Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 11
Kolbrún Vala Jónsdótfir er eigandi African Gallery sem er með afríska listmuni ég tók endanlega ákvörðun en ég eygði þarna góða mögu- leika. Pað var mikið að gera á stofunni og ég hafði trú á sjálfri mér til þess að gera jafnvel enn betur. Sú trú reyndist á rökum reist því stofan gengur mjög vel undir minni stjórn. Ég er með fjórar manneskjur í vinnu hjá mér og hef verið afar heppin með starfsfólk. Að hafa gott starfsfólk er ein helsta forsenda farsældar hjá fyrirtækjum og stelpurnar sem vinna hjá mér eru einfaldlega himnasending! Það er mjög góður starfsandi hjá okkur og við vinnum vel saman en það tel ég vera stóran þátt í þeirri velgengni sem stofan hefur átt að fagna. Ég legg aðaláherslu á að vera með hlýlega stofu með toppþjónustu og það hef- ur augljóslega skilað sér því það þarf að panta tíma hjá okkur með góðum fyrirvara. Ég nota eingöngu þýskar gæðavörur og viðheld reynslu minni með stöðugri vinnu, með lestri fagtímarita og sæki auk þess ýmis námskeið. Starfið sem slíkt er mjög skemmtilegt. Bæði hef ég mik- inn áhuga á öllu sem lýtur að naglasnyrtingu- og ásetningu en svo má ekki gleyma því að ég er sífellt í tengslum við fólk. Það er stór hluti af ánægju minni með starf mitt. Þetta er mjög lifandi starf samskiptalega séð og ég hef kynnst mörgu frábæru fólki í gegnum vinnu mína. Það er bæði gefandi og gefur starfinu enn meira gildi. Ég sé þetta þó ekki sem framtíðarstarf en lít á þessa reynslu sem góðan grunn og þá ekki hvað síst þá reynslu að reka eigið fyrir- tæki. Ég er í rólegheitum að íhuga annað nám sem er á áhugasviði mínu en það er grafísk hönnun." Neglur og list býður upp á alhliða hand- og naglasnyrt- ingu, gervineglur, styrkingu fyrir eigin neglur og ýmiss konar spennandi naglaskraut. Einnig er hægt að fá gel yfir neglurnar en með því haldast þær mjög vel og þurfa ekkert auka dútl heima fyrir, með til- heyrandi raspi, naglaherði og fyrirhöfn. Það nægir að fara á 4-5 vikna fresti í viðhald á stofuna og það er afskaplega aðlaðandi kostur fyrir konur sem eru annað hvort of upp- teknar til að sinna nöglum sín- ar sjálfar eða hafa lélegar neglur að eðlisfari. Sérlega annríkt er hjá Nöglum og list í kringum jól, árshátíðir og brúðkaup, svo það er ráðlegt að panta tíma með góðum fyr- irvara. gömul og rekur verslunina Af- rican Gallery sem er á Skóla- vörðustíg 17b. Verslunin var formlega opnuð á menning- arnóttina í ágúst í fyrra en þá var Kolbrún aðeins 24 ára gömul. „Reyndar opnaði ég 14. ágúst 1998 en það var á af- mælisdegi föður míns. Hann sýndi mér mikinn stuðning og treysti mér fullkomlega til þess að fara út í sjálfstæðan rekstur en hann er rekstrar- ráðgjafi og þekkir vel til þess- ara mála. I raun var allt fólkið mitt mjög jákvætt og hafði mikla trú á mér en það kom mér satt best að segja svolítið á óvart," segir Kolbrún og er hugsandi á svip. „Vissulega óx mér sjálfri þetta dálítið í aug- um í fyrstu og ég vissi að það væri mikil og krefjandi vinna að koma á fót fyrirtæki. En hugmyndin var góð og mér fannst þörf á svona sérstæðri verslun með framandi muni." Hvernig kviknaði hugmyndin? „ Ég var að Iæra afríku- dansa í Kramhúsinu og fannst það afskaplega gaman. Ég fann mig strax í þessum dansi. Það kom gestakennari til okk- ar frá Gíneu sem rekur dans- skóla þar ytra og ég fór með honum í heimsókn til heima- lands hans, meðal annars til þess að nema meiri dans við skólann sem hann rekur. Það var ógleymanlegur tími og auk þess að vera í dansskólanum ferðuðumst við mikið um landið. Við kynntumst menn- ingu og listum innfæddra Gíneubúa nokkuð vel og líka lífsstflnum sem þar er ríkjandi. Ég var yfir mig heilluð af öllu því sem fyrir augu bar og þá sérstaklega öllum fallegu list- mununum en þeir voru ótrú- lega fallegir. Það sem mér fannst líka svo áhugavert var að nær allir hlutir sem eru búnir til þarna hafa fallega merkingu á bak við sig. Ég upplifði þetta svo ekta, svo al- vöru. Það sem sló mig mest, vestræna barnið, var að kom- ast í snertingu við hluti sem eru ekki afurð merkingar- lausrar fjöldaframleiðslu. Það er lögð mikil alúð í hvern hlut hjá þessu frumstæða og óspillta handverksfólki. Marg- ir listmunanna hafa ákveðna merkingu eða eru jafnvel hluti af dansi eða vígslu. Þeir hafa margir hverjir táknræna merk- ingu. Listmunir í Gíneu eru úr náttúrulegum efnum eins og viði, leir og skeljum. Ég dvaldi í Gíneu í tvo mán- uði og á því tímabili fæddist sú hugmynd að opna verslun á Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.