Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 54
GSM-grfn I Kæri póstur, Ég er 38 ára kona, einstæð og á tvö börn á skólaaldri. Ég vinn frá 9-5 alla virka daga og tek stundum að mér helgarvinnu eitt eða tvö kvöld. Ég hef ekki verið í föstu sambandi við karl- mann síðan ég skildi fyrir nokkuð mörgum árum en átt í tveim stuttum sam- böndum. Hvorugur þeirra manna var kynntur fyrir krökkunum mínum því ég vildi ekki taka áhættuna, þau hafa liðið nóg vegna karlamála minna. En nú er ég orðin ástfang- in af manni sem er nokkuð eldri en ég og við erum búin að vera saman í meira en ár. Hann er líka fráskilinn og býr einn, en á líka tvö börn sem nú eru orðin sjálfstæð. Þessi maður er í alla staði mikill heiðursmaður, það veit ég af öllu því sem ég hef heyrt um hann og séð til hans. Hann hefur komið afar vel fram við mig og ég er búin að kynna hann fyrir krökkunum, sem líkar vel við hann. En nú er ég í vanda. Hann vill nefnilega að við giftum okkur og för- um að búa saman. Ég veit ekki af hverju það er, en ég er ekki tilbúin til þess og ég sagði honum það og hann tók því mjög illa. Honum finnst samband okkar laust í reipunum, hann vill að við bindumst hvort öðru, gerum þetta opinbert. Ég get ekki hugsað mér að vera án hans í lífinu, það veit guð, en ég er hrædd. Af hverju? Hvað á ég að gera? Kærastan Kæra kærasta, Þetta var erfið spurning. Kannski veistu sjálf af hverju þú ert hrædd. Hver voru þessi erfiðu karlamál þín sem þú minnist á? Get- ur verið að gamall draugur sé að hræða þig? Getur ver- ið að þú þorir ekki að njóta lífsins með manni sem þú elskar af því að fyrri reynsla þín af karlmönnum og sam- búð er svo slæm? Það er sorglegt að lifa öllu lífinu í skugga óttans og að þora ekki að treysta nein- um. Það er alveg þess virði að taka áhættuna til þess að geta orðið hamingjusamur. Kannski er vinur þinn tilbú- inn að reyna sambúðina til reynslu án giftingar, og því skyldir þú ekki slá til fyrst bæði þú og börnin þín eruð hrifin af manninum? Það getur enginn nema þú tekið ákvörðun í þessu máli. Það er vit- urlegt að vera var- kár í stórum ákvarðanatök- um en skoðaðu líka hjarta þitt. Sennilega ættirðu að leyfa því að ráða að þessu sinni. Spurningar má senda til „Kæri Póstur" Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. etfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.