Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 57
Hcimilisfangiö cr: Vikun
„Lífsreynslusaga‘% Scljavcgur 2,
101 Rcvkjavík,
Nctfang: vikan@frodi.is
Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi
þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar.
Mér finnst aðstæður
okkar mæðgnanna
vægast sagt ömurleg-
ar og þrái heitar en
nokkuð annað að við
getum unnið bug á
þessu átröskunar-
vandamáli í samein-
ingu og byrjað nýtt líf
láta hana sleppa öllum sæt-
indum og nasli, nema endr-
um og eins ef eitthvað stóð
til, eins og afmæli. En þá fór
hún að nota sömu stjórnun-
araðferð við mig og ég
reyndi í gamla daga við
móður mína. Hún suðaði,
vældi eða notaði hótanir og
þrátt fyrir ungan aldur notar
hún stundum þá röksemda-
færslu að þjóðfélagið sé bara
með fordóma gagnvart feitu
fólki og slíkt sé ekki sann-
gjarnt.
Átköst eru skammvinn
sæla
Ég hef stundum búið til
aðhaldsáætlanir handa dótt-
ur minni og þar sem hún er
að eðlisfari ósköp ljúf og
skapgóð stúlka hefur hún
gert sitt besta til þess að
halda áætlunina. Ég passa
upp á matarvenjur mínar í
leiðinni til þess að vera
henni styrkur. En svo líða
aðeins nokkrir dagar og þá
er hún farin að gráta, hrein-
lega með ekkasogum, því
hana langar svo óstjórnlega í
„eitthvað gott".
Ég á sjálf við sama vanda-
mál að stríða og því er svo
auðvelt fyrir okkur að falla
saman fyrir freistingunum.
Ég skammast mín fyrir að
segja það, en stundum hám-
um við í okkur rosalegt
magn af pizzum löðrandi í
hvítlauksolíu og heilu
brauðin með þykku lagi af
smjöri ásamt smákökum og
tertum. Okkur líður mjög
vel á meðan á átkastinu
stendur og þá erum við yfir-
leitt að horfa á góða mynd í
sjónvarpinu og teljum okkur
trú um að þetta séu notaleg-
ar „stelpustundir hjá okk-
ur". En sælan er skamm-
vinn, eins og gefur að skilja,
og við þjáumst báðar af
skömmustutilfinningu og
reiði út í sjálfar okkur fyrir
að hafa ekki meiri sjálfs-
stjórn.
Það er líka martraðar-
kennt fyrir okkur mægðurn-
ar að fara í fataverslanir. Við
eigum mjög erfitt með að
finna á okkur föt og getum
engan veginn klæðst tísku-
fatnaði. Ég sauma því mest
megnis fötin á okkur sjálf.
Ég er ráðþrota gagnvart
þessu vandamáli sem hefur
heltekið líf okkar. Offita og
önnur átröskunarvandamál
eru að verða mun algengari
en áður og mér finnst löngu
orðið tímabært að heilbrigð-
isyfirvöld aðhafist eitthvað í
málinu. Heimilislæknirinn
okkar virðist vera feiminn
að ræða þessi mál og ráð-
leggur okkur bara að
minnka mat-
inn og
hreyfa okkur
meira. Það
er hægara sagt en gert fyrir
suma einstaklinga. Vandinn
liggur í óviðráðanlegri fíkn
sem mig grunar að aðeins sé
hægt að vinna sigur á með
markvissri meðferð undir
læknishendi.