur árum. Þau voru nýgift og hann hafði lokið námi frá kristniboðsskóla í Noregi. Skólabróðir Bene- dikts, séra Felix Olafsson og kona hans Kristín Guðleifs- dóttir, höfðu farið á undan þeim og lagt grunninn að ís- lenskri kristniboðsstöð í Kon- só. Þegar Margrét og Bene- dikt taka við eru aðstæður enn frumstæðar þó var kominn lít- ill skóli og sjúkraskýli var á staðnum sem Ingunn Gísla- dóttir hjúkrunarkona veitti forstöðu. „Við bjuggum í skólahúsinu í einni skólastofunni. Þar var moldargólf og moldarveggir sem að vísu höfðu verið púss- aðir og málaðir en allt var á byrjunarstigi. Fáir sem kunnu að lesa og skrifa og við feng- um ekki tíma til að læra am- 6 Vikan harísku sem er opinbert ríkis- mál í Eþíópíu. Konsómenn tala eigið tungumál en það var lögbundið að öll kennsla, predikun og allt prentmál væri á amharísku. í stað þess að geta numið hana af kennara urðum við að læra hana af munni fólksins og bjarga okk- ur sem best við gátum. Fyrirburi á hitapoka í pappakassa Þegar við komum til Konsó var fólkið þar satansdýrkend- ur, þ.e. það trúði á hin illu öfl í heiminum og óttaðist þau. Heitið á hinu illa er meira að segja sama orðið og við notum eða Satan. Sumir höfðu að vísu einhvern grun um að til væri góður guð en Satan var þeim mjög nálægur. Allt illt sem henti var honum að kenna og til að blíðka hann varð stöðugt að fórna honum einhverju, því sem landið gaf þeim eða mannslífum jafnvel börnum. Satan sagði sjálfur til um hvaða fórnar hann krefðist í það og það skiptið gegnum seiðmenn sína og það varð að hlýða annars var voðinn vís. Lamitta áður en Margrét »g Bencdikt tóku hann að sér og vonleysið skín úr aiiguni hans. Afríkubúar eru ákaflega glað- værir og kurteisir hið ytra svo fáir gátu ímyndað sér hversu mikið andlegt myrkur ríkti meðal þeirra. Þegar boðskap- ur Jesú laukst síðan upp fyrir þeim varð bylting í lífi þeirra. Eg vann í sjúkraskýlinu með Ingunni og lærði mikið af henni. Ég var Verslunarskóla- gengin en hafði alltaf ætlað mér að læra hjúkrun. Það gafst ekki færi til þess áður en ég fór til Konsó í fyrsta sinn. Þegar Ingunn fór í frí var ég ein með skýlið og jafnvel áður en ég lærði hjúkrun varð ég að gera ýmislegt sem bara læknar gera hér. Ég treysti á Guð þegar slíkar aðstæður komu upp og hann brást mér ekki. Fljótlega eftir að við komum fóru okkur að berast nýfædd börn. Konsómenn trúðu því að þegar mæðurnar dóu af barnsförum þá væri barnið haldið illum anda. Víða í Afr- íku eru þessi börn borin út en þarna var þeim ekki gefið að borða svo þau vesluðust upp. Fyrsta barnið sem komið var með til okkar var lítil stúlka. Hún var fyrirburi og ákaflega lítil. Við Ingunn komum henni fyrir í pappakassa sem við héldum jöfnum hita í með hitapoka. Þessum gömlu úr gúmmíi sem maður fyllir sjálf- ur með heitu vatni og héldum í henni lífinu með mjólkur- blandi. Hvað eftir annað vor- um við vissar um að hún myndi deyja en þessi stúlka er á lífi enn í dag. Seinna var hún send áfram á barnaheimili á norskri kristniboðsstöð. Næsta barn sem við tókum að okkur var drengur og við skírðum hann Pál eða Pálos. Skömmu síðar urðu börnin svo þrjú. Ingunn var í fríi og ég var kölluð upp í fjallaþorp fyrir ofan kristniboðstöðina til að hjálpa konu sem var búin að fæða en fylgjan var föst. Ég sá strax að konunni hafði nán- ast blætt út og ekki var mikil von um að hægt væri að bjarga henni. Ég beygði mig samt niður og gerði mig líklega til að losa fylgjuna en þá dó hún í höndunum á mér. Á mér skall strax grátbylgja en fólk þarna syrgir hástöfum. Ég sam- hrygðist fólkinu kvaddi og fór heim. Aðstandendur komu síðan með telpuna til okkar einum eða tveimur tímum síð- ar. Börnin skilin eftir Ég var ein með sjúkraskýlið og Páll var ekki nema fimm mánaða. Litla telpan sem við kölluðum Lydíu var veik frá fæðingu. Þegar hún var nokk- urra mánaða gömul fórum við með hana til læknis. Þangað var 500 km leið og rigningar- tíminn genginn í garð. Við komumst ekki á leiðarenda gegnum aurinn og urðum að snúa við og urðum innlyksa á norsku barnaheimili sem tek- ur að sér munaðarlaus börn. Hjúkrunarkona þar taldi mig á að skilja Lydíu eftir, því það væri of erfitt fyrir mig að hugsa um bæði börnin og sjúkraskýlið. Þetta var mikil andleg barátta fyrir mig en að lokum lét ég undan. Tveimur árum síðar fórum við heim í frí og þá varð ég að skilja Pál eftir á sama barnaheimili. Hann var tveggja og hálfs árs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.