Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 13

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 13
Húövörn er nauðsynleg fyrir alla, ekki bara konur um fer- tugt. i boði er mikið úrval af alls kyns kremum með misjafna verkun og því er hætt við að margir hristi hausinn og gangi út úr snyrti- vöruversluninni þegar þeir ætla að velja sér gott krem. En af hverju þurfum við aö huga við kremkaup- in? Andlitið Hin dæmigerða íslenska kona getur notað margar aðferðir til að verja húð sína gegn álagi. Við hlaupum út af hlýjum heimilum okkar, inn í ískaldan bílinn og aftur inn í heit hús á köldum vetrar- morgnum. Þær konur sem nota ekki andlitsfarða daglega geta not- að hefðbundin rakakrem sem inni- halda vörn. Margar konur ganga með farða, litað dagkrem og púður á degi hverjum sem er mjög góð vörn. Það er reyndar misjafnt hversu hátt varnarstig er í lituðu kremunum en einhverja vörn má finna í flestum þeirra. Ef farðinn er settur upp að morgni og þveginn af á kvöldin er hann góður fyrir húðina. Við mikla útiveru þarf samt að huga að ann- ars konar vörn gegn áreitinu á and- litið. Varirnar Varaþurrkur gerir gjarnan vart við sig í veðrabreyt- ingum. Hefð- yæ bundinn varasalvi r gerir sitt gagn en ekki erverra ef hann inniheldur 6 aloe vera krem. Margar konur hafa orð á þvi að varalitur sé besti varasalvinn. Þær sem ganga með varalit á sér alla daga þekkja ekki það vandamál að fá vara- þurrk. I mörgum varalit- um er að finna vörn, þeir eru reyndar eins mis- jafnir og þeir eru margir. Varalitir sem eru krem- aðir og mýkandi verja varirnar mun betur en þeir sem eru þurrir. Áblástur er leiðinlegur vágestur á vörunum en því miður einn fylgifisk- ur vetrar. Margir geta gengið út frá því sem vísu að fá frunsu um leið og það kólnar úti. ( dag er komið á markað- inn mikið úrval af frunsukremum sem hafa hjálpað mörgum í baráttunni við frunsunar. Líkaminn (umræðunni um húðina einblín- um við oft á andlitið. Húðin annars staðar á líkamanum þarf líka sína umhirðu. Það er góð regla að bera rakakrem á sig daglega til að við- halda réttu rakastigi í húðinni. Margir falla í þá gryfju að bera feitt krem á sig þegar þeir finna að húð- in er að þorna. Slíkt er ekki heppi- legt því í flestum tilfellum þarfnast húðin raka, ekki fitu. Til að ná fram réttu rakastigi húðarinnar er góð sápa nauðsynleg. Gætið þess að sápan innihaldi rétt sýrustig, gottviðmið er að hún hafi PH gildið 5 sem er hlut- laust. Húðhreinsun Hreinsun húðarinnar í andliti er grundvallaratriði í allri húðmeðferð. Það er tilgangslaust að kaupa dýr og fín krem til fegrunar ef húðin er ekki hreinsuð nægilega vel. Hreinsikrem, hreinsivatn og raka- 1 PRODCRffl OSMOTIC >■. SKIN PROTECTOR í L s 1 I ss 3 0 01 krem ætti að vera við tannburstaglasið hjá öllum konum, ekki bara þeim eldri. Ung- ar konur ættu að temja sér hið fyrsta að hugsa um húð- ina, það borgar sig. Sífellt heyrast nýjar raddir um það hvernig best sé að hirða um húðina. Nýjasta nýtt eru alls kyns hanskar sem nota á til að nudda húðina og með því má sleppa öllum -ýj Internet: proderm.org kvæmt þessum kenningum. Snyrti- sérfræðingar eru ekki hrifnir að þessum nýjungum. Að þeirra sögn eru alltaf einhver óhreinindi sem setjast í húðina og ekki er hægt að ná þeim út nema með kremum. Þau þurfa hins vegar ekki að vera kemísk, því á markaðnum er mikið úrval af nátt- úrulegum kremum. Margar íslenskar konur eru með húðgerðir sem eru einfaldlega of viðkvæmar og þola ekki mikið nudd og því henta nuddhanskar ekki öll- um. 1 Andlitsböð Andlitsböð örva taugaendana og við- halda almennri starf- semi húðarinnar. Þau eru líka góð fyrir- byggjandi meðferð, seinka þessum yndis- legu hrukkum sem engin okkar vill fá. Konur, sem vilja vera hrukkulausar langt fram eftir aldri, ættu að fara í andlitsbað einu sinni í mánuði sé þess kostur. Að sögn snyrti- fræðinga ættu konur sem eru komnar yfir tvítugt að fara a.m.k. á þriggja mánaða fresti í andlitsbað. Súrefnismagnið í húð- inni fer að minnka upp úr tvítugu, frumurnar bera minna súrefni inn í húðina. Húðvandamál og hrörnun- areinkenni fara oft að gera vart við sig um leið og húðin fær ekki nóg af næringarefnum eða súrefni. Hrukkurnar í burtu Margar konur þola hreinlega ekki tilhugsunina um að fá hrukkur. Með nútímatækni er hægt að fjarlægja hrukkur og sífellt fleiri velja þann kost. Konur sem fara í slíkar að- gerðir þurfa að hugsa vel um að undirbúa húðina fyrir það mikla álag sem fylgir meðferðinni. Lækn- ar og snyrtisérfræðingar mæla með súrefniskremum, bæði á undirbún- ingstímanum og eftir aðgerðina. Súrefniskrem hafa þá eiginleika, að örva frumumyndun. Slíkt getur komið í veg fyrir öramyndun og við- heldur „ungu" eiginleikum húðar- innar. Súrefniskrem geta líka hægt á öldrunareinkennum í húðinni og því er hægt að nota þau sem fyrir- byggjandi meðferð gegn hrukkun- um. Karlmenn, börn og útivera Það eru ekki bara konur sem þurfa að bera á sig góð krem. Börn- in eru sérstaklega viðkvæm fyrir hvers kyns veðra- r brigðum og því nauðsynlegt að bera gott rakakrem á andlit þeirra. Sólin er sterk yfir vetrarmán- uðina og þau gleyma sér gjarna við leik í snjónum.Áslíkum dögum er best að nota skíðakrem í and- lit þeirra því í þeim er mjög hátt varnarstig. Að sjálfsögðu þurfa allirþeirsem stunda útiíþróttir, t.d. skíði, skauta og hesta- mennsku, að bera á sig góð útikrem. Vikan 13 KarinHerzog TotalDay Protection ftóECPtAM CREMtPOJRtEVTSAOE ta u* •. ««*i " . y -VteA-XaTtjT cmerv PnteO* ** to (f erntó: b ”**?M*‘l' ,ato(rtn»-VteWtotr.P«*i>a»'»P‘ *t unSteVN. i+Ti+lvaW0**™* ' \.n<* Maje jnSeffltwtiwltr/ CH-lWSÍÍSW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.