Vikan


Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 56

Vikan - 02.11.1999, Qupperneq 56
Lífsreynslusam BARHINU FYRIR RESIU Þegar við Jónas skildum stóðum við í þeirri trú að við hefðum gengið vel frá öllum málum varðandi son okk- ar. En það leið ekki á löngu áður en ég uppgötvaði að við höfðum hugsað meira um okkur sjálf en son okkar. Nú stóð ég frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs míns. Nú hef ég tekið þá stærstu ákvörðun sem ég hef nokkru sinni staðið frammi fyrir, ákvörðun sem ég hef grátið yfir margar svefnausar nætur. En ég neyddist til þess að taka þessa ákvörðun. Það ætti ekki að vera erfitt að gera sér í hugar- lund hver sé erfiðasta ákvörð- un sem nokkur rnóðir getur staðið frammi fyrir: Að afsala sér forræði yfir barni sínu og verða „helgarmamma". Að baki ákvörðunarinnar er löng og saga. Eiríkur var rúmlega fjög- urra ára þegar við pabbi hans gáfumst upp á því að reyna að bjarga hjónabandi okkar. Við höfðum lengi reynt að gera okkar besta en að síðustu gát- um við ekki meira. Við vorum tilfinningalega uppurin, við vorum sjaldan sammála og rif- umst út af minnstu smáatrið- um. Við erum bæði sjálfstæð og stíf á meiningunni og ástin sem hafði blómstrað fyrstu tvö árin í hjónabandi okkar var nú aðeins svipur hjá sjón. Það er í rauninni undarlegt að svo geti farið í sambandi tveggja ein- staklinga sem eitt sinn elskuð- ust heitt og áttu barn saman. En því miður er þetta stað- reynd sem æ fleiri hjón standa frammi fyrir. Erfiðleikarnir í hjónaband- inu hófust fljótlega eftir að Ei- ríkur fæddist. Kannski vorum við illa undir það búin að verða foreldrar. Við elskuðum strákinn okkar meira en allt annað á jarðríki og vildum allt fyrir hann gera. En samstöð- una vantaði. Við bókstafiega vöktuðum hvort annað, gætt- um þess vandlega að annað slyppi ekki auðveldar frá um- önnun Eiríks, og öllum heim- ilisverkum var skipt hnífjafnt á milli okkar. Eftir að barns- burðarleyfinu lauk fór ég aftur að vinna, ég gegni ábyrgðar- miklu starfi í heilbrigðisgeir- anum, og mér fannst sjálfsagt að við héldum áfram að skipta verkunum bróðurlega á milli okkar. Ef til vill vorum við of sjálfselsk og ósveigjanleg í samskiptum okkar og þannig fór að síðustu tvö árin sem við bjuggum saman var það ein- göngu Eiríks vegna. Við gát- um ekki hugsað okkur að hann yrði rótlaust skilnaðar- barn og auk þess gat hvorugt okkar hugsað sér að lifa án hans. En að síðustu gáfumst við upp. Akvörðunin um skilnaðinn var tekin í bróðerni. Það var aðeins eitt vandamál sem við stóðum frammi fyrir: Eiríkur. Við vorum sammála því að skilnaðurinn mætti ekki koma niður á honum, hann yrði að finna það að hann ætti ennþá bæði pabba og mömmu þótt þau byggju ekki lengur saman. Hvorugt okkar gat í raun og veru hugsað sér lífið án Eiríks. Þess vegna komurnt við að þeirri niðurstöðu að best væri að við hefðum sameiginlegt forræði yfir Eiríki og við myndum skiptast á að hafa hann aðra hverja viku. Það var ekki auðvelt að segja Eiríki frá skilnaðinum. Hann sat og horfði á okkur stórum augum og sagði: Hvers vegna getum við ekki haldið áfram að búa öll saman? Við Jónas reyndum að útskýra fyr- ir honum staðreyndir lífsins, um mömmur og pabba sem ekki geta búið saman, allt of erfiðar útskýringar fyrir lítinn gutta. Það eina sem hann skildi var að litli öruggi heim- urinn hans var alls ekki örugg- ur lengur. Það varð úr að ég flytti í burtu, ég réði ekki við að reka húsið okkar fyrir launin mín. Jónas var betur launaður og auk þess gat hann ekki hugsað sér að flytja úr húsinu sem er í útjaðri borgarinnar. Ég keypti mér litla þriggja herbergja íbúð í miðbænum og í samein- ingu innréttuðum við Eiríkur eitt herbergið fyrir hann. Sí- fellt skutu upp kollinum ýmis vandamál sem hefðu átt að segja mér að þetta væri ekki eins einfalt og við pabbi hans álitum. Eiríkur átti bágt með að skilja að hann ætti allt í einu tvö heimili og herbergi á báðum stöðum. Af hverju get ég ekki haft leikfangalestina mína hérna? spurði hann. Það er svo þröngt hérna að hún verður að vera í herberginu þínu heima hjá pabba, svaraði ég. Þú býrð líka hjá honum. Já, en þú veist það mamma að ég er vanur að leika mér með lestina mína á hverjum degi, kjökraði hann. í hans huga var þetta stórmál. Hið sama endurtók sig hvað varð- aði önnur leikföng þrátt fyrir að við kæmum helmingi þeirra fyrir í íbúðinni minni. Eiríkur var alveg ruglaður og fannst sem hann í raun og veru ætti ekkert herbergi sem tilheyrði honum. Það var ljóst að það gæti tekið hann langan tíma að finna til öryggis í þessum nýja heimi. Leikföngin voru ekki eina vandamálið. Vandamálin voru kannski ekki stór í sniðum en margt smátt gerir eitt stórt. Til dæmis vorum við Eiríkur einu sinni boðin í fjölskylduboð og því miður gleymdi pabbi hans að senda hann með uppá- haldsbuxurnar sínar. Hann neitaði staðfastlega að fara í aðrar buxur, frekar vildi hann sleppa því að fara í boðið. Það endaði með því að ég varð að taka leigubíl heim til Jónasar til þess að sækja buxurnar. Skortur á leikfélögum var eitt vandamálið í viðbót. Eiríkur hafði verið á sama dagheimil- inu frá því hann var tveggja ára. Það var í nágrenni þess sem eitt sinn var sameiginlegt heimili okkar allra og þegar hann var hjá Jónasi gat hann leikið við félaga sína allan daginn. Það var útilokað þá vikuna sem hann var hjá mér og í blokkinni þar sem ég bjó voru engin börn á hans aldri. Auðvitað vorum við Jónas meðvituð um þessi vandamá! en reyndum að sannfæra okk- 56 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.