Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 38

Vikan - 19.10.1999, Page 38
Vikan Grœnt og vœnt niður. Það er því sannarlega nægur tími til að vera með blómstrandi páskaliljur um jólin. Það er svo sannarlega gaman að vera með blóm- strandi lauka, sérstaklega ef þið eigið fallegar körfur, skálar eða potta til að setja laukana í. Síðan má skreyta ílátin með einhverju sem minnir á jólin, vilji maður það. Rétt er að benda á að það verður að setja laukana niður í léttan jarðveg. Best er að spyrjast fyrir þegar laukarnir eru keyptir, hvers konar mold hæfi þeim best, og hvort mælt sé með ein- hverju sérstöku hvað það varðar til þess að tryggja betri útkomu, fljótari vöxt og fallegri blóm. Og svo, til þess að benda ykkur á áframhaldandi not af jólalaukunum, þá get ég sagt ykkur að ég hef ævin- lega tekið hýasinturnar mín- ar eftir jólin, látið laukana þorna vel og undir vor hef ég farið með þá út og stung- ið þeirn niður í blómabeðið. Jólahýasinturnar frá í fyrra hafa staðið í blóma í allan septembermánuð í garðin- um mínum. Á hverju hausti fáum við fiðring þegar við heyrum talað um haustlaukana sem komnir eru á mark- aðinn. Reyndar er nokkuð liðið á haustið og þess vegna rétt að huga strax að laukakaupum og fara að velta fyrir sér hvar við viljum setja laukana niður svo þeir setji sem bestan svip á garðinn næsta sumar. En þeir sem ekki eiga sér garð geta þess í stað brugðið við og keypt sér jólalauka sem munu skreyta heimilið um jólin. Við litum inn í Blómaval og þar sagði Svava Rafnsdóttir okk- ur að á boðstólum væru að þessu sinni hvorki fleiri né færri en 205 laukategundir og afbrigði. Tegundir jóla- lauka eru ellefu talsins, síð- an eru einar 30 tegundir og afbrigði smálauka og lilja, túlípanarnir eru 130, páskaliljurnar 25 og hýasint- urnar 9. Jólalauka setjum við niður nokkuð löngu fyrir jólin, ef þeir eiga að verða upp á sitt besta þegar hátíðin gengur í garð. Það er farið svolítið misjafnt að við jólalauka- ræktina. Hýasintulaukar eru settir niður í skál eða pott og hafðir á köldum, dimmum stað (10°C) í átta til tíu vik- ur. Þegar blöðin eru orðin 10 sentímetra há er pottur- inn tekinn og settur út í glugga eða á bjartan stað í herbergi þar sem hitinn er að minnsta kosti 18°C. Hý- asinturnar er einnig hægt að rækta í þar til gerðum hýasintuglösum. Vatn er sett í glasið og laukurinn ofan á það ^ M en vatnið er haft það hátt að laukurinn nemi við vatnsyfirborðið. Eftir að ræturnar eru farnar að myndast verður að gæta þess að þær nái ævinlega niður í vatnið. Yfir laukinn er sett eins konar kramarhús sem ver hann fyrir birtunni. Þegar blöðin eru orðin hæfi- lega há er kramarhúsið tek- ið svo plantan fái birtu. Túlípanar, ekki síst knallrauðir, hæfa vel jóla- skreytingunum. Þið getið keypt ykkur jólatúlípana, til dæmis Brilliant Star, sett þá niður og látið þá standa í 8- 10 vikur á svölum stað. Um leið og blöðin hafa náð 10 sentímetra hæð eru laukarn- ir færðir út í glugga eða á bjartan stað og hafðir í stofuhita. Páskaliljur, sérstaklega þær sem bera smágerð blóm, hæfa einnig í jóla- skreytinguna. Laukarnir (Paperwhite Narcissi) eru settir niður og hafðir á köld- um en björtum stað til að byrja með. Fljótlega spretta blöðin upp úr laukunum og þeir blómstra fjórum til sex vikum eftir að þeir hafa verið settir 1 iili|nmar Paperwhite narcissi heitir þessi hvíta páskaliijiitegiiiul. Rétt er að taka t'rain að við teiigiiin iiiviuliriiar af blóniapokiiin úr lilóinavali og fenguin levfi til að nota |ner. Marglitar hý- * asiutur niinini okkur ajolin. jólalauka

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.