Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 21

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 21
Antonio Banderas er fæddur í Malaga á Spáni. Faðir hans er fyrrum lögreglufulltrúi en móöir hans er kennari. Áhugi hans á leiklist kviknaöi á unglingsárun- um þegar bekkjarfélagarnir fóru saman á leik- sýningu. Þegar hann kom heim tilkynnti hann foreldrum sínum að hann ætlaöi sér aö verða leikari. Foreldrarnir höföu lítinn skilning á löngun sonarins, hristu bara höfuðið og sögðu að hann væri að missa vitið! Ekki er hægt að segja að Banderas hafi verið ánægður með sjálfan sig á unglingsárunum. „Ég leit hræðilega út. Andlit mitt var þakið þólum og ég var með skakkar tennur." Eitthvað lagaðist útlitið með aldrinum og Banderas var enn harðá- kveðinn í að læra leiklist. Nítján ára gamall hóf hann nám við leiklistarskóla og strax að útskrift lokinni byrjaði hann að leika með litlum leikhóp- um. Fljótlega komst hann á samning hjá „National Theatre of Sþain" og það sem skipti meira máli, hann komst í kynni við kvikmynda- leikstjórann Pedro Aimódovar. Mikill vinskapur tókst með þeim og í kjölfarið fylgdu fimm kvik- myndir sem komu Banderas á kortið í kvik- myndaheiminum. Vinskapurinn við leikstjórann átti eftir að hafa gífurlega mikil áhrif á líf leikar- ans: „Pedro er sá maður sem hefur haft mest áhrif á líf mitt, bæði einkalíf og vinnu." Örlagarík veisla Fyrstu kynni Banderas af Hollywoodstjörnum voru harla óvenjuleg. Hann hitti söng- og leikkonuna Madonnu í veislu, en hún var þá stödd á Spáni til að taka upp kvikmyndina „I rúminu með Madonnu". Madonna leyndi ekkert aðdáun sinni á þessum glæsilega Spánverja sem var staddur í veislunni og notaði hvert tækifæri til að daðra við hann. Banderas var þá harðgiftur spænsku leikkonunni Ana Leza. Hluti af bíómyndinni var tekinn upp í veislunni og áður en Banderas vissi af voru kvikmyndavéi- ar komnar í gang. Madonna reyndi að ræða við kappann en hann skildi ekki orð í ensku á þeim tíma og svaraði „yes" í hvert skipti sem ungfrúin ávarpaði hann. „Ég hefði átt að segja nei" segir hann eftir á en meö þátttöku sinni í myndinni varð hann þekkt nafn utan heimalands síns. „Ég er þess fullviss að þegar fólk hafði séð myndina hafi það spurt: Hver er þessi Antonio Banderas? Því hefur sjálfsagt verið fljótsvarað: Það er þessi strákur sem leikur alla hommana í spænsku bíó- myndunum!" Árið 1992, að þrjátíu kvikmyndum loknum á Spáni, tók Banderas stefnuna á Hollywood. Hann fékk strax lítið hlutverk í kvikmyndinni „The Mambo Kings". „Ég kunni ekki stakt orð í ensku en til að fá hlutverkið varð ég að læra setningarnar mínar." Það tókst og með þessu litla hlutverki tókst hon- um að sanna sig í hinum harða heimi Hollywood. Á þessum tíma var hann ennþá giftur Ana Leza og átti heimili bæði í Los Angeles og á Spáni, þar sem eiginkonan var upptekin við kvikmyndatök- ur. Ein afdrifaríkasta stundin í lifi hans var þegar hann hitti meðieikonu sína í kvikmyndinni „Two much" en það var leikkonan Melanie Griffith. Banderas segir að hjónaband sitt og Ana hafi verið í andaslitrunum þegar þau Melanie kynnt- ust. „í fyrsta skipti sem við hittumst ákvað ég að reyna að halda uppi samræðum. Ég var eins og kjáni og spurði hana hvað hún væri gömul. Mel- anie svaraði mér strax og sagði: „Þessi spurning hæfir ekki konu" og ég blóðroðnaði. Á þessari sömu stundu vissi ég að eitthvað hafði gerst. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og áður en við viss- um af var rómantíkin í bíómyndinni búin að taka sér bólfestu í okkar eigin lífi. Melanie á skrautlega fortíð. Hún hefur átt við áfengis- og fíkinefnavanda að stríða og sjálfsagt er hún þekktust fyrir stormasamt hjónaband á meðan hún var gift leikaran- um Don Johnson. Þau eiga samantvö börn, 9 og 13 ára. Banderas lét vitneskj- una um fortíð hennar ekki slá sig út af laginu því hann var ástfanginn upp fyrir haus. Um hjónaband sitt viðAna sagði Banderas: „Það er alltaf erfitt að slíta sambandi en það var nánast búið á þessari stundu. Ég var hins vegar mjög hamingjusamur vegna þess að ég hafði fundið ástina að nýju. Ég varð ástfanginn af Melanie þótt ég vissi hvað hún bæri með sér í sambandið, bæði góða hluti og slæma." Saman eiga þau dótturina Estella del Carmen sem er þriggja ára. Banderas segir að strax eftir að samband þeirra varð opinbert hafi þau átt í vandræðum með „papparazzi" Ijósmyndara sem elta þau á röndum, litla dóttirin er orðin aðal- skotmark þeirra í dag. í felum fyrir liosmyndurum Banderas hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig það er þegar að sambandið er sífellt undir smásjá fjölmiðla. „Það er ótrúlegt að upp- lifa slíkt. í rauninni er þetta virkilega ósanngjarnt. í okkar tilfelli styrkir það sambandið en þetta kemur niður á starfsferlinum. Ef maður er alltaf í blöðunum sem teljasttil gulu pressunnar t.d. National Enquirer þá er litið á mann sem annars flokks leikara. Fólk myndi ekki trúa því hvað þessir Ijósmyndarar leggjast lágt. Þegar Melanie var komin níu mánuði á leið og um það bil að eignast Estellu þurftum við að vefja utan um hana teppi og læðast út úr húsinu okkar með miklum tilfæringum til að losna undan Ijósmynd- urum. Það eru menn sem hlera hvert einasta símtal frá okkur og ástandið er verra þegar ég hringi til fjölskyldu minnar á Spáni. Þegar ég tala við þau verð ég að tala dulmál sem ég breyti daglega svo þeir geti ekki ráðið í það." Banderas er einlægur aðdáandi dóttur sinnar. „Föðurhlutverkið gerir mann að betri manni. Það er yndislegt. Hugarfar mitt breyttist mikið eftir að ég eignaðist hana. Áður fyrr hugsaði ég með mér að ég væri að vinna fyrir sjálfan mig en í dag er ég að vinna fyrir hana líka. Ef þig langar að eign- ast betra líf og verða að betri manneskju þá mæli ég með að þú eignist barn." Sé starfsferill hans skoðaður má sjá hann í mörgum ólíkum hlutverkum. Hann sló í gegn í bíómyndinni „Interview With aVampire" og í „Philadelphia" lék hann smáhlutverk en stal senunni. Hasarmyndirnar Desperado og Zorro henta honum vel og ekki má gleyma hans hluta í myndinni Evítu þar sem Madonna sjálf lék á móti honum. Þær sögusagnir gengu fjöllunum hærra að Melanie hafi ekki verið róleg meðan á þeim tökum stóð því Madonna hefur aldrei leynt aðdá- un sinni á Banderas þótt sá áhugi hafi aldrei ver- ið gagnkvæmur. Gagnrýnendur vestanhafs hældu Banderas í hlutverki Zorro og þar fékk hann þá umsögn að hann væri kynþokkafullur. Leikarinn þjáist greini- lega ekki af stjörnustælum því hann vildi ekki samþykkja þessa umsögn. „Ef ég hef svona mikinn sjarma eða er svona kynþokkafullur þá tek ég ekki eftir því. Ef ég tæki eftir því og væri sífellt að hugsa um hvort ég væri kynþokkafullur, þá sæi það enginn annar. Dettur ykkur í hug að mér finnist ég vera kynþokkafullur? Eftir að hafa horft á sjálfan mig í spegli á hverjum morgni í 37 ár þá hef ég misst allt skyn á hvernig ég lít út." Hann hefur nýlega lokið við að leikstýra grín- mynd sem heitir „Crazy in Alabama" en í henni leikur enginn önnur en eiginkonan, Melanie Griffith. „I fyrstu hugsaði ég með mér að þetta væri kannski ekki skynsamlegt og myndi jafnvel skaða hjónaband okkar. Svo reyndist ekki vera, samstarfið gekk mjög vel og við erum ennþá hamingjusamlega gift." Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.