Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 28
s g átti mjög góða æsku og yndislega foreldra en samt var ég alltaf með minnimáttarkennd og leið oft illa. Ég var aldrei ánægð með útlit mitt og taldi mig feita og ljóta. Ég veit það nú að það var alger misskiln- ingur en kannski fylgir þetta bara unglingsárunum. Ég lenti í slæmum félagsskap þegar ég var fimmtán ára og fór að drekka mjög mikið. Eitt sinn var ég stödd í partíi með þessum félögum mín- um og þar dó ég brennivíns- dauða í fyrsta skipti. Strák- ur, sem ég þekkti, sjö árum eldri en ég, notfærði sér ölv- un mína. Ég rankaði við mér þegar hann lá ofan á mér en var svo logandi hrædd að ég þorði ekki að gera neitt nema að gráta. Þá hætti hann og fór fram alveg nak- inn en ég klæddi mig í flýli og hljóp úl úr húsinu. Þá keyrði fram á mig góð- ur vinur minn og hann spurði mig hvort eitthvað væri að. Ég neitaði því en sagði honum að ég væri bara drukkin og þyrfti að komast heim. Ég sagði aldrei sálu frá hvað raunverulega gerð- ist þetta kvöld. Mig langaði að segja mömmu og pabba þetta en þorði það ekki. Bæði vegna þess að ég vildi ekki að þau kæmust að því að ég væri farin að drekka og svo taldi ég þetta líka mér að kenna. Ég hefði ver- ið í of stuttu pilsi, of ögrandi. Ég breyttist mikið eftir þennan atburð. Ég varð mömmu og pabba mjög erf- ið. Mér var orðið sama um líkama minn og sjálfsvirð- ingin var engin. Sjálfsálitið hafði svo sem verið lítið fyr- ir en nú var það ekki neitt. Ég hegðaði mér því eins og algjör drusla. Sautján ára varð ég ófrísk og ég var með barnsföður mínum í sex mánuði en þá slitnaði upp úr sambandinu. Rétt áður en ég varð átján ára eignaðist ég litla, yndislega stelpu sem var algjör himnasending, eins og pabbi minn segir alltaf. Ég varð strax mikil mamma, hætti öllu djammi og veseni og tók mig á. Sagan endurtekur sig Þegar dóttir mín var árs- gömul kynntist ég yndisleg- um strák sem gekk dóttur minni strax í föðurstað. Við vorum saman í fjögur ár og áttum barn saman en þá urðu sambandsslit milli okk- ar vegna þess að ég var byrj- uð í rugli aftur og bar hvorki virðingu fyrir honum né sjálfri mér. Rétt eftir að við hættum sam- an var hann með börnin yfir helgi. Ég fór út að skemmta mér og hélt partí á eftir. Gestirnir fóru og vinur minn sá um að læsa húsinu fyrir mig. Ég fór inn að sofa en vaknaði við það að einn strákurinn var kominn aftur. Hann hafði laumast til að taka úr lás aft- ur og var skriðinn upp í til mín og farinn að þukla á mér. Það vildi mér til happs að ég var ekkert sérlega drukkin svo ég gat hent honum út. Þetta ýfði hins vegar upp gamalt sár og ég gat ekki útilokað þetta atvik eins og ég hafði gert í fyrsta sinn. Ég flutti fljótlega upp úr þessu í mína eigin íbúð og leið mjög vel. Ég var sátt við að búa ein með börnunum mínum en hafði gaman af að fara út að skemmta mér þegar maðurinn minn fyrr- verandi tók börnin á föstu- dögum. Oft drakk ég tals- vert rnikið og ég fór fljótlega að átta mig á að ég þyrfti að taka mig á. Þetta var orðinn vítahringur og ég vildi ekki að líf mitt yrði svona. Ég var alvarlega farin að hugsa um að leita mér hjálpar við að rjúfa þetta mynstur þegar ég varð fyrir þriðja áfallinu, að- eins tveimur mánuðum eftir hið fyrra. Ég hélt auðvitað partí eft- ir ball sem stóð langt fram undir morgun. Um áttaleyt- ið voru aðeins ég og þrír Hann hafði laumast til að taka úr lás aftur og var skriðinn upp i til min og farinn að þukla á mér. Ég rankaði við mér þegar hann lá ofan á mér en var svo logandi hrædd að ég þorði ekki að gera neitt nema að gráta. góðir vinir mínir eftir og ég ákvað að fara að sofa, enda orðin mjög drukkin. Þeir spurðu hvort þeir mættu ekki sitja og spjalla ögn lengur og ég hélt það nú en bað þá bara að setja í lás þegar þeir færu. Ég bauð góða nótt og fór upp í rúm að sofa. Ég vaknaði upp við vondan draum þar sem æskuvinur minn, sem hafði verið vinur minn frá átta ára aldri, var kominn upp í til mín og var að afklæða mig. Ég var hálfsofandi og illa drukkin svo ég gat ekkert gert annað en að gráta og segja nei. Fékk aukinn kraft ein- hvers staðar frá Hann hlustaði ekki á mig og hélt bara áfram. Hann var kominn ofan á mig þeg- ar ég fékk einhvern kraft einhvers staðar frá. Það var eins og einhver væri kominn og væri að hjálpa mér. Ég náði að ýta honum ofan af mér en hann greip í mig og sagði að þetta væri allt í lagi. Ég svaraði og sagði nei, að þetta væri sko ekki í lagi. Því næst fór ég inn í her- bergi þar sem vinkona mín svaf ásamt vini sínum og beið eftir að hann kæmi sér burtu. Það var lítið sofið þennan morgun. Ég kenndi enn og aftur sjálfri mér um hvernig fór og velti lengi fyrir mér hvað ég ætti að gera. Að lokum tók ég ákvörðun: Þetta ætlaði ég ekki að loka 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.