Vikan


Vikan - 19.10.1999, Page 51

Vikan - 19.10.1999, Page 51
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson t a • ^Framtíðin er á • Djupavogi Grípi löngunin mann til að hverfa burt úr amstri hversdagslífsins, keyra á fallegan og friðsælan stað og vera í góðu yfirlæti umvafinn náttúrunni er Djúpivogur rétti staðurinn. Bærinn þar sem austfjarðaþokan minnir á sig er ekki stór en heimamenn eru stórhuga. Djúpivogur stendur við Berufjörð, fjörð sem hefur margt uppá að bjóða fyrir víðsýna ferðamenn. Þar er fallegt umhverfi með Bú- landstindinn í forgrunni og stutt er að sigla út í hina sögufrægu eyju Papey. Einnig er mikið um fallegar gönguleiðir við Djúpavog, þar er golfvöllur og sund- laug og boðið upp á sjóstangveiðiferðir. Hægt er að heimsækja Löngubúð, - safn Ríkarðs Jónssonar myndskera og minningar- stofu um Eystein Jónsson ráðherra og Sólveigu Eyj- ólfsdóttur. En til að geta tekið á móti ferðamönnum, innlendum sem erlendum, þarf að geta boðið uppá gistiaðstöðu. Gamalt og rótgróið hótel, Hótel Framtíðin á Djúpa- vogi, er eitt fallegasta og vinalegasta hótelið á lands- byggðinni án þess að á aðra sé hallað. Ný viðbygging við gamla hótelið, sem opnuð var í júní, er reisulegt bjálkahús með átján rúmgóð herbegi með baði og nauð- synlegustu þægindum, og í gamla húsinu eru herbergi með handlaugum og svefn- pokapláss. I nýju bygging- unni er samkomusalur sem getur rekið 120 manns í mat og 250 manns í sæti og þar er auðvelt að slá upp sam- komum allt frá ráðstefnum til stórdansleikja. Veitinga- aðstaða er í gamla hótelinu og bjóða hótelhaldarar uppá mjög fjölbreyttan matseðil með lystilegum réttum og áherslu á sjávarfang á sann- gjörnu verði. Við ýmis til- efni er tilvalið fyrir hópa af öllum stærðum að heim- sækja Hótel Framtíð og þá sérstaklega þá sem vilja komast úr þéttbýlinu og njóta hins fallega fjalla- og fjarðahéraðs. Hótel I rainlíú á Djúpa- —. vogi. Gamla húsift á sér ' . ■ ~'£i-.. langa scigu sem verslunar- hús en jireligsli voru lárin ' art set ja liótelinu höinlur. IVleft nýrri viðbyggingu opnast inargir niiiguieik- ar til ráftstefnu- og skeinintanahalds á Djiipavogi. Á Hótel Fráintíft er fyrsfa flokks veitinga- hús jiar scni áhgrsla er á sjávar%j‘Fr^4ísK'- niömuim stájoarihs.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.