Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 37

Vikan - 19.10.1999, Page 37
* NÓI SIRIUS / / / igurður Brynjar Pálsson sendi okkur upp- skrift að nýstárlegum eggaldin rétti. Sig- urður er mjög hrifinn af þessum rétti því hann hentar hvar og hvenær sem er, hvort heldur sem um er að ræða máltíð eða meðlæti. Að launum fær Sigurður Brynjar stóran konfekl- kassa frá Nóa-Síríus. Rétturinn erfyrir þrjá tilfjóra Mjög gott er að bera réttinn fram með fersku salati. Eggaldinið er sneitt niður í þunnar sneið- ar. Því næst eru eggin brotin, sett í skál og hrærð. Brauðið er rifið smátt niður og blandað saman við eggja- hræruna. Salti, pipar og hvítlauksdufti er stráð yfir hræruna. Pastasósan er löguð samkvæmt leiðbeiningum á um- búðum (bæði er hægt að kaupa pastasósur í duft- formi sem eru hrærðar út í vatn og eins sósur sem eru tilbúnar til notkunar). Rétturinn er bakaður í eldföstu formi. Byrjið á að hella hluta af pastasós- unni í botninn á forminu. Eggaldin og eggjahræran er sett í lögum í mótið alltaf til skiptis, pastasósunni er helt yfir í smáum skömmtum. Að lokum er rifnum osti dreift yfir. Rétturinn er settur í heitan ofn og bakaður við 180°C í u.þ.b. 25 mínútur. 1 eggaldin 6egg 6 brauðsneiðar 4 meðalstórir sveppir pastasósa að eigin vali salt pipar hvítlauksduft 200-300 g brauðostur Vikan 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.