Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 54
Einfalt líf, þægilegt líf Ej Skipulegðu tíma þinn, gerðu skynsamiegar áætlanir og stattu við þær. Hversu oft hafa þessar ráðleggingar ekki dunið á nútimakonunni og í hvert sinn sem hún er minnt á heilræðin lofar hún sjálfri sér bót og betrun og heitir að byrja að skipu- leggja strax á morgun. Morgundagurinn rennur upp og einhvern veginn verður mun minna um efndir en ætlunin var í gær. Vandinn er sá að fiestir ætla sér um of i upphafi og þegar ótrú- legt umfang starfsins sem fram undan er verður Ijóst gefst fólk upp og hugsar með sér að þetta sé óvinn- andi vegur en það þarf ekki að vera svo. Galdurinn er að ætla sér ekki um of og taka fyrir eitt atriði i einu. Önnur gullin regla er sú að venja sig á að taka ekki of mikið að sér og segja nei ef vitað er að niaður hefur ekki tíma til að bæta meiru á sig. fluk þess er gott að venja sig betri vinnubrögð og hafa í huga það sem margir af- kastamiklir einstaklingar hafa nýtt sér árurn saman. telur mikilvægast en láttu hitt frekar mæta afgangi. • Komdu öllum þeim verk- efnum sem þú getur yfir á aðra. Pað er börnum hollt að kynnast því hvað ábyrgð og skyldur eru. Gerðu hvert barn ábyrgt fyrir ákveðnum hlutum og hrósaðu því ef það stendur sig vel en ávít- aðu það ef slælega er unnið. Oft gefst vel að verðlauna börn ef þau bregðast ekki skyldum sínum. • Ef þér blöskrar óreiðan á komin í fullkomið lag. Ekki hugsa um allt sem eftir er, hugsaðu um það eitt að gleðjast yfir vel unnu verki. Það getur verið alveg jafn- mikið afrek að skipuleggja sokkaskúffuna eins og að laga til í geymslunni. • Hættu að láta símann stjórna þér. Ef hann hringir meðan þú ert upptekin við annað skaltu sleppa því að svara. Það er ekkert aumk- unarverðara en allsnakin manneskja með sjampó í • Byrjaðu á að skipuleggja tíma þinn betur. Farðu fyrr á fætur á morgnana og gefðu þér tíma til að borða og kíkja í blaðið áður en þú ferð í vinnuna. • Skrifaðu lista yfir allt sem þú þarft að gera yfir daginn og merktu við með tölustöf- um eftir því hversu mikil- vægt það er. Vertu viss um að gera alltaf það sem þú 54 Vikan heimilinu skaltu taka einn skáp í einu, eina skúffu eða eitt herbergi og koma því í lag. Passaðu bara að halda við því sem þegar er orðið gott jafnframt því að bæta við atriðum sem ekki voru hárinu á hlaupum upp úr baðinu til að svara í símann. • Ef þú ert ekki viss um að þú viljir eiga það á það heima í ruslinu. Þetta er ágætur málsháttur og í stað þess að safna öllu sem þú hugsan- lega lítur í einhvern tíma, vilt setja upp ef þú flytur eða kemur kannski í tísku aftur eftir einhver ár, hentu því eða gefðu líknarfélögum. • Sinntu aðeins einu verki í einu og gerðu það vel. Kon- ur eru sagðar hæfari til þess en karlmenn að sinna mörg- um verkefnum í einu. Stað- reyndin er hins vegar sú að séu of margir boltar á lofti eru meiri líkur á að missa einn. Gefðu þess vegna hverju verkefni alla athygli þína þar til það er leyst, þá geturðu sinnt því næsta. • Sjónvarpið er ótrúlegur tímaþjófur. Venjuleg kvik- mynd er 90-120 mínútur að lengd. Það má afreka heilmargt á þeim tíma og það eru oft mínúturnar sem ráða úrslitum um hvort þú fékkst nægan svefn í nótt eða ekki. Efni sem þú alls ekki vilt missa af má alltaf taka upp á myndband eða á leigu seinna meir. Hvíld er nauðsyn og alveg ótrúlega margir sem alltaf fá ónógan svefn. • Kauptu inn einu sinni til tvisvar í viku og láttu það duga. Skipulegðu fyrirfram matseðla vikunnar verslaðu í samræmi við það og vanti eitthvað vertu þá án þess. Oftast má komast af með eitthvað annað í staðinn. Ef þú hleypur út í búð til að sækja það sem vantar er hætta á að þú freistist til að kaupa meira. Þeir sem fara eftir þessu komast fljótt að þvf í þessari gullvægu reglu er fólgin mikill sparnaður bæði á tíma og peningum. • Gefðu þér tíma til að sinna þínum hugðarefnum ein- hverja stund yfir daginn. Þínar ánægjustundir eiga ekki að vera stolnar stundir heldur er það sjálfsögð skylda hverrar manneskju að rækta sjálfa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.