Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 22
g var nítján ára þegar ég kynntist sautján ára stúlku. Við fórum að búa saman og fljótlega urðum við foreldrar. Flestum þykir sennilega fullsnemmt að stofna fjölskyldu á þessum aldri en við vorum alin upp á litlum stað úti á landi og þar vorum við langt í frá eina parið sem lá svona á í hnappelduna. Á þremur árum áttum við saman tvö börn og það kemur sjálfsagt fáum á óvart að heyra að við fórum fljótt að kikna undan ábyrgðinni. Við unnum bæði en vorum láglaunafólk og gátum sjaldan leyft okkur neitt. Börn- in voru oft veik og þurftu mikla umönnun og ég fór að flýja heimilið eins oft og mikið og ég gat. Eftir á sé ég að ég var auðvit- að ekki annað en barn sem vildi fá að leika sér svolítið lengur. Sambýliskona mín baslaði því að mestu ein með börnin en hún átti mjög erfiða æsku og gat ekkert leitað til eigin fjöl- skyldu. Systir mín reyndi að hjálpa henni og þær voru ágæt- ar vinkonur. Mamma var líka öll af vilja gerð að aðstoða en sambýliskonu minni fannst hún afskiptasöm, gagnrýnin og nei- kvæð í sinn garð, því varð minna úr að mamma sinnti um börnin en hún hefði viljað. Mamma hafði hins vegar ým- islegt til síns máls og það var langt frá því að sambýliskona mín hefði forsendur til að sinna börnunum okkar sem skyldi. Bæði var hún mjög ung og svo var uppeldi hennar með þeim hætti að þar hafði hún ekki lært annað en hvernig ekki á að fara með börn. Hún taldi sig færa í flestan sjó eins og unglingum er títt og vildi ekki hlusta á neinar ráðleggingar. Vinnuálagið á henni var auk þess gífurlegt og eðlilega hafði hún litla af- gangsorku til að reiða fram holla máltíð á hverjum degi og þvo jafnoft og þurft hefði. Hélt stöðugt framhjá Ég hafði alltaf verið mikið í íþróttum og hélt því áfram ósleitilega eftir að ég var kom- inn með fjölskyldu. íþróttunum fylgdu ferðalög á mót og ýmsar skemmtanir. Ég tók þátt í öliu og fékk til þess fjárhagsaðstoð frá foreldrum mínum. Ég verð að játa það þótt ekki sé ég hreykinn af því að ég hélt stöðugt framhjá sambýliskonu minni á þessum ferðalögum og í raun hvenær sem færi gafst. Ég var þreytt- ur á ábyrgðinni og þeim skuldbindingum sem fylgdu sam- búð og barnauppeldi og það braust út í þessu. Mér þótti vænt um konuna en ekki nóg til að geta látið af barnaskapnum. Hún komst að framhjáhaldi mínu í nokkrum tilvikum og í fyrstu var hún tilbúin til að fyr- irgefa mér en að lokum sá hún að ég myndi ekki breytast og þá fór hún frá mér. Ég vildi ekki skilja og ég vildi halda börnunum og reyndi til að byrja með að fá hana til mín aftur. Hún þverneitaði enda búin að fá sig fullsadda af mér. Við lentum í hávaðarifrildi aft- ur og aftur um börnin sem ég vildi fá að umgangast meir. Þar sem ég dvaldi heima hjá for- eldrum mínum vissi hún að mamma myndi hugsa um þau að mestu og vildi því ekki senda þau þangað. Þetta ósamkomu- lag okkar jókst stig af stigi og stöðugt verri orð og ásakanir fóru okkar á milli. Ég hótaði að fara í forræðismál og þá sagðist hún myndi taka börnin og láta sig hverfa og það gerði hún. Varla trúir því nokkur maður að hægt sé að láta sig hverfa á okkar litla landi en sambýlis- konu minni tókst það. Ég hafði grun uni að hún hefði farið til Vestmannaeyja til vinkonu sinnar en sú sór og sárt við lagði að hún væri ekki þar. Eftir nokkurra mánaða karp við hana í gegnum síma fór ég sjálfur þangað ásamt pabba og þá kom í Ijós að fyrrum unnusta mín og börnin höfðu dvalið þar en voru nýlega farin. Vinkonan neitaði að vita hvar hún væri og sagðist auk þess aldrei segja mér það þar sem ég ætlaði að taka af henni börnin. Það var alveg sama hvernig við pabbi reyndum að fullvissa hana um að það væri alls ekki ætlun mín, hún fékkst ekki til að láta neitt uppi' Var ekki skráð með fast heimilisfang held- ur eingöngu pósthólf Sambýliskona mín var skráð til heimilis hjá foreldrum sínum og þangað fékk hún sendan all- an póst og tilkynningar um meðlagsgreiðslur. Ég reyndi í gegnum þau að hafa uppi á dvalarstað hennar en móðir hennar er ein þeirra sem Bornin min af fyrra sam- bandi voru gersamlega óög- uð og kunnu tæplega venju- lega umgengnisreglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.