Vikan - 19.10.1999, Page 45
yrði hún að biðja Guð að
fyrirgefa sér fyrir að hugsa
svo ljótar hugsanir.
Seint um eftirmiðdaginn
var Elise orðin nógu hress
til þess að fá sér tebolla og
henni til mikillar undrunar
var það Francesca sem færði
henni hann. Hvernig líður
þér Elise? spurði hún. Lang-
ar þig í eitthvað sérstakt?
Nei takk, sagði Elise kurt-
eislega og tókst að kreista
fram bros. Nú verð ég að
spyrja hana um strákinn,
hugsaði hún með sér. Skyldi
hann hafa séð hnífinn? Ég
vona að Christian hafi ekki
orðið hræddur, sagði hún.
Við urðum öll hrædd,
sagði Francesca. Þú fékkst
slæma byltu.
Elise lagðist á koddann og
lokaði augunum. Francescu
grunaði ekkert! Alls ekkert!
Ég var svo þreytt, sagði hún.
Hún gerði sér grein fyrir að
þetta yrði að gerast í kvöld.
Þrátt fyrir að Julian væri
heima.
Tíminn leið og Elise beið
þolinmóð. Julian var síðast-
ur í háttinn. Hann kom inn
til hennar og settist á rúm-
stokkinn. Líður þér betur?
spurði hann.
Hún kinkaði kolli og
strauk hnífnum sem var á
dýnunni við hliðina á henni.
Ertu búin að taka lyfin
þín?
Aftur kinkaði hún kolli og
þorði ekki að segja orð af
hræðslu við að hann upp-
götvaði hvað hún var í
miklu uppnámi.
Hann kyssti hana á kinn-
ina. Góða nótt, Lise litla,
sagði hann.
Hún þrýsti hönd hans. A
morgun verður allt í lagi,
hugsaði hún. Bíddu bara! Þú
átt eftir að þakka mér fyrir