Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 7

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 7
„Ég er með brjálað keppnisskap, ég geri nú sjálf grín að bvf að ég get ekki spilað við dóttur mína. Ég boli hreinlega ekkl að tapa." byrjaði í þriðja fiokki og spilaði í honum í nokkur ár því hann var alltaf lengdur um eitt ár. Ég fór svo loksins upp í annan flokk en byrjaði í meistaraflokki fimmtán ára gömul. Þá fór ég að spila með stelpunum sem ég var búin að líta upp til nokkuð lengi. Hóp- urinn var mjög góður og þótt brottfallið væri mikið á tímabiii þá komu aðrar frábærar stelpur inn í hópinn. Við vorum líka yfirleitt alltaf með mjög góða þjálfara." Nú hefur það sýnt sig að stelp- ur, fremur en strákar, hætti í íþróttum á ákveðnu aldursbili. Hvaða reynslu hefur þú af því? „Það er verið að tala um að brottfallið sé sérstaklega mikið í dag en ég held að það hafi alltaf verið svona mikið. Það tengist þessu unglingatímabili sem er nú reyndarteygjanlegt hugtak, en í kringum sextán ára aldurinn hætta mjög margar stelpur. Það er sorglegt því á þessum aidri eiga þær svo mikið eftir, þær eru rétt að byrja lífið. Það hefur líka sýnt sig að kvenfólk stoppar ekki eins lengi og karlarnir. Fyrir því eru margar ástæðurt.d. eigum við ekki eins auðvelt með að hlaupa áhyggjulausar á æfingar. Við erum frekar með hugann við eldamennskuna, þvottinn og börnin. Reyndar hef ég verið mjög heppin, því maðurinn minn er jafn upptekinn og ég, hann hefur algjörlega séð um elda- mennskuna á okkar heimili. Margar konur hætta f handbolta um leið og þær verða ófrískar, þær treysta sér ekki til að halda áfram. Við erum alltof fáar sem eignumst börn en höldum samt áfram. Handboltinn er svo stór hluti af lífinu að ég get ekki hugs- að mér neitt annað. Ég er ekki að meina að konur eigi að sleþþa því að eiga börn en það er hægt að sameina þetta tvennt. Ég spil- aði þangað til ég var komin fimm mánuði á leið þegar ég gekk með dóttur mína. Hún var tekin með keisaraskurði og ég var mætt aft- ur á æfingu sex vikum sfðar. Það gerði mér mjög gott að byrja aftur að æfa. Ég var samt með barnið á brjósti í átta mánuði. Ég var alltaf harðákveðin í að halda áfram og iáta barneignir ekki stöðva mig á þessum tíma." Boltinn fram yfir barneignir „Hins vegar hefur handboltinn stoppað mig á undanförnum árum í að eignast fleiri börn. Dótt- ir mín er að verða sjö ára og búin að suða um lítið systkin í nokkur ár. Þegar hún var orðin fjögurra ára langaði mig til að eignast annað barn en á þeim tíma gekk mér sjálfri svo vel að ég var bara ekki tilbúin til að taka mér hlé. Ég hugsaði með mér að ég skyldi bíða aðeins og maðurinn minn var mér alveg sammála. Ég hef oft hugsað með mér hvað skyldu margar handboltakonur hugsa eins og ég, að láta ekki undan lönguninni? Ég held að við séum alltof fáar sem tökum þetta svona virkilega af lífi og sál. Kvenfólk er líka ólíkt og áhuginn mismikill. Þetta er gríðarlegt púl en gefur manni líka heilmikið. Ég finn það núna, þegar búið er að kippa mér út úr öllu og ég hef allan heims- ins tíma, að ég hugsa með mér, hvað allar þessar stelpur eru að fara á mis við sem hætta f hand- boltanum. Þegar ég hafði sem mest að gera, var aldrei heima og með stöðugt samviskubit út af barninu, óskaði ég þess oft að hafa tvær klukkustundir til viðbót- ar í sólarhringnum. Eftir að hafa verið heima undanfarna mánuði þá segi ég það satt að ég vildi frekar hafa þetta eins og það var áður en ég slasaðist. Félagsþátt- urinn skiptir svo miklu máli og ég finn það vel í dag hve mikið ég sakna félagsskaparins. í mínum huga eru þetta stelpurnar mínar. Þetta er ekki bara áhugamál heldur lífsstfll. Ég hef æft með þessum stelpum til fjölda ára og er í góðri aðstöðu til að segja þetta núna af sannfæringu: Það eru forréttindi að vera íþrótta- maður í fremstu röð í góðum hópi. Söknuðurinn er gríðarlegur, bæði félagslegi þátturinn og það að geta ekki stundað sitt helsta áhugamál." Það er alltaf að koma betur f Ijós að handboltinn er að breytast úráhugamáli f atvinnumennsku og þá kannski sérstaklega karla- boltinn. Hefur þú ekki fengið til- boð frá öðrum félögum? „Jú, og oft hugsað málið. Mig hefur kannski langað til að breyta til og prufa eitthvað nýtt. Ég hef bara ekki getað látið verða af því, alveg sama hve freistandi þau hafa verið. Reyndar vorum við fjölskyldan farin að stefna að því að flytja til útlanda þegar ég slas- aðist. Ég ætlaði að spila hand- bolta og maðurinn minn að bæta við nám sitt en hann er íþrótta- kennari að mennt. Atvinnu- mennskan er samt rétt að byrja í af mér „Eftir uppskurAinn frétti ég að aðgerðin hefði verið mjög stór. Drep hafði komist í sinina og eyðilagt hana að miklu leyti. Það var mikið mál að púsla henni saman." Vikan 7 Herdís og Jörundur Áki á hrúökaupsdaginn 8. ágúst 1998. Á þessum tíma hlómstraði Herdís í handholtanum og lánið lék við hana. Engan grunaði hve iniklum hreytinguin líf liennar átti eftir að taka á cinu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.