Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 15
Niðursokknir áhorfendur sem augljóslega ætla ekki að missa afneinu.
Ólafsson, í lið með mér.
Hann er í hlutverki drengs-
ins sem er táknmynd æsk-
unnar. Þetta er þögult hlut-
verk. Mér hefur þótt sérlega
ánægjulegt að vinna með
jafn ungum dreng og Finnur
er. Ég taldi nauðsynlegt að
hafa tákngerving bernsk-
unnar með í verkefninu sem
gengi inn í það og fylgdi því
frá upphafi til enda. Það
heldur sýningunni saman út
frá heildarhugmyndinni.
Búningarnir eru einfaldir, ég
er með hatt og hvíta hanska
í kjóljakka sem skapar kab-
arett tilfinningu og hann er
með ferðatösku, pípuhatt og
vængi sem eru tákn engilsins
í börnunum okkar. Samt á
þessi engill allt til svo sýn-
ingin er ekki bara glassúr.
Ég nota einnig leikhúslýs-
ingu. Þegar fyrstu börnin
ganga í salinn er hann
myrkvaður en blá og rauð
leikljós leika um hann. Stól-
unum er raðað í hring um
stórt rými á gólfinu. Verk
Johns Speight er lifandi og
frísklegt og gefur ýmsa
möguleika sem ýta undir
ímyndunaraflið. Börnin lesa
í það sem þau sjá og heyra.
Fimm hljóðfæraleikarar
taka þátt í sýningunni. Sig-
urður Halldórsson leikur á
selló, Hildigunnur Halldórs-
dóttir á fiðlu, Ármann
Helgason á klarinett, Rúnar
Óskarsson á bassaklarinett
og Eggert Pálson á slagverk.
Nokkrir krakkar leika ein-
falt slagverk í byrjun og í
lokin sem skapar ákveðinn
hljóðheim strax í upphafi
sem síðan lýkur á sama hátt.
Venjulega er kennarinn bú-
inn að fara f ljóðin með
börnunum áður en þau sjá
sýninguna og mörg kunna
þau utan að. Það er grund-
vallaratriðið að skólinn sé
búinn að undirbúa nemend-
urna fyrirfram, enda ætti
það að vera auðvelt því
þetta kemur inn á svo marga
þætti í kennslunni. Hægt er
að koma undirbúningnum
fyrir í Ijóðakennslu í ís-
lensku, í samfélagsfræði,
myndmennt, í orðasöfnun
og mörgum öðrum fögum.
Flestum börnum reynist lítið
mál að læra fimm ljóð en
það er líka er hægt að skipta
því upp þannig að börnin
velji sér ljóð sem þau mynd-
skreyta."
Leikhús vekur ímynd-
unarafl nemendanna
Sverrir er sjálfur lærður
barnakennari og hann segir
að sig hafi langað til að láta
á það reyna hversu
langt hann gæti geng-
ið með þennan aldur
þar sem þau séu svo
óvenju opin fyrir ný-
ungum.
„En þetta er ekki
bara skemmtiatriði, til
að þau læri þarf und-
irbúning og eftirfylgni
og virkja þarf nem-
endurna í að vinna
með það sem þau sjá
og heyra. Englabörn-
in eru og verða áfram
eitt af þeim verkefn-
um sem Tónlist fyrir
alla býður upp á en ég
hef sett það skilyrði að við-
komandi skóli hafi sal sem
hægt er að myrkva. Ég tel
það mikilvægt að hinir ýmsu
tónlistarhópar aðlagi verk-
efnin að ólíkum aldri nem-
endanna. Minn draumur er
að geta flutt tónlist fyrir alla
aldurshópa í grunnskólanum
og aðlagað efnið hverjum
hóp fyrir sig. Musica Ant-
iqva hefur gert það með því
að breyta lagavali eftir aldri
og vera í sambandi við tón-
listarkennara skólanna og
benda þeim á verk sem
gaman er að leyfa nemend-
um að heyra áður en komið
er í heimsókn. Eins höfum
við reynt að vekja áhuga
kennara á að tala um þjóð-
félag þeirra tíma sem tón-
listin er frá. Hvernig lifði
fólk þá og hvernig endur-
speglar tónlistin líf þess?
Auðvitað er það háð tím-
anum sem kennarinn hefur
hversu nákvæmlega er hægt
að fara í hlutina en ef kenn-
arinn er látinn vita með góð-
um fyrirvara hafa flestir
áhuga á að nýta sér þessi
tengsl. I skólunum mætti al-
veg vera meira af leikhús-
legri upplifun það kveikir
ímyndunarafl nemendanna.
Ég sé þess vegna fyrir mér
að hægt væri að virkja eldri
aldurshópa í Englabarna-
sýningunni með því að leyfa
þeim að fylgjast með yngri
krökkunum og sjá viðbrögð
þeirra. í gegnum upplifun
þeirra yngri tengjast þau
eldri aftur sinni eigin
bernsku. Þeim árum þegar
þau voru opin og ekki enn
byrjuð að vera á móti bara
til að vera á móti."
Englabörnin eru nú kom-
in á fulla ferð í skólunum en
ljóðin sem Sverrir valdi eru
úr ljóðabókunum Ljóðspor
og Ljóðsprotar. Það er byrj-
að á Maríuljóði, eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur, þar
sem ríkir algjört sakleysi
bernskunnar, næst koma
Berfættir dagar, Péturs
Gunnarssonar, sem lýsa
tímaskynjun barna, þessum
óendanlega tíma sem í raun
eins og stendur kyrr. Ljúf-
lingsljóð er þjóðkvæði og
margir kannast við viðlagið,
Sofðu ég unni þér. Þar kem-
ur svefninn og hvernig ver-
öldin öll sefur með barninu.
Engjakaffið, eftir Nínu
Björk Árnadóttur rifjar upp
ótta bernskunnar og hversu
heltekið ótta lítið barn getur
orðið þegar það þarf að færa
fólkinu kaffið á engið en
veit af nautinu stóra í hag-
anum á leiðinni. Ungæði,
eftir Sigurð Pálsson, rifjar
að síðustu upp uppátektar-
semi og óknytti bernskunn-
ar og það er þá sem geisla-
baugurinn fer að skekkjast á
englinum. Ljóðin spanna
þannig á skemmtilegan hátt
þroskaferilinn frá frum-
bernsku þegar hinir eldri
eru allt og til þess að verða
stálpaður krakki sem farinn
er að láta reyna á sjálfstæði
sitt og hversu langt lífið leyf-
ir honum að fara.
Vikan 15