Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 50

Vikan - 19.10.1999, Page 50
Verðlaunahafi Lesendaleiksins: „Stóð alltaf til að endurnya gamla tækið í stofunni. deilis vel. Það vill nú svo til að það eru engin hljómflutningstæki í stofunni nema eld- ■ki sem er löngu farið að líta upp á landið. Það verður gaman að fá gott tæki í stofuna n tíma.“ Sagði Sigfríð Ragnarsdóttir, Vesturbraut 19, Höfn, þegar henni var tilkynnt að verið dregin út í Lesendaleik Vikunnar fyrir septembermánuð. Sigfríð á svolítið safn af geisladiskum og spólum sem hún hlakkar til að geta spilað á nýja Philipstækinu sínu og notið loksins hljómgæðanna til fulls. Vikan óskar henni inni- lega til hamingju með nýju græjurnar sínar og bendir öðrum lesendum á að allir geta tekið þátt í Lesendaleiknum. Allt sem þarf að gera er að safna þrem hornum af Viku- forsíðum og senda okkur í umslagi, ásamt nafni og heimilisfangi. Dregið er úr innsend- um umslögum um hver mánaðamót og sá heppni fær send þessi glæsilegu Philips hljómflutningstæki frá Heimilistækjum. Lesendaleikur Vikunnar og Heimilistækja Við drögum út glæsileg hljómflutningstæki í hverjum mánuði! Nú getur þú grætt á því að kaupa þér skemmtilegt lesefni, því með því að safna forsíðuhornunum af Vikunni öðlast þú möguleika á að vinna þér inn ókeypis Philips hljómtækjasamstæðu. Þú safnar þrem hornum framan af Vikunni, setur í um- slag og sendir okkur ásamt nafni þínu, heimilisfangi og símanúmeri. Þá verður þú með um næstu mánaðamót þegar dregið er í fyrsta skipti. Hér er heimilisfangið okkar: Vikan - lesendaleikur Seljavegi 2 101 Reykjavík 50 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.