Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 17

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 17
einbeita sér aö svæðinu fremst á stórutá og tveimur næstu tám til þess að róa æstan huga. Svefnvenjur Gott er að venja sig við ákveðnar reglur og halda þær. Sumirfara alltaf í slakandi bað á kvöldin eða lesa bók. Einnig getur verið róandi að bursta hárið eða setj- ast niður og fara yfir atburði dagsins í huganum og hreinsa hann síðan. Fastur háttatími á hverju kvöldi er sumum nauðsynlegur og getur gert svefnleys- ingja gott. & m" inn. Algengt er að fólk fái sínar bestu hugmynd- ir rétt fyrir svefninn og því er gott ráð að hafa stílabók og penna við rúmið til að skrifa niður hugsanirnar. Þegar þær eru komnar á blað halda þær ekki lengur vöku fyrir manni. Frægjrsvefn- J Friður og ró Samkvæmt kenn- ingum Feng Shui er varað við því að nota sterka rauða liti í svefnherberg- inu. Einnig er mælt gegn gulum, appel- sínugulum og blá- um litum, hvort sem er á veggjum eða rúmfötum. Veljið heldur ferskjuliti, græna eða kremaða liti á veggi, glugga- tjöld og rúmföt. Samkvæmt sömu kenningum magna speglar upp orkuna í herberginu. Forð- ist því að hafa spegil nálægt rúm- inu. Hreinsið allan óþarfa og drasl burt úr herberginu. Yfir- fullt og ruslaralegt herbergi eykur enn á svefnvandann. Svefnherbergið á að vera griðarstað- ur en ekki orrustu- völlur. Svæfandi tölfræði Rannsóknir hafa sýnt fram á að aðeins 15% Norðmanna þjást af svefnleysi meðan rúmur helmingur Bandaríkjamanna kvartar yfir slíku. Engar útskýringar hafa fylgt þessari könnun en leiða má líkum að því að hnattstaða eða almennt heilsufar hafi hér áhrif á. Margir íslendingar halda því fram að þeir séu þungir og sofi mikið í svartasta skammdeginu en þurfi miklu minni svefn á sumrin. í bandarískri rannsókn á svefnvenjum komu ýmis persónuein- kenni í Ijós eftir svefnháttum. Innhverfir einstaklingar sofa jafnan samanhnipraðir á hliðinni. Úthverfir persónuleikar sofa á bakinu en stjórnsamir einstaklingar sofa gjarnan á maganum með strekkta út- ' limina. Það tekur meðalmanninn um 15-25 mínútur að falla í svefn frá þvílagster til hvílu. Franskur jarðvísindamaður, sem lokaðist inni dimmum helli í nokkra sólarhringa, komst að raun um að líkamsklukkan hans hélt áfram að stjórna svefni og vöku þrátt fyrir einangrunina. Sérfræð- ingar halda því nú fram að það sé einfaldlega ekki rétt að með aldr- inum þurfi fólk sífellt minni svefn. Þeir sem þurfa átta tíma svefn um fertugt þurfa næstum sama hvíldartíma um áttrætt. Svæfandi æfingar Innhverf íhugun og sjálfsdáleiðsla eru ágætis aðferð til slökunar fyrir svefninn. Prófaðu eftirfarandi: Komdu þér þægilega fyrir í mjúku og hlýju rúmi. Lokaðu augunum og ef með þarf notaðu þá augnhlífar eða hvíldarmaska. Notaðu eyrnatappa til þess að koma í veg fyrir truflandi umhverfishljóð. Næsta skref er að draga andann hægt og rólega í gegnum nefið. Andaðu djúpt og alveg niður í maga nokkrum sinnum. Þá er kominn tími tii að einbeita sér að líkamanum. Byrjaðu á því að spenna vöðva í fótum og slaka þeim á víxl nokkrum sinnum. Imyndaðu þér að spennan í líkamanum hverfi út um fæturna í hvert sinn sem slakað er á. Haltu áfram að anda djúpt og rólega og sjáðu fyrir þér úr í keðju sem sveiflast fram og til baka fyrir framan andlit þitt. ímyndaðu þér að úrverkið gefi frá sér smá hljóð; tikk, takk, tikk, takk.......Hlustaðu á þig segja: „Nú er ég að sofna, hægt og rólega. Ég ætla að sofa fast og vel. Ég ætla að sofa til morguns í einum dúr og...." 11111 zzzzzzZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzz Haldið dag- bók ' Það er gott ráð að halda dagbók eða vísi að slíku. Margir eru andvaka vegna þess að hugsanir og hugmyndir þjóta í gegnum koll- ogaoferoir w beirra Benjamin Franklin var bandarískur stjórn- mála- og uppfinningamað- ur sem uppi var á 18. öld. Hann fór nakinn út í kulda til þess að sofna betur. Slíkt myndi vekja óþarfa athygli nágrannanna og jafnvel varða við lög í dag. Hins vegar er hægt að setjast í ískalt bað inni hjá sér með sama ár- angri. Nægilegt er að hafa vatnsborðið tíu sentímetra hátt og setjast í það í hálfa mín- útu. Efri hluti líkamans og höfuð þurfa ekki að blotna. Að baðinu loknu er nauðsynlegt að þurrka sér vel og fara beint í rúmið. Heilsugúrúar hafa mælt með þessari aöferð vegna þess að kuldinn hafi þau áhrif að hugurinn einbeiti sér að því að ná upp yl á „kalda svæðinu" í stað þess að hringsnú- ast um erfiðar hugsanir. Charles Dickens skrifaði margar góðar skáldsögur sem enn eru í hávegum hafðar. Hann hélt fram kenningum um segulmagn jarðar og notaði áttavita til þess að vera viss um að höfuð hans vísaði í hánorður þegar hann svæfi. Napóleon keisari - sem aðeins þurfti fjögurra tíma svefn- var á öndverðum meiði. Höfuð hans varð að snúa í hásuður þessar fáu klukkustundir sem hann svaf. Alexandre Dumas var líka rithöfundur eins og Dickens. Hann borðaði alltaf eitt epli áður en hann lagðisttil svefns. Epli, sítrusávextir, perur og rabarbari innihalda mörg vítamín og steinefni sem hafa góð áhrif á líkamann og hjálpa honum til að hvílast og nærast. Abraham Lincoln var einn mikil- hæfasti forseti Bandaríkjanna. Hann hafði þann háttinn á að hann fór út að ganga um miðnætti til þess slaka á fyrir svefninn. Líkamsæfingar og göngur gera líkamann eðlilega þreyttan og þá sofnar maður fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.