Vikan


Vikan - 02.11.1999, Side 22

Vikan - 02.11.1999, Side 22
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Léttu lundina í vetur Skammtlegisþunglyndið hrakið á braut Qrfáar staftreyndir um skammaegis[ninglynai • Margir þeirra sem þjást af skammdegisþunglyndi taka Prozac eða önnur þunglyndislyf á veturna. Ef einkennin eru mjög mikil þarf oft að taka lyf rneð ljósameðferð. • Ljósameðferð nægir til að lækna skammdegisþunglyndi í 85% tilvika. • Grikkir og Rómverjar notuðu ljósameðferð til að lækna skammdegisþunglyndi. • í mörgum tilvikum getur samtalsmeðferð hjá sálfræðingi verið áhrifarík og slegið á skammdegisþunglyndi. mun minna magn af serótóníni í heilanum en hinir. Eðlilegt er að serótónín magnið sé breyti- legt eftir árstíðum og það minnkar hjá öllum á veturna vegna þess að ljós hefur áhrif á serótónínframleiðsl- una. Við höfum líkt og líf- fræðilega klukku sem flýtir sér eða hægir á sér eftir breytilegu ljósmagni í um- hverfi okkar. Ljós hefur einnig áhrif á framleiðslu svefnhormóns- ins melatóníns þannig að þegar rökkvar eykst fram- leiðsla þess en minnkar um leið og birtan fer að umlykja okkur. Þetta skýrir hvers vegna fólk sefur gjarnan meira í skammdeginu en ella. Þeir sem þjást af skamm- degisþung- lyndi sækja einnig meira í feitan mat og sykur en hin- ir. Serótónín- framleiðslan eykst þegar borðaður er orkuríkur matur og þess vegna borðar fólk gjarnan súkkulaði eða önnur sætindi þegar serótónín magnið minnkar. Aukningin er hins vegar ekki varanleg og oft verður þunglyndið verra þegar fitan hverfur úr líkamanum svo skammdegisþunglyndi fylgir oft þyngdaraukning og breytingar á mataræði til hins verra. Nýlega fóru menn að beita ljósameðferð til að sporna við skammdegis- þunglyndi. Hún felst í því að fólk situr í allt að fjóra tíma á dag, flestum nægir þó mun minna, framan við ljós sem er fjórfalt sterkara en venju- legt heimilisljós. Ljósið verður að skína beint inn í augu sjúklingsins annars hefur það lítil áhrif. Hægt er að fá sérhönnuð ljósabox til þess arna og til er útbúnað- ur, líkt og skyggni yfir aug- un, til að fólk geti hreyft sig meðan á meðferðinni stend- ur. Flestir finna mikinn mun á sér eftir aðeins þrjá til fjóra daga og margir sem hafa notað þessa aðferð eru orðnir jafnléttir í skapi á veturna og á sumrin. Hjálpaðu þér sjálf • Skipuleggðu líf þitt þannig að álagið á þig minnki yfir vetrartímann. Reyndu að fresta öllum stórum fram- kvæmdum til vors. Það er mikill misskilningur að ann- ríki slái á þunglyndi, þvert á móti eykur það á kvíðann og streituviðbrögð líkamans rninnka serótínframleiðsl- una enn frekar. • Farðu út eins oft og þú getur yfir daginn á meðan birtu nýtur. Ef þú verður að halda þig innan dyra reyndu þá að halda þig eins nálægt gluggunum og þú getur. • Reyndu að ljúka öllu af að deginum til og notaðu kvöld- in til að slaka á. Sjáðu til þess að þú fáir alltaf nægan svefn. • Neyttu matar sem er góður fyrir heilsuna. Grænmeti, pasta, gróft brauð og ferskir ávextir er alveg tilvalið mataræði fyrir þá sem vilja auka serótónínframleiðslu heilans á náttúrulegan hátt og draga úr þunglyndi. argir fara að finna fyrir skammdegis- þunglyndi strax í september og kvíði fyrir vetrarmánuðunum sest að þegar fyrstu haustvind- arnir taka að blása og grámyglulegt haustregnið leggst yfir með tilheyrandi þoku. Serótónín, taugaboð- efnið margumrædda, er í því tilfelli, eins og svo mörgum öðrum, orsakavaldur. Þeir sem þjást af þunglyndi hafa

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.