Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 8
 'A j \ M 9\ •»- , •— ' LmJr meðan vöðvarnir eru að styrkj- ast. Varðandi mataræði þá eru margar kenningar uppi um hvernig best sé að borða. Ég held að fólk þurfi bara að vera svolítið meðvitað um hvað það setur ofan í sig og það á frekar að borða lítið í einu og oftar." Þeir eru margir sem veigra sér við að byrja vegna þess að það kostar töluvert mikið kaupa sér kort í líkamsrækt. Hvað getur þú ráðlagt þeim? „Það er hægt að stunda margs konar líkamsrækt fyrir utan heilsuræktarstöðvarnar. Þeir eru margir sem eru í topp- formi en hafa aldrei komið inn á líkamsræktarstöð. Það er hægt að hlaupa, ganga, synda, skella sér á skíði o.s.frv. Bara að koma sér af stað og vera dug- legur að viðhalda því." Eftirminnilegt krýning- arkvöld Hvernig gengur að vinna saman í fjölskyldufyrirtæki? „Það gengur bara ótrúlega vel. Við reynum að haga okkur þannig að þótt við séum systk- ini þá erum við líka að reka fyr- irtæki. Við erum ófeimin að tjá okkur, ég hugsa ekki með mér að ég vilji ekki segja eitthvað við Lindu svo hún verði ekki fúl. Ég held að þetta gangi bara vel hjá okkur að vera samstarfs- menn á daginn og systkin á kvöldin. Við reynum að hafa þetta eins aðskilið og við get- um. Elsti bróðir okkar er stjórn- arformaður fyrirtækisins og við höldum símafund með honum a.m.k á tveggja vikna fresti svo hann geti fylgst með því hvað er að gerast hjá okkur. Við fáum ekki bara að eyða peningunum hans! Foreldrar okkar búa í Gríms- nesinu og pabbi hefur öll sam- skipti við okkur í gegnum tölvu og síma. Hann er hérna einn morgun í viku og sér þá um að greiða reikinga og annað slíkt sem kemur upp." Manstu vel eftir því þegar systir þín var kosin ungfrú heimur? „Já, það er ógleymanlegt. Við vorum öll fjölskyldan í Royal Albert Hall og fylgdumst með keppninni. Daginn eftir var Lindu fagnað eins og kvik- myndastjörnu og alls staðar beðin um eiginhandaráritanir. Við höfðum litla hugmynd um hversu umfangsmikil keppnin væri og að hún væri orðin svona fræg. Eftir að hún kom heim varð hún strax þekkt og stans- laust í auglýsingum fyrir hin og þessi fyrirtæki. Hún hefur auð- vitað verið mjög mikið í fjöl- miðlum allar götur síðan. Hvernig tóku vinir þínir þess- um nýju fréttum? „Vinir mínir á Vopnafirði tóku þessu vel og þar þekktu hana alla. Það hefði sjálfsagt verið öðruvísi ef við hefðum búið í Reykjavík á þessum tíma. Ég hef nú nokkrum sinnum lent í því að þegar ég kem inn í nýj- an hóp og kynni mig sem Sævar Pétursson. Síðan líða kannski 3- 4 vikur og þá kemst einhver að því að ég er bróðir Lindu Pé. Þá hefur heyrst: „Af hverju sagðir þú okkur ekki að hún væri syst- ir þín!" Sævari er greinilega skemmt yfir því að fólk skuli endilega vilja setja þau systkin undir sama hatt. Hver eru nú helstu áhugamál þín? „Ég hef mikinn áhuga á öll- um íþróttum. Ég spila knatt- spyrnu með Fram í sumar og það er tímafrekt. Ég er kominn með snert af golfbakteríunni en í rauninni hef ég lítinn tíma til að sinna tímafrekum áhugamál- um þegar svona mikill tími fer í vinnuna og fótboltann. Þegar ég vil virkilega slaka á horfi ég gjarnan á góða kvikmynd og ég get nú reyndar bætt kvikmynd- um á áhugamálalistann." Hvernig er nú að vera eini karlmaðurinn í Baðhúsinu? „Mér finnst það bara fínt. Ég Samstarfskonur Sævars í Baðhúsinu er með ein- dæmum hressar konur. er búinn að vera svo lengi að ég held að konurnar séu farnar að líta á mig sem húsgagn hérna á staðnum, ég er hættur að vera karlmaður í þeirra augum. Ég tók sérstaklega eftir því fyrst að konurnar voru hálf vandræða- legar þegar þær sáu mig og fóru að spyrja hvað ég væri að gera. Þær vöndust mér fljótt og ég held að það hafi enginn þeirra hætt vegna veru minnar á staðnum. Ég kann bara prýðilega við að starfa með öllum þessum konum og það hefur gengið mjög vel. Reyndar er nú annar karlmaður sem starfar hérna í Baðhúsinu, hann kennir jóga en kemur bara tvisvar í viku og fer þá beint inn í salinn. Konurnar verða lítið varar við nærveru hans nema bara þær sem eru í tímum hjá honum. Ég held að samstarfskonur mínar séu líka sáttar við veru mína á staðnum, reyndar tek ég stundum eftir því að það slær þögn á hópinn í kaffistofunni þegar ég geng inn. Þá geng ég út frá því að þar hafi einhver kvennamálefni verið til umræðu. Ég fæ mína útrás við að spjalla við strákana í fótbolt- anum, það myndar gott mót- vægi." Ég frétti nú reyndar að þú hefðir verið kosinn herra grunnskóli Vopnafjarðar eftir að systir þín varð ungfrú heim- ur. Var það draumurinn að feta í fótspor hennar? „Hvar í ósköpunum grófstu það upp! Ég held að sú kosning hafi bara verið vegna þess að hún varð ungfrú heimur. Ég veit ekki til þess að herra og ungfrú grunnskóli Vopnafjarðar hafi verið krýnd áður en þetta gerðist. Það greip um sig því- líkt æði á Vopnafirði að ég held að það hafi meira segja verið kosin herra og ungfrú frysti- hús!" „Síðan líða kannski 3-4 vikur og þá kemst einhver að því að ég er bróðir Lindu Pé. Þá heyrist gjarnan: „Af hverju sagðir þú okkur ekki strax að hún væri systir þín!" 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.