Vikan


Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 25

Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 25
gera þér far um að vera bæði kurteis og almennileg við hann. En það verður að vera í einlægni. Yfirmönnum líður vel í nálægð starfsmanna sem lætur þeim líða vel. Því skaltu hiklaust hrósa yfirmanni þín- um ef hann kemur á framfæri góðri hugmynd og ef hann að- stoðar þig með eitthvað, þá skaltu þakka honum hjálpina. Það að sýna yfirmanni sínum traust, kurteisi og áhuga er langt frá því að vera sleikju- gangur. Yfirmenn, rétt eins og aðrir starfsmenn fyrirtækja, þurfa á hvatningu og stuðningi að halda. Yfirmenn hafa líka þarfir sem byggja á andlegum og félagslegum stuðningi starfsmanna þeirra og þeir eru oft áhyggjufullir og fullir efa- semda um ákvarðanir eða framkvæmdir sínar. Vertu því óhrædd við að sýna yfirmanni þínum stuðning. En það sama gildir um þá sem eru þér lægra settir á vinnustað, þeir þurfa líka á hvatningu að halda. Því skaltu af einlægni hvetja og hrósa yfirmanni þínum, sem og öðrum starfsmönnum, þeg- ar það á við. Goðsögn5 Þú verður að vera liðsmaður Að sjálfsögðu skaltu ekki taka upp þann ósið að baknaga samstarfsfólk þitt en gættu þess að verða ekki svokölluð „já-manneskja." Segðu það sem þér sjálfri finnst um viðkomandi mál, stattu fast á þínu og ekki breyta skoðunum þínum í þeim tilgangi einum að vera sammála hópnum. Ef þú ert með góða hugmynd fyrir fyrir- tækið, sama á hvaða sviði rekstursins það er, þá skaltu koma henni á framfæri upp á eigin spýtur. Aldrei breyta skoðun þinni til þess að stugga ekki við samstarfshópnum. bara til þess að halda öllum ánægðum. Samstarfshópur er ekkert annað en ákveðinn fjöldi ólíkra einstaklinga sem hafa örugglega margt mis- munandi til málanna að leggja og því skaltu forðast að sam- þykkja allt orðalaust. Láttu Ijós þitt skína. Hópvinna verð- ur hvað mest skapandi þegar hugmyndaflæði einstakra ein- staklinga fær að njóta sín. Hafðu líka hugfast að hópar fá aldrei stöðuhækkun. Það fá hins vegar stakir starfsmenn. Goðsögn6 Láttu þá aldrei sjá þig svitna Þegar þú ert að kikna undan alltof miklu vinnuálagi þá get- urðu haldið uppi ákveðinni ímynd sem gerir það að verk- um að þú lítir út fyrir að vera afslöppuð og með allt þitt á hreinu. Svo ertu ein tauga- hrúga undir dragtinni, meikinu og brosinu. Undir slíkum kringumstæðum er mun heppilegra að slaka aðeins á, brjóta odd af oflæti sínu og biðja um aðstoð. Ef þú ert með of mikla vinnu þá aukast líkurnar á því að þú gerir mis- tök eða skilir frá þér verr unnu verki en ella. Stundum gera yf- irmenn sér ekki grein fyrir um- fangi vinnu þinnar og því getur verið nauðsynlegt að gera þeim grein fyrir því. Það sýnir góða dómgreind að skýra slík mál fyrir yfirmanni sínum og hann kann örugglega að meta það. Ef hann veit stöðuna, þá getur hann gert ráðstafanir til þess að minnka vinnuálagið á þér með því að auka fjölda starfsmanna eða dreifa ábyrgð og umfangi vinnunnar á fleiri samstarfsmenn þína. Goðsögn7 Þú verour að eiga fyrirmynd. Það þarf ekki að saka að eiga sér fyrirmynd úr starfsgrein þeirri sem þú starfar við og sem þig langar að líkjast en þú kemst vel af án þess. Þú minnkar nefnilega mögu- leika þína á þyrnum stráðri framabrautinni ef þú rembist við að herma eftir ákveðinni persónu. Öllu skynsamlegra er að temja sér sinn eigin stíl en hafa augun jafnframt opin fyrir ákjósanlegum eigin- leikum í fari annarra og tileinka sér svo það besta frá hverjum og einum. Með því öðlast þú ákveðna breidd í starfi og það kemur örugglega til með að skila betri árangri en að einblína á eina manngerð. Að auki er nauð- synlegt að koma sér upp tengslum við marga aðila sem tengjast á einhvern hátt inn á starfssvið það sem um ræðir því það eykur líkurnar á að þér verði boðið á mikilvæga fundi og ýmsar uppákomur, sem mun vafalaust koma sér vel í starfi þínu. Goðsögn 8 Ekki eyða of miklum peningum í kostnað. Gerðu það. Allir aðrir eyða peningum í kostnað, sérstak- lega karlmenn. Konur eru oft smeykar við að eyða pening- um á þennan hátt en þær skyldu hafa hugfast að það er stundum nauðsynlegt að dekra svolítið við viðskiptavininn. Með því að bjóða viðskipta- vini á huggulegan veitingastað eða gefa honum góð sæti í leikhúsinu, eru allar líkur á að þú sért að skapa velvilja og leggja grunn að ánægjulegu og traustu viðskiptasambandi. Risna, eða kostnaður verk- taka, er einmitt hugmyndin að baki þessu. Ef þú notfærir þér þetta ekki á réttan hátt, þá áttu á hættu að yfirmönnum þínum finnist þú hafa lítið sjálfsöryggi og þú gerir ósjálfrátt lítið úr sjálfri þér. Goðsögn 9 Sendu staðlaðar atvinnuumsóknir út um allt. Þú skalt forðast að senda „curriculum vitae" (ferilskrá þína) út um allar trissur. Ár- angursríkast er að velja sér ákveðinn fjölda af fyrirtækjum sem þú hefur áhuga á að vinna hjá og sníða ferilskrána að stakki þeirra. Þú skalt ávarpa viðtakanda umsóknar þinnar með fullu nafni en það ber þess merki að þú hafir lagt það á þig að komast að því hver sé starfsmannastjóri við- komandi fyrirtækis. Ef feril- skrá þín og atvinnuumsókn er of almenns eðlis er hætt við því að hún endi í ruslinu, burt- séð frá öllum prófgráðum og meðmælum. Auk þess er skynsamlegt að geta þess sér- staklega hvers vegna þú hafir áhuga á að vinna einmitt hjá þessu tiltekna fyrirtæki en það sýnir einlægan áhuga. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.