Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 56
Lífsreynslusam Við mæðgurnar þiáumst af matargræðgi Ást, hatur og hamborgarar Ellefu ára dóttir mín erfði brúnt silkimjúkt hárið, spékoppana og fallegu húð- ina frá mér. En því miður er hún líka eins feit og ég. Hún hefur tileinkað sér óheilsu- samlegar matarvenjur mínar og það hefur komið illilega niður á sjálfsmynd hennar nú þegar hún er á viðkvæm- um aldri. Hún sagði nýlega við mig að sér liði mjög illa andlega og að hún væri þunglynd, en það varð til þess að ég varð andvaka heila nótt og hef hugsað stöðugt um þessi mál síðan. Það er nógu erfitt að vita til þess að barninu manns líði illa en þó er öllu verra þegar maður sjálfur á sök á vanlíð- an barnsins síns. Það er óbærilegt til þess að hugsa að litla stúlkan mín hafi „erft" eitthvað svo neikvætt frá móður sinni. Líkamsþyngd mín hefur verið vandamál frá því að ég man eftir mér. Elsta minning mín er af móður minni þar sem hún stóð yfir mér ásak- andi á svip og sagði: „Ekki borða svona mikið!" Nú er dóttir mín í sömu sporum og ég var hvað ofþyngd varðar og er að fást við jafnvel enn meiri yfirþyngd en ég var að glíma við á hennar aldri. Hún er bæði þyngri og daprari en ég var. Mig lang- ar til að deyja þegar ég hugsa um angist hennar. Að öllu öðru leyti eigum við eins dásamlegt mæðgna- samband og hugsast getur. Eg er kennari og dóttir mín er mjög námfús, þannig að við eyðum miklum tíma saman í námið og þær stundir eru okkur dýrmætar. Við eigum sömu uppáhalds- þætti í sjónvarpinu og okkur finnst mjög gaman að fara saman í bíó og rækta sam- band okkar við ættingja og vini. Við tvær erum mjög nánar og ég veit að mörgum finnst við öfundsverðar af þessu djúpa og ástríka til- finningasambandi okkar. Hins vegar vofir yfir okkur hinn ömurlegi raunveru- leiki, sem er að við þjáumst báðar af offitu. Við eigum í sameiginlegri baráttu við að hemja þráhyggjukennt ofát. Þetta snýst um ást, hatur og hamborgara. Hún er hunsuð af bekkjarfélögum sínum Flestir halda að það versta sem geti komið fyrir feit börn sé að þeim verði strítt í skólanum. Dóttur minni hefur vissulega verið strítt, en þó ekki eins mikið og ég hafði búist við, þegar ég hugsa um mína eigin reynslu sem feit stelpa í barnaskóla. Það er samt ekki stríðnin sem hefur kvalið dóttur mína hvað mest heldur sú staða að hún er hunsuð af bekkjarfélögum sínum. Hún fær enga athygli frá þeim og henni finnst meira að segja kennarinn sniðganga sig að vissu marki. Það vill enginn sitja hjá henni í tímum og það virðist eilíft vandamál að fá einhvern til þess. Þrátt fyrir að óneitanlega fari mikið fyrir henni sökum lík- amsþyngdar, þá upplifir litla stúlkan mín sig ósýnilega. Eg spurði hana nýlega hvort krakkarnir í skólanum væru vondir við hana en hún svar- aði því til að það væru þeir ekki en hins vegar stæði þeim alveg á sama um hana. Hún væri hvorki fugl né fiskur í þeirra augum. Mér finnst þessar aðstæð- ur okkar vægast sagt ömur- legar og þrái heitar en nokk- uð annað að við mæðgurnar getum unnið bug á þessu átröskunarvandamáli í sam- einingu og byrjað nýtt líf. Ég er búin að vera í megrun frá því að ég man eftir mér og hef reynt alla megrunarkúra sem til eru. A mínum yngri árum náði ég stundum af mér 20 kílóum í einhverjum kúrnum og eftir því sem tal- an á vigtinni fór lækkandi jókst sjálfstraustið. Þá kynntist ég stundum karl- mönnum sem ég fór að vera með en þegar samböndin gengu ekki hellti ég mér út í stjórnlaust át og bætti á mig 40 kílóum á mjög skömmum tíma. Þetta var algjör víta- hringur sem ég er enn föst í. Ég ólst upp við þannig heimilisaðstæður að fjöl- skyldumeðlimir voru alltaf í megrun. Það voru aðallega móðir mín og systir. Matur var annað hvort stimplaður góður eða slæmur og það var enginn meðalvegur í þeim efnum. Þetta hafði þau áhrif á mig að slæmur matur varð enn meira spennandi en ella og án þess að ég sé að kenna mínum nánustu um offituvandamál mitt, þá efast ég ekki um að þarna hafi grunnurinn að víta- hringnum verið lagður. Dóttir mín hefur frá unga aldri verið mjög sólgin í mat og ég gat ekki hugsað mér að neita henni um mat. Mér fannst að með því að halda mat frá henni væri ég um leið að svíkja hana á sviði umhyggju og ástar. Ég held að flestir foreldrar þekki þá tilfinningu að þeim finnist þeir þurfa að vera ákveðnir gagnvart börnum sínum með mataræði. Mér finnst t.d. hræðileg tilhugsun að vita til þess að dóttir mín sé svöng. Samt er ég alltaf dauðhrædd um að hún rnissi stjórn á mataræði sínu. A tímabili fór ég þá leið að Nú er dóttir mín í sömu sporum hvað ofþyngd- ina varðar og er að fást við jafnvel enn meiri yf- irþyngd en ég gerði á hennar aldri. Hún er bæði enn þyngri og daprari. Mig langar til að deyja þegar ég hugsa um angist hennar. Það er nógu erfitt að vita til þess að barninu manns líði illa en þó er öllu verra þegar maður sjálfur á sök á vanlíðaninni. 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.