Vikan


Vikan - 02.11.1999, Page 38

Vikan - 02.11.1999, Page 38
 Kókosbollukaka 1 stk. hvítur marensbotn (má nota púðursykursbotn) 1 peli rjómi 3-4 stk. kiwi 4 stk. kókosbollur Marensinn er brotinn niður í tvo til þrjá hluta í eldfast form. Rjóminn er þeyttur og helminginn af honum settur yfir marensinn. Gott er gera þetta svona 3-4 tímum áður en réturinn er borinn fram svo að marensinn nái að mýkjast nægilega vel. Kókosbollurnar eru skornar niður í u.þ.b. þrjá bita og þeim smurt yfir marensinn. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að skera kókosbollur niður og því hefur reynst best að taka þær í þrjá til fjóra bita. Það má líka reyna að smyrja þeim yfir rjómann. Afgangurinn af rjómanum er settur yfir kókosbollukremið. Að lok- um er kiwiið skorið niður í sneiðar og raðað yfir. Geyma skal réttinn í ísskáp þangað til hann er borinn fram. 38 Vikan Rakel Hrund Ágústsdóttir gefur lesendum Vikunnar uppskrift að Ijúffengum og einföldum ábætis- rétti sem tekur stutta stund að útbúa. Það þýðir ekkert að vera að spá i línurnar þegar þessi réttur hafður á borðum. Þetta er sérlega góður réttur sem óhætt er að kalla algjöra kaloríubombu. Rakel er dugleg að bjóða vinum og ættingjum í heimsókn og oft- ar en ekki er boðið upp á kókos- bollukökuna. Að launum fær Rakel konfektkassa frá Nóa-Sír- íusi sem sómir sér vel hvar og hvenær sem er.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.