Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 45

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 45
EftirDiane Guest. Þórunn Stefánsdóttir þýddi. að leita að Juliette átján árum síðar. í staðinn fann hann mig. Hann hefndi sín á henni með því að giftast mér! Hvað gerðir þú eftir að þú fannst myndirnar? Ég hringdi í stjúpa minn og spurði hann hvort mamma hefði einhvern tíma breytt um nafn. Þegar hann játti því grátbað ég hann að koma undir eins. Tárin streymdu niður kinnar henni. Ég hefði aldrei átt að gera það! Ég vissi að hann var hjartveikur en ég hugs- aði bara um sjálfa mig. Hann kom og ég sagði hon- um allt af létta. Ég hefði átt að vita að hann þyldi það ekki. Hún leit hjálparvana á Kaiser. En ég þarfnaðist hjálpar! Mér varð hugsað til barnanna minna. Ég hafði eignast þau með föður mín- unt og kannski yrðu þau sinnisveik. Og stjúpi minn var læknir. Hann var sá eini sem ég gat snúið mér til, sá eini sem hugsanlega gat hjálpað mér og gefið mér svör. Hvað sagði hann? spurði Kaiser. Hann dó áður en hann gat sagt eitt einasta huggunar- orð. Hjarta hans þoldi ekki áfallið. Á þeirri stundu hefði ég fúslega tekið mitt eigið líf en ég gat það ekki barnanna vegna. Var það þess vegna sem þú ákvaðst að drepa þig og börnin á ferjunni? spurði hann varlega. Ég ætlaði alls ekki að drepa okkur! Þetta var fyrsta aumkvunarverða flóttatil- raunin mín. Julian kom fljúgandi þegar hann frétti af dauðsfalli stjúpa míns og ég heimtaði skýringu. Ég sagði honum að ég vildi fá skilnað á stundinni; ég gæti ekki hugsað mér að vera ná- lægt honum stundinni leng- ur. Veistu hvað hann gerði? Hann hló! Ef þú yfirgefur mig Francesca mun ég segja öllum sannleikann, sagði hann. Hugsaðu þér hvað Hildy verður hissa þegar hún heyrir að mamma henn- ar er jafnframt systir hennar. Og pabbi hennar er jafn- framt afi hennar. Það verður gaman fyrir hana að reyna að útskýra það fyrir vinum sínum. Það er að segja ef þau hafa þá ekki þegar lesið um það í blöðunum! Francesca faldi andlitið í höndum sér. Á þeirri stundu uppgötvaði ég að hann er geðveikur og að hann myndi aldrei sleppa mér. Mín eina von var sú að ég gæti flúið frá honum. Ef við kæmumst undan gætum við skipt um nafn og séð til þess að hann fyndi okkur aldrei. Ég klæddi börnin í björgunar- vesti áður en við stukkum fyrir borð. Ég var nógu vit- laus til þess að halda að okkur mundi takast þetta, en einn farþeganna kom auga á okkur. Julian gaf öllum þá skýringu að ég væri miður mín af sorg eftir dauða stjúpa míns og hvað gat ég sagt? Að ég hafi verið að flýja frá föður mín- um? En ég gaf aldrei upp vonina og svo hitti ég þig. Og hvað nú? Heldur þú að Julian þvingi þig til þess að búa áfram með honum? Hann vill ekkert lengur hafa með mig að gera. Nú vill hann fá Hildy! Guð minn góður! Af hverju segir þú það? Ég hef séð það í augunum á honum. Og Hildy sagði mér að hann hafi kysst hana á munninn. Og nú er enginn til þess að gæta hennar! Kaiser var staðinn upp. Ég skal sjá til þess að börnin verði farin úr hans vörslu áður en dagurinn er liðinn. Hann kyssti hana á ennið. Ekki gefast upp, ástin mín. Það er eitt gott við þetta allt saman, sagði hún. Ég fer ör- ugglega til himna þegar ég dey. Ég hef þegar verið í helvíti! Þremur klukkustundum síð- ar kom Kaiser til baka. Það hafði ekki verið auðvelt að fá saksóknarann til þess að koma með dómsúrskurð urn það að Francesca mætti fara frjáls ferða sinna gegn trygg- ingu. Kaiser hafði fyrst höfðað til hans sem lög- manns, síðan sem gamals vinar og að síðustu gaf hann sig. En þegar kom að börn- unum var hann fastur fyrir. Svo lengi sem ekkert kemur fyrir þau hef ég ekkert í höndunum, sagði hann ákveðinn. Ef Francesca get- ur komið með sönnunar- gögn sem benda til þess að Julian sé í raun og veru faðir hennar get ég gefið út hand- tökuskipun á hann, hélt hann áfram. En það tekur tíma. Loksins kom Francesca í fylgd fangavarðar og Kaiser lagði hendurnar yfir axlirnar á henni. Komum okkur héð- an, sagði hann. Ég hringdi í frú Minstrell og hún sagði mér að Julian og börnin væru á eyjunni. Við verðum að fara beint út á flugvöll. Þegar við höfum komið börnunum í burtu getum við farið til saksóknarans með bréfin sem þú fannst. Hann segir þau nægja til þess að hægt sé að handtaka Julian. Francesca var svo föl að hann var hræddur um að það væri að líða yfir hana. Bara að við komum ekki of seint, sagði hún örvænting- arfull. Hildy hljóp upp stigann. Hún hafði aldrei verið svona hrædd. Julian hafði sagt Christian að hér eftir yrði hann að sofa í sínu eigin herbergi. Hann mætti ekki lengur laumast inn til systur sinnar á nóttunni. Augu Christians fylltust af tárum en Hildy hafði ekki þorað að segja neitt til þess að hugga hann. Hún læddist inn tii bróður síns og lokaði á eftir sér. Hann sat á rúminu sínu og hún var miður sín þegar hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.