Vikan


Vikan - 19.10.1999, Qupperneq 27

Vikan - 19.10.1999, Qupperneq 27
Erroll og Díana urðu fljótlega óaðskiljanleg en augljóst flestum að Sir Jock var langt frá því ánægður með ástandið. Hann var þó harðákveð- inn í því að sleppa ekki konu sinni en tilfinninga- rótið varð til þess að hann drakk óhóflega og tók inn morfín til að geta sofið. Eftir að hann hafði rifist heiftariega við Erroll lávarð sá hann að sennilega fengi hann engu breytt um samband hans og konu sinnar. Um tíma leit svo út fyrir að hann hefði gefist upp við að berjast á móti. „Hann er svo ágætur að það er ólykt af því," sagði Erroll við vini sína. Sir Jock bauð síðan til kvöldverðar í Muthaiga klúbbnum þar sem hann stóð upp úr sæti sínu og skálaði fyrir elskendunum. Næsta dag fannst Er- roll lávarður dauður í bíl sínum úti í skurði. Hann hafði verið skotinn í hálsinn. Samband hans og Díönu hafði staðið í tæpar sjö vikur. Sir Jock var handtekinn og ákærður fyrir morð en á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi veltu innflytjendur í Kenýa því alvarlega fyrir sér hvort hann væri í raun sekur. Blöð í Bretlandi og Bandaríkjunum slógu morðinu upp á forsíðu og þar hófust ekki síður umræður um sekt eða sakleysi Sir Jocks. Díana var nánast frávita af sorg vegna dauða elskhuga síns og trúði vinum fyrir því að hún tryði tæplega þeim yfirlýsingum eiginmanns síns að hann væri saklaus. Þrátt fyrir það stóð hún með manni sín- um og réð lögfræðing til að verja hann. Réttar- höldin vöktu heimsathygli og flestir meðlimir Muthaiga klúbbsins stóðu með Sir Jock. Díana fékk allt illa umtalið, hún var stimpluð lauslætis- drós og drykkja hennar tíunduð. Hún lét slúðrið ekki á sig fá, konan sú, heldur kom á hverjum degi í réttarsalinn í glæsiflíkum og var aldrei í sömu flíkinni tvisvar þær fimm vikur sem réttar- höldin stóðu yfir. Sir Jock var sýknaður vegna skorts á sönnunum og margir töldu að morðið hefði yfirbragð hefnd- ar afbrýðisamrar konu. Meðal þeirra sem nefndar voru sem líklegir sökudólgar voru Alice de Janzé ekki hvað síst vegna þess að hún var búin að sýna að hún hikaði ekki við að kenna elskhugum sínum lexíu ef þeir sviku hana, Gwladys Delamere sem var sögð syrgja Erroll frá því að ástarævintýri þeirra lauk og sagan segir að hún hafi aldrei kom- ist yfir hann, June Garberry var enn ein og einnig var Díana sjálf nefnd til sögunnar því Erroll var Bíllinn seni lík Errolls lávarrtar l'annst í. þekktur fyrir allt annað en tryggð og ævintýri hans entust yfirleitt ekki lengi. Alice de Janzé drap sig átta mánuðum eftir að Er- roll var myrtur. Hún vafði túrban um höfuð sitt, lagðist upp í blóm- um skreytt rúm sitt og skaut sig. Eftir réttarhöldin fóru þau Díana og Sir Jock til Indlands og ætl- uðu að hvíla sig hjá vin- um sínum. Hún lýsti ferðinni sem algjörri martröð og samband þeirra var orðið þeim báðum óbærilegt. Van- traust og iðrun gagntók bæði. Afleiðingar hneykslisins voru þó meiri en þau höfðu gert lávarðar hina íðilfögru Djinn höll við Naivasha vatnið. Líkt og til að halda í minninguna um manninn sem var myrt- ur hékk málverk af Er- roll uppi í húsinu. Hjónin lifðu í einangr- un við vatnið en Díönu tókst samt að komast í kynni við og hefja ást- arsamband við Gilbert Colvile sem var besti vinur Errolls. Colvile var einn stærsti nauta- bóndi Kenýa og vell- auðugur. Sir Jock hélt áfram að drekka og heiftarlegar skapsveifl- ur hans urðu brátt al- kunna. Með hjálp Col- viles og samúðar al- mennings tókst Díönu að ná aftur fyrri stöðu hans giftist Díana Col- vile sínum og sýndi honurn ástúð það sem eftir lifði ævinnar. Hann á móti keypti Djinn höll handa henni til að sýna að hann skildi hversu djúpar tilfinningar hennar í garð Errolls höfðu verið. Síðar varð hún ástfangin af Tom Delamere og skildi við Colvile. Sagt var að hann hefði séð ósköpin öll eftir henni en Díana og nýi maðurinn reynd- ust honum vinir í raun og samband hans við þau bæði var náið og gott. Díana náði fljótlega að endurreisa virðingu sína innan breskrar yf- sér grein fyrir. Fólk forðaðist þau. Enginn heilsaði þeim á götu og þeim var bönnuð inn- ganga í Muthaiga klúbbinn. Þrátt fyrir niðurstöðu réttarins þótti ekki fullsannað að Sir Jock væri saklaus og margir veltu því sama fyrir sér með Díönu. Eftir útskúfun þeirra úr samfélaginu tóku þau á leigu hús Errolls sinni meðal íbúanna við vatnið. Að lokum hélt Sir Jock til Englands yfir- kominn af þunglyndi og vanlíðan. Þar játaði hann fyrir tveimur vitn- um að hafa drepið Er- roll bókaði sig síðan inn á hótel og sprautaði sig með of stórum skammti af morfíni. Eftir dauða irstéttar sem Lady Delamere og bjó alla tíð í Kenýa. Hún var þó ætíð umrædd í slúður- dálkum dagblaðanna en hvort fyrsti maður hennar raunverulega drap Erroll eða hvort það var verk forsmáðr- ar konu hefur aldrei þótt fullsannað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.