Vikan


Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 4

Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 4
J^mesandi... bíii og lansffitsm er loksins farin að skilja að Mj maður þarfekki að geta allt. M ' Ég er ekki bifvélavirki og M tm verð það aldrei. í mínum huga eru bílar einungis tœki til að komast frá einum stað til annars og ég vil að mitt farartœki sé í lagi. Mér hefur alltafþótt vœnt um bílana mína. Pótt sumir hafi verið komnir til ára sinna og aðrir mis- munandi góðir vil ég halda þeim eins öruggum til aksturs og ég get. Ég vil geta treyst þeim, öryggis- atriði verða að vera í lagi og þeir þurfa að vera íþví ástandi að ég geti verið viss um að komast leið- ar minnar, sœmilega hreinir og helst með fullan tank afbens- íni. Afþví að ég er ekki sérfrœðingitr í með- ferð bíla, þá vil ég gjarnan borga fyrir þá þjónustu sem ég þarftil að bíllinn minn og ég séum ánœgð. Og ég fœ svo sannarlega að borga, rétt er það. Pað er hins vegar verra með þjónust- una! Ég tek það skýrtfram að afgreiðslufólk á bensínstöðvum er yfirleitt hið greiðugasta fólk og þœgilegt í viðmóti, en það er ekki hœgt að segja það sama um stefnuna sem rekin er á mörgum þessara stöðva. Ég er orðin hundleið á "búðarleiknum" sem bensístöðvarnar eru komnar í, á kostnað þjónustu við bílana og bíleigendurna. Er ekki nóg af matvöruverslunum og vegasjoppum á landinu þó ekki þurfi að fylla allar bensínstöðvar af neysluvöru sem koma bílum hreint ekkert við? Égferá bensínstöð til að látafyUa á bílinn minn og ég vil að bílunum sé sinnt á þess- um stöðum. Hvers vegna í ósköpunum þarfég að standa í biðröð á eftir fólki sem er að kaupa sér pylsu með öllu, mjólk og brauð, litabók eða lesgleraugu þegar ég er að kaupa bensín á bílinn minn á sérhœfðri bensínstöð?! Afhverju dettur engum í hug að þvo framrúðuna, kíkja í rúðuúðatankinn eða tékka á olíunni á bílnum mínum ístað þess að bjóða mér mjólk og brauð sem ég mundi aldrei kaupa á svona stað? Mér finnst það fáránlegt! Mér er svosem nákvœmlega sama þótt eig- endur bensínstöðva hafi meiri áhuga á að selja mat og leikföng en bílavörur efégfœ það sem ég þarf. Það er hins vegar lág- markskrafa að þeir hafi smekkvísi til að aðgreina þetta tvennt svo við, sem erum komin á bensínstöðina bílsins vegna og borgum bensínið okkar fullu verði, fáum almennilega þjónustu. Ég bíð spennt eftir bensínstöð sem veitir GÓÐA þjónustu við bíleigendur eins og þá sem ég minntist á áðan og þykir sjálf- sögð víðast hvar í heiminum þar sem fólk borgar fullt verð fyrir bensínið. Þegar sú bensínstöð opnar verð égfastur viðskipta- vinurþar og ég verð örugglega ekki sá eini því ég þekki fjölda fólks, sérstaklega konur sem eru orðnar hundleiðar á þess- um þjónustuskorti á bensírísiöðvunum. En nóg um það. Það er komin ný Vika með fjölbreyttu lesefni við allra hœfi. Hér er að finna efni tengt mannlegum sam- skiptum, atvinnulífinu, heimilinu, tísk- unni, mat, gríni, heilsu, sögunni og börn- um. I Vikunni er einnig að finna viðtöl, krossgátur, handavinnu ogslúður um stjörnurnar og ýmislegt smálegt sem gam- an er að skoða í nœði. Mig langar þó sér- staklega að benda lesendum á að í þessu blaði hefst nýr leikur, Aldamótaleikurinn, sem gefur heppnum lesanda möguleika á að komast í sannkallaða ævintýraferð á nýrri öld. Það vœri ekki ónýtt að láta liringja í sig milli jóla og nýárs og tilkynna sér að maður œtti inni ferð fyrir tvo til Kúbu! Njóttu Vikunnar Jóhanna Harðardóttir Ritstjóri Jóhanna G. Harðardóttir vikan@frodi.is Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnar-formaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdastjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsinga- stjórar Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555 Steingerður Hrund Margrét V. Ingunn B. Anna B. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Sigurjóns- Þorsteins- dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- stjóri stjóri Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.