Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 16
Hvað finnst þér um einnar nætur gamanP Þau eru spennandi Stundum eru spennandi skyndikynni einmitt þaö sem kona þarf á aö halda. Sérstaklega ef hún hefur nýlega hætt í sam- bandi eöa þarfnast þess einfald- lega að láta kitla svolítið egóið. Það er fullkomlega eðlilegt. Hanna, 42 ára tölvunarfræðingur Ef maður er meðvitaður um að einnar nætur gaman í rúminu verði ekkert meira en það, þá er ekkert að því aö slá til og láta gamminn geysa. Skyndikynni geta verið skemmtileg. Ragna, 26 ára nemi Ef að þér líður vel með ein- hverjum náunga þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þú eigir frábært kynlíf með honum. Mér finnst gamaldags og hall- ærislegt þegar konur eru með yf- irlýsingar þess efnis að það eigi aldrei að sofa hjá skuldbindingar- laust. Lífið er til að njóta þess. Svo framarlega sem fólk leggur áherslu á að stunda öruggt kynlíf, þá get ég ekki séð neitt rangt við það. Lilja, 27 ára meinatæknir Finnst bér einnar nætur gaman með okunnum elskhuga vera spennandi eða mannskemmandiP Það eru oft skiptar skoð- anir um hessi mál og sitt sýnist hverjum. Kíktu á hvaða afstöðu nokkrir ungir Islendingar hafa gagnvart hessum málum. við hiiðina á bláókunnri konu næsta morgun og þurfa að halda upþi kurteislegum og yfirborðs- kenndum samskiþtum þegar maður dauðsér eftir fljótræðinu og á enga ósk heitari en að hún fari sem allrafyrst. Grétar, 28 ára bifvélavirki Hver hefur áhuga á því að sofa hjá einhverjum gæja sem maður hittir á balli og veit engin deili á? Þau eru mannskemmandi Ég tel einnar nætur gaman vera neikvæð, sérstaklega fyrir konur. Þegar kona hittir sjarmer- andi mann sem henni líst vel á þá er hún oftast að hugsa um að kynnast honum náið. Ef hún hoppar beint upp í rúm með hon- um á fyrsta kvöldi þá eru miklar líkur á að hún hitti hann ekki aft- ur. Karlmenn virðast ekki bera virðingu fyrir konum sem eru „auðveldar" og þá situr hún eftir sár og niðurlægð. Helga, 24 ára háskólanemi Svoleiðis uppákomur eru öm- urlegar. Þú þekkir ekki konuna sem er bólfélagi þinn til einnar nætur; hún gæti þess vegna verið geðveik. Verst af öllu er að vakna Mér finnst hryllileg tilhugsun að fækka fötum og eiga kynlíf með ókunnum manni. Ég ber meiri virðingu fyrir líkama mínum og sjálfri mér en það. Auk þess er það mjög óábyrg kynlífshegðun. Ég er ansi hrædd um að viðkom- andi gæi myndi stæra sig af af- rekum næturinnar við vini sína og maður yrði stimplaður lauslátur. Það er bara svoleiðis í þessu þjóðfélagi. Vilborg, 32 ára afgreiðslustúlka í fyrsta sinn sem maður sefur hjá nýjum manni er kynlífið sjaldnast gott. Það vill verða klaufalegt því báðir aðilar eru að reyna að sanna sig með tilheyr- andi leikaraskap og tilþrifum sem verða bara hallærisleg eftir á. Ég tala nú ekki um ef áfengi er með í sþilinu og báðir vita að þeir muni ekki hittast aftur. Til hvers að standa í svona vitleysu? Þá er alveg eins gott að vera heima og horfa á sjónvarpið. Katrín, 27 ára hárgreiðslunemi Ég vil miklu frekar vakna við hliðina á manni sem ég elska, á hverjum morgni. Solla, 31 árs aðstoðarmaður tannlæknis Ég tengi einnar nætur gaman við það að ég sé ælandi inni á ókunnu baðherbergi næsta morg- un! Það er liðin tíð í mínu lífi og tímabil sem gaf mér aldrei neitt nema bullandi samviskubit og óbeit á sjálfri mér. Ungar konur halda oft að þær verði að sofa hjá strákunum á fyrsta kvöldi því annars nái þær ekki í þá. Það er hins vegar þveröfugt. Varist einn- ar nætur kynni. Ragna, 35 ára leikskólakennari Mér finnst siðferðilega rangt að sofa hjá ókunnu fólki og heimskulegt. Sumir afsaka sig með frjálsum ástum og öllu því ábyrgðarlausa hjali en þegar upþ er staðið þá held ég að það viti allir í hjarta sínu að þegar tjaldað er til einnar nætur þá er maður að selja sjálfan sig ódýrt. Anna, 26 ára heimavinnandi Skyndikynni sem eiga að vara eina nótt geta verið hin besta skemmtun ef fólk er tilbúið til þess að fást við morguninn eftir. Ég átti einu sinni í einnar nætur gamni sem þróaðist út í hjóna- band! Maður veit aldrei hvað óvænt stefnumót í myrkri bera í skauti sér. Dóra, 31 árs auglýsingateiknari 16 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.