Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 46

Vikan - 19.10.1999, Side 46
Framhaldssaga það sem ég ætla mér að gera. Góða nótt Julian, sagði hún. Ég elska þig. Það var dimmt í ganginum og allar dyr lokaðar. Elise læddist berfætt eftir gangin- um. Hún stansaði fyrir utan herbergi Hildy og hræðilegri hugsun skaut upp í kollinn á henni. Christian vaknaði stundum á nóttinni og þá læddist hann inn til systur sinnar og svaf í rúminu hennar. Hvað ef... Hún hlustaði fyrir utan dyrnar en heyrði ekkert. Hún hélt áfram eftir gang- inum. Herbergi Christians var innst til vinstri. Hún opnaði dyrnar, læddist inn og lokaði hljóðlega á eftir sér. Allt var hljótt þegar hún læddist að rúminu. Strákur- inn lá undir sænginni. Hún lyfti hnífnum. Hníf- urinn smaug í gegnum sæng- ina. I sama augnabliki opnuð- ust dyrnar og ljósið kvikn- aði. Elise hrökk í kút og starði á Julian sem kom æð- andi inn í herbergið. Hún heyrði hann segja eitthvað en gat ekki greint orðin. Hann sneri sér að henni. Hvað hefur þú gert Elise? sagði hann. Hvar er Christi- an? Hvar eru þau öll? Hvað hefur þú gert þeim? Elise benti á rúmið. Hann er þarna, hvíslaði hún. Ég er búin að drepa hann! Andlit Julians var eldrautt af reiði. Hann ýtti sængina til hliðar. Þú ert geðveik, Elise, öskraði hann. Það er enginn í rúminu. Þau eru farin! Þau eru öll farin! Francesca, Hildy og Christi- an! Elise starði á hann. Hvað átti hann við? Veist þú eitthvað sem gæti komið mér að gagni við að finna þau? spurði hann hörkulega. Elise lokaði augunum. Kaiser, hugsaði hún. Þau hljóta að hafa farið með honum. Kaiser var þekktur maður og það yrði auðvelt að hafa uppi á honum. Þá gæti Julian talið Francescu og börnin á að koma aftur heim. Hún opnaði augun og horfði á bróður sinn. Ég veit ekkert, Julian. Hún hristi höfuðið. Ég veit nákvæm- lega ekki neitt. Það voru aðeins fjórtán klukkustundir frá því þau lögðu af stað frá Nantucket en Kaiser fannst þær vera fjörutíu. Vindurinn var nap- ur og Hildy og Christian urðu að halda sig í skjóli undir dekki. Francesca var uppi og hann hafði reynt að halda uppi samræðum við hana en gefist upp þegar hann fann að hún hlustaði ekki á hann. Þögn hennar veitti honum tækifæri til þess að hugsa og reyna að átta sig á lilfinningum sín- um. Hann hugsaði ekki um framtíðina, hann vissi ekki einu sinni hvort þau Francesca ættu yfirhöfuð einhverja framtíð saman. Hann hafði tekið þau með sér vegna þess að hann elskaði hana. Hann hafði lofað því að spyrja hana einskis og við það ætlaði hann ætlaði að standa. Næsta skref var undir henni komið. Þau komu að Shelter-eyjum rétt áður en myrkrið skall á og köstuðu akkeri við aust- urströndina. Við verðum hér f nótt, sagði hann. Mig langar til þess að kyssa þig, sagði hún lágum rómi og áður en hann áttaði sig hafði hún tekið utan um hann og kysst hann. Ég veit að ég á ekki að gera þetta, hvíslaði hún, en mig langar til þess að njóta ásta með þér í nótt. Ég þarfnast þess! Mig langar til að njóta ásta af fúsum og frjálsum vilja. Ekki bara af skyldurækni. Hann faðmaði hana að sér. Hún þráði hann. Það var það eina sem skipti máli á þessari stundu. Seinna kæmi í ljós hvað framtíðin bæri í skauti sér. Bátur þeirra lagðist að bryggju í Greenport rétt fyr- ir dögun og Kaiser fór í land um leið og verslanirnar opn- uðu. Francesca og börnin urðu eftir um borð af hræðslu við að einhver bæri kennsl á þau. Seinna meir bölvaði hann sjálfum sér. Það voru viss teikn á lofti sem hann hefði átt að koma auga á. Kátur

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.