Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 37

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 37
Verðmiðalímið afí Það getur verið erfitt að ná límklessum undan verð- miðum af nýkeyptum gler- og plastvörum. Margir reyna að leggja hlutina í bleyti í heitt vatn og nudda síðan límblettinn þar til hann hverfur. Þetta getur verið tímafrekt og það er ekki tryggt að límið náist af þrátt fyrir erfiðið. Nýkomið er á markaðinn efni í úðabrúsum sem eyðir þessu lími (t.d."Label off") en mörgum finnst ansi hart að þurfa að kaupa heilan brúsa til að ná miðum af fáeinum hlutum. Hér er ráð kaupmann- anna: Kaupið ykkur sítrónudropa og nuddið límblettinn með þeim, og sjá, þeir hverfa eins og dögg fyrir sólu! Afganginn af dropunum má svo nota í baksturinn næst! Gamlar skyrtur fyrir unga málara Þeir sem eiga lítil börn sem hafa gaman af að mála og leika sér með liti ættu ekki að henda gömlu skyrtun- um þótt þær séu orðnar slitnar og illa útlítandi. Þær ætti að geyma og leyfa börn- unum að nota þær fyrir mál- arasloppa. Þegar börnin eru komin í stóra skyrtu utan yfir fötin þarf ekki að óttast að þau maki litum í fötin sín í hita leiksins. Svo má auðvitað þvo skyrtuna á eftir, eða bara henda henni ef vill. Léttar gerbollur og annar bakstur Ef gerbaksturinn verður þungur kann skýringin að vera sú, að það sé ekki nægi- legur raki í ofninum til að deigið lyfti sér. I mörgum til- fellum getur dugað að setja álform með svolitlu vatni í, á botninn í ofninum til að létta baksturinn. Gufan frá vatninu er oft nægileg til þess að lyfta þungu deigi. Fyrir hárteygjurnar Hárteygjur eiga það til að týnast þar sem þær eru ekki fyrirferðarmiklar og eiga sjaldnast samastað á heimil- inu. Eldhúsrúlluhalda er tilval- inn geymslustaður fyrir hárteygjur og þegar búið er að smeygja nokkrum falleg- um hárteygjum upp á höld- una er hún auk þess orðin skemmtileg skreyting á bað- herbergið eða í stúlknaher- bergið. Hunda- og kattahár Flestir gæludýraeigendur kannast við það vandamál að ná hárum úr húsgögnum og teppum. Hunda- og kattahár loða mjög við margar gerðir áklæðis og það er ekki auðvelt að ryk- suga þau upp, jafnvel ekki með fjölhæfustu ryksugum. Stundum eru það einföldu hlutirnir sem gera mest gagn og það á líka við í barátt- unni við hunda- og kattahár- in. Þau er yfirleitt auðveld- ast að ná þeim upp úr áklæðinu með því að strjúka yfir það með venjulegum gúmmíhanska. Það er fátt verra en að engjast sundur og saman af flökurleika og halda engum mat niðri. Líkamanum er nauðsynlegt að fá vökva eft- ir uppköst, en það getur ver- ið erfitt að halda honum niðri ef flökurleikinn er ekki genginn yfir. Vökvaskortur- inn eykur enn á vanlíðan og hinn víðfrægi vítahringur er kominn á. Reynið þetta undraráð: Opnið dós af niðursoðnum perum og drekkið safann! Ef nokkur vökvi getur tollað niðri, þá er það perusafinn sem róar melt- ingarveginn ótrúlega vel. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.